Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað geta hvítháfar orðið gamlir?

JMH

Aldursgreining á hákörlum eins og hvítháfinum (Carcharodon carcharias) er ekki auðveld. Hvítháfar vaxa alla ævi, en það er hins vegar háð búsvæði, tíðafari og kyni hversu stórir þeir verða. Aldursgreining byggð á stærð dýranna er því lítt áreiðanleg.



Hvítháfar eru taldir geta orðið allt að 60 ára gamlir

Sjávarlíffræðingar hafa hins vegar fundið út að eins konar hringir myndast í hryggjarliðum hákarlanna, þannig að hugsanlega er hægt að reikna út aldur þeirra líkt og gert er með árhringi trjáa.

Hvítháfar frá austurhluta Kyrrahafs eru um það bil 4,75 metrar á lengd við 13 til 14 ára aldurinn. Hvítháfar í Atlantshafi eru hins vegar orðnir 20 ára gamlir þegar þeir ná svipaðri stærð.

Stærstu hvítháfar sem veiðst hafa eru um 7 metrar á lengd. Einn slíkur veiddist við Möltu á Miðjarðarhafi og annar var veiddur suður af Ástralíu. Þessir háfar voru rúmlega 30 ára gamlir. Þessi aldursgreining byggir á því að hver hringur í hryggjarlið þeirra jafngildi einu ári líkt árhringir trjáa. Þetta er þó ekki fullkomlega örugg greining og því er erfitt að fullyrða með mikilli vissu hversu gamlir hvítháfar geta orðið. Bandaríski sjávarlíffræðingurinn Dr. Gregor Cailliet ályktar þó að þeir geti orðið allt að 60 ára gamlir.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd: Wikimedia Commons

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

13.2.2007

Spyrjandi

Hörður Gabríel, f. 1992

Tilvísun

JMH. „Hvað geta hvítháfar orðið gamlir?“ Vísindavefurinn, 13. febrúar 2007, sótt 7. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6496.

JMH. (2007, 13. febrúar). Hvað geta hvítháfar orðið gamlir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6496

JMH. „Hvað geta hvítháfar orðið gamlir?“ Vísindavefurinn. 13. feb. 2007. Vefsíða. 7. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6496>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað geta hvítháfar orðið gamlir?
Aldursgreining á hákörlum eins og hvítháfinum (Carcharodon carcharias) er ekki auðveld. Hvítháfar vaxa alla ævi, en það er hins vegar háð búsvæði, tíðafari og kyni hversu stórir þeir verða. Aldursgreining byggð á stærð dýranna er því lítt áreiðanleg.



Hvítháfar eru taldir geta orðið allt að 60 ára gamlir

Sjávarlíffræðingar hafa hins vegar fundið út að eins konar hringir myndast í hryggjarliðum hákarlanna, þannig að hugsanlega er hægt að reikna út aldur þeirra líkt og gert er með árhringi trjáa.

Hvítháfar frá austurhluta Kyrrahafs eru um það bil 4,75 metrar á lengd við 13 til 14 ára aldurinn. Hvítháfar í Atlantshafi eru hins vegar orðnir 20 ára gamlir þegar þeir ná svipaðri stærð.

Stærstu hvítháfar sem veiðst hafa eru um 7 metrar á lengd. Einn slíkur veiddist við Möltu á Miðjarðarhafi og annar var veiddur suður af Ástralíu. Þessir háfar voru rúmlega 30 ára gamlir. Þessi aldursgreining byggir á því að hver hringur í hryggjarlið þeirra jafngildi einu ári líkt árhringir trjáa. Þetta er þó ekki fullkomlega örugg greining og því er erfitt að fullyrða með mikilli vissu hversu gamlir hvítháfar geta orðið. Bandaríski sjávarlíffræðingurinn Dr. Gregor Cailliet ályktar þó að þeir geti orðið allt að 60 ára gamlir.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd: Wikimedia Commons...