Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getið þið sagt mér allt um sebrahesta?

Jón Már Halldórsson

Sebrahestar eru eitt af helstu einkennisdýrum afrískrar fánu. Talið er að uppruna þeirra megi rekja til frumhesta Norður-Ameríku sem bárust yfir landbrúna sem lá yfir Beringssundið og tengdi Alaska við Asíu. Þaðan dreifðust þeir um landflæmi gamla heimsins fyrir hundruðum þúsunda ára.

Til eru þrjár tegundir sebrahesta og þó nokkrar undirtegundir. Núlifandi tegundir sebrahesta eru sléttusebri (Equus quagga áður Equus burchelli), greifasebri (Equus grevyi) og fjallasebri (Equus zebra). Ein undirtegund sléttusebra, kvaggi (Equus quagga quagga) dó út á 19. öld.

Sléttusebri (Equus quagga)

Eins og nafnið gefur til kynna er kjörlendi hans slétturnar í austanverðri afríku og þá helst í þyrnikjarrlendi og á gresjunum. Sléttusebri er rennilegur og á stærð við smávaxinn hest. Faxið stendur upprétt og eyrun eru smá. Grunnliturinn er hvítur en stundum með gulum blæ, en það fer eftir deilitegundum.

Útbreiðsla sléttusebrans nær frá Súdan í norðri suður til Suður-Afríku. Mest er þó um sebrahesta á Serengeti verndarsvæðinu í Tanzaníu, eða um 200 þúsund dýr, sem deila svæðinu með nærri milljón gnýjum og hundruðum þúsunda Thomson gazella. Áætluð heildarstofnstærð sléttusebra er nærri ein milljón dýr.


Sléttusebrar

Sléttusebrinn gegnir lykilhlutverki sem grasbítur afrísku sléttanna og eru aðrir grasbítar, svo sem antílópur, mjög háðir því að deila graslendi með honum. Ástæðan er sú að sebrar stífa af gróf blöð og stöngla sem aðrir grasbítar geta ekki melt þannig að mjúk blöð og stönglar vaxa upp sem eru lífsnauðsynleg fyrir þá.

Helstu óvinir sléttusebrans, fyrir utan menn, eru ljón (Panthera leo). Samkvæmt gömlum rannsóknum frá Serengeti veiða ljón um 6% af heildarfjölda sebrahesta þar árlega, sem gerir nærri 12.000 dýr á ári. Hýenur koma næstar með um 4%.

Hjá sléttusebrum má finna tvær gerðir samfélagshópa. Önnur er hjörð af hryssum sem stóðhestur stjórnar. Hann víkur ekki frá hryssunum og ver þær ásókn annarra hesta. Með merunum eru folöld og trippi. Hestar sem hafa ekki yfir neinum hryssum að ráða safnast saman í piparsveinahjörð.

Greifasebri (Equus grevyi)

Greifasebrinn er nokkuð stærri en sléttusebri og er stærstur allra sebra. Hann er um 150 cm á herðakamb og vegur um það bil 400 kg. Rendurnar á honum eru þéttari og mjórri en á sléttusebranum og því er auðvelt að greina þá í sundur. Greifasebrinn lifir á mun þurrari svæðum en sléttusebrinn og er betur aðlagaður að þurru loftslagi.


Greifasebri

Greifasebrinn finnst í Eþíópíu, Sómalíu og Kenía. Þar hefur ótraust stjórnmálaástand í bland við þurrka og hungursneyðar orðið til þess að gengið hefur óhóflega á stofna greifasebrans og er tegundin nú komin í talsverða útrýmingarhættu. Sennilega er tegundin útdauð í Sómalíu en aðeins 150 dýr finnast í Eþíópíu og rúmlega 2000 dýr í Kenía. Heildarstofnstærðin er því ekki nema um 2.500 dýr. Verið er að reyna að sporna við þessari þróun og hefur gott starf verið unnið í Lewa í Kenía sem miðar að því að fjölga í stofninum, og hefur náðst sæmilegur árangur í þá veru.

Samfélag greifasebrans er nokkuð frábrugðið sléttusebranum og líkara því sem þekkist hjá afríska villiasnans (Equus africanus). Svo virðist sem engin varanleg tengsl séu á milli fullorðinna dýra. Dýrin safnast í hópa af handahófi og er sífelld breyting á hópunum. Hryssurnar fara yfirleitt í langar ferðir í leit af vatni og betri beitarhögum, en hestarnir reyna að verja ákveðin landsvæði árið um kring og bíða komu hryssanna að nýju á regntímanum.

Fjallasebri (Equus zebra)

Þessi tegund greinist í tvær aðskildar deilitegundir, höfðasebra (Equus zebra zebra) og hartmannssebra (Equus zebra hartmanni). Sú fyrrnefnda er mun lágvaxnari, eða um 120 cm á herðakamb en hartmannssebri er talsvert hærri, eða um 150 cm að jafnaði.


Fjallasebri: Hartmannssebri

Kjörlendi fjallasebrans eru hálendisséttur. Hóparnir samanstanda vanalega af 2-5 hryssum, folöldum og forystuhesti. Áður lágu útbreiðslusvæði deilitegundanna saman en nú eru um 1000 km sem skilja þær að. Gengið hefur verið mjög nærri höfðasebranum og er nú talið að aðeins um 200 dýr séu eftir. Hartmannssebrinn stendur þó öllu betur með rúmlega 5000 dýr.

Kvaggi (Equus quagga)

Kvaggi var nokkuð frábrugðinn öðrum sebrahestum álfunnar. Hann var útbreiddur um alla Suður-Afríku, en strax eftir landnám Búa hófust gengdarlausar veiðar á honum sem að lokum leiddu til þess að tegundin dó út. Síðasti hópurinn hélt til við Vaal-fljót en dó sennilega árið 1878 vegna mikilla þurrka sem voru á svæðinu misserin á undan. Nokkur dýr voru flutt í dýragarða í Evrópu á þessu tímabili, en síðasta dýrið dó í dýragarðinum í Amsterdam árið 1883. Má sjá dýrið uppstoppað á náttúrugripasafninu í borginni.


Kvaggi

Sett hefur verið í gang verkefni sem hefur það að markmiði að reyna að endurvekja kvagga með kynbótum á sléttusebra. Árið 2000 var tylft dýra sem líkjast mjög kvöggum sleppt á verndarsvæði í Karoo í Suðu-Afríku, en það eru fyrrum heimkynni kvagga. Rannsökuð hafa verið lífsýni sem tekin voru úr uppstoppuðum dýrum og þau notuð til samanburðar við kynbæturnar. Það er þó umdeilanlegt hvort þessi dýr teljist vera kvaggar, en ekki er enn hægt að nota slík DNA-sýni til þess fá fram nýjan einstakling. Nánar má lesa um þetta verkefni á slóðinni quaggaproject.org.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Heimildir:
  • Churcher, C.S. 1993. Mammalian Species No. 453. American Society of Mammalogists.
  • Nowak, R.M. and J.L. Paradiso. 1983. Walker's Mammals of the World, Fourth edition. John Hopkins University Press, Baltimore, London.
  • IUCN

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

19.1.2007

Spyrjandi

Guðný Eygló

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér allt um sebrahesta?“ Vísindavefurinn, 19. janúar 2007, sótt 19. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6474.

Jón Már Halldórsson. (2007, 19. janúar). Getið þið sagt mér allt um sebrahesta? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6474

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér allt um sebrahesta?“ Vísindavefurinn. 19. jan. 2007. Vefsíða. 19. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6474>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getið þið sagt mér allt um sebrahesta?
Sebrahestar eru eitt af helstu einkennisdýrum afrískrar fánu. Talið er að uppruna þeirra megi rekja til frumhesta Norður-Ameríku sem bárust yfir landbrúna sem lá yfir Beringssundið og tengdi Alaska við Asíu. Þaðan dreifðust þeir um landflæmi gamla heimsins fyrir hundruðum þúsunda ára.

Til eru þrjár tegundir sebrahesta og þó nokkrar undirtegundir. Núlifandi tegundir sebrahesta eru sléttusebri (Equus quagga áður Equus burchelli), greifasebri (Equus grevyi) og fjallasebri (Equus zebra). Ein undirtegund sléttusebra, kvaggi (Equus quagga quagga) dó út á 19. öld.

Sléttusebri (Equus quagga)

Eins og nafnið gefur til kynna er kjörlendi hans slétturnar í austanverðri afríku og þá helst í þyrnikjarrlendi og á gresjunum. Sléttusebri er rennilegur og á stærð við smávaxinn hest. Faxið stendur upprétt og eyrun eru smá. Grunnliturinn er hvítur en stundum með gulum blæ, en það fer eftir deilitegundum.

Útbreiðsla sléttusebrans nær frá Súdan í norðri suður til Suður-Afríku. Mest er þó um sebrahesta á Serengeti verndarsvæðinu í Tanzaníu, eða um 200 þúsund dýr, sem deila svæðinu með nærri milljón gnýjum og hundruðum þúsunda Thomson gazella. Áætluð heildarstofnstærð sléttusebra er nærri ein milljón dýr.


Sléttusebrar

Sléttusebrinn gegnir lykilhlutverki sem grasbítur afrísku sléttanna og eru aðrir grasbítar, svo sem antílópur, mjög háðir því að deila graslendi með honum. Ástæðan er sú að sebrar stífa af gróf blöð og stöngla sem aðrir grasbítar geta ekki melt þannig að mjúk blöð og stönglar vaxa upp sem eru lífsnauðsynleg fyrir þá.

Helstu óvinir sléttusebrans, fyrir utan menn, eru ljón (Panthera leo). Samkvæmt gömlum rannsóknum frá Serengeti veiða ljón um 6% af heildarfjölda sebrahesta þar árlega, sem gerir nærri 12.000 dýr á ári. Hýenur koma næstar með um 4%.

Hjá sléttusebrum má finna tvær gerðir samfélagshópa. Önnur er hjörð af hryssum sem stóðhestur stjórnar. Hann víkur ekki frá hryssunum og ver þær ásókn annarra hesta. Með merunum eru folöld og trippi. Hestar sem hafa ekki yfir neinum hryssum að ráða safnast saman í piparsveinahjörð.

Greifasebri (Equus grevyi)

Greifasebrinn er nokkuð stærri en sléttusebri og er stærstur allra sebra. Hann er um 150 cm á herðakamb og vegur um það bil 400 kg. Rendurnar á honum eru þéttari og mjórri en á sléttusebranum og því er auðvelt að greina þá í sundur. Greifasebrinn lifir á mun þurrari svæðum en sléttusebrinn og er betur aðlagaður að þurru loftslagi.


Greifasebri

Greifasebrinn finnst í Eþíópíu, Sómalíu og Kenía. Þar hefur ótraust stjórnmálaástand í bland við þurrka og hungursneyðar orðið til þess að gengið hefur óhóflega á stofna greifasebrans og er tegundin nú komin í talsverða útrýmingarhættu. Sennilega er tegundin útdauð í Sómalíu en aðeins 150 dýr finnast í Eþíópíu og rúmlega 2000 dýr í Kenía. Heildarstofnstærðin er því ekki nema um 2.500 dýr. Verið er að reyna að sporna við þessari þróun og hefur gott starf verið unnið í Lewa í Kenía sem miðar að því að fjölga í stofninum, og hefur náðst sæmilegur árangur í þá veru.

Samfélag greifasebrans er nokkuð frábrugðið sléttusebranum og líkara því sem þekkist hjá afríska villiasnans (Equus africanus). Svo virðist sem engin varanleg tengsl séu á milli fullorðinna dýra. Dýrin safnast í hópa af handahófi og er sífelld breyting á hópunum. Hryssurnar fara yfirleitt í langar ferðir í leit af vatni og betri beitarhögum, en hestarnir reyna að verja ákveðin landsvæði árið um kring og bíða komu hryssanna að nýju á regntímanum.

Fjallasebri (Equus zebra)

Þessi tegund greinist í tvær aðskildar deilitegundir, höfðasebra (Equus zebra zebra) og hartmannssebra (Equus zebra hartmanni). Sú fyrrnefnda er mun lágvaxnari, eða um 120 cm á herðakamb en hartmannssebri er talsvert hærri, eða um 150 cm að jafnaði.


Fjallasebri: Hartmannssebri

Kjörlendi fjallasebrans eru hálendisséttur. Hóparnir samanstanda vanalega af 2-5 hryssum, folöldum og forystuhesti. Áður lágu útbreiðslusvæði deilitegundanna saman en nú eru um 1000 km sem skilja þær að. Gengið hefur verið mjög nærri höfðasebranum og er nú talið að aðeins um 200 dýr séu eftir. Hartmannssebrinn stendur þó öllu betur með rúmlega 5000 dýr.

Kvaggi (Equus quagga)

Kvaggi var nokkuð frábrugðinn öðrum sebrahestum álfunnar. Hann var útbreiddur um alla Suður-Afríku, en strax eftir landnám Búa hófust gengdarlausar veiðar á honum sem að lokum leiddu til þess að tegundin dó út. Síðasti hópurinn hélt til við Vaal-fljót en dó sennilega árið 1878 vegna mikilla þurrka sem voru á svæðinu misserin á undan. Nokkur dýr voru flutt í dýragarða í Evrópu á þessu tímabili, en síðasta dýrið dó í dýragarðinum í Amsterdam árið 1883. Má sjá dýrið uppstoppað á náttúrugripasafninu í borginni.


Kvaggi

Sett hefur verið í gang verkefni sem hefur það að markmiði að reyna að endurvekja kvagga með kynbótum á sléttusebra. Árið 2000 var tylft dýra sem líkjast mjög kvöggum sleppt á verndarsvæði í Karoo í Suðu-Afríku, en það eru fyrrum heimkynni kvagga. Rannsökuð hafa verið lífsýni sem tekin voru úr uppstoppuðum dýrum og þau notuð til samanburðar við kynbæturnar. Það er þó umdeilanlegt hvort þessi dýr teljist vera kvaggar, en ekki er enn hægt að nota slík DNA-sýni til þess fá fram nýjan einstakling. Nánar má lesa um þetta verkefni á slóðinni quaggaproject.org.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Heimildir:
  • Churcher, C.S. 1993. Mammalian Species No. 453. American Society of Mammalogists.
  • Nowak, R.M. and J.L. Paradiso. 1983. Walker's Mammals of the World, Fourth edition. John Hopkins University Press, Baltimore, London.
  • IUCN

Myndir:

...