Sólin Sólin Rís 02:56 • sest 24:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:33 • Sest 01:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:46 • Síðdegis: 14:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:46 í Reykjavík

Hvers konar ljós nota tæknideildir á glæpavettvangi til að sjá blóð sem sést ekki með berum augum? - Myndband

Ari Ólafsson

Ljósgjafinn sem um er spurt er engan veginn venjulegur heldur lýsir hann að mestu á útfjólubláa öldulengdarbilinu en lítið á því sýnilega. Ljóseindir á þessu bili hafa meiri orku en ljóseindir í sýnilegu ljósi. Ljósgjafar af þessu tagi ganga undir nokkrum enskum nöfnum: black light, Wood's lamp, eða bara UV lamp (ultraviolet; útfjólublátt). Algengast er að þetta séu kvikasilfurs-úthleðslulampar líkt og venjuleg flúrljósarör, en rörið er húðað innan með efni sem drekkur í sig ljós á sýnilega bilinu en hleypir því útfjólubláa í gegn. Venjuleg flúrljósarör eru hins vegar húðuð með efni sem deyfir útfjólublátt ljós en hleypir því sýnilega í gegn og nýtir reyndar útfjólubláa ljósið til að framleiða sýnilegt ljós.

Hægt er að lesa meira um ljós tæknideilda í svari Ara Ólafssonar við spurningunni Hvers konar ljós nota tæknideildir á glæpavettvangi til að sjá blóð sem sést ekki með berum augum?

Myndbandið er einnig aðgengilegt á YouTube-síðu Vísindavefsins og á Vimeo.

Höfundur

Ari Ólafsson

dósent emeritus í eðlisfræði við HÍ

Útgáfudagur

22.3.2013

Spyrjandi

Stefán Máni Sigþórsson, Alda Úlfarsdóttir

Tilvísun

Ari Ólafsson. „Hvers konar ljós nota tæknideildir á glæpavettvangi til að sjá blóð sem sést ekki með berum augum? - Myndband.“ Vísindavefurinn, 22. mars 2013. Sótt 16. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=64900.

Ari Ólafsson. (2013, 22. mars). Hvers konar ljós nota tæknideildir á glæpavettvangi til að sjá blóð sem sést ekki með berum augum? - Myndband. Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=64900

Ari Ólafsson. „Hvers konar ljós nota tæknideildir á glæpavettvangi til að sjá blóð sem sést ekki með berum augum? - Myndband.“ Vísindavefurinn. 22. mar. 2013. Vefsíða. 16. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=64900>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers konar ljós nota tæknideildir á glæpavettvangi til að sjá blóð sem sést ekki með berum augum? - Myndband
Ljósgjafinn sem um er spurt er engan veginn venjulegur heldur lýsir hann að mestu á útfjólubláa öldulengdarbilinu en lítið á því sýnilega. Ljóseindir á þessu bili hafa meiri orku en ljóseindir í sýnilegu ljósi. Ljósgjafar af þessu tagi ganga undir nokkrum enskum nöfnum: black light, Wood's lamp, eða bara UV lamp (ultraviolet; útfjólublátt). Algengast er að þetta séu kvikasilfurs-úthleðslulampar líkt og venjuleg flúrljósarör, en rörið er húðað innan með efni sem drekkur í sig ljós á sýnilega bilinu en hleypir því útfjólubláa í gegn. Venjuleg flúrljósarör eru hins vegar húðuð með efni sem deyfir útfjólublátt ljós en hleypir því sýnilega í gegn og nýtir reyndar útfjólubláa ljósið til að framleiða sýnilegt ljós.

Hægt er að lesa meira um ljós tæknideilda í svari Ara Ólafssonar við spurningunni Hvers konar ljós nota tæknideildir á glæpavettvangi til að sjá blóð sem sést ekki með berum augum?

Myndbandið er einnig aðgengilegt á YouTube-síðu Vísindavefsins og á Vimeo.

...