Sólin Sólin Rís 07:39 • sest 18:54 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:32 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:06 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík

Er til þumalputtaregla sem segir til um hraða bifreiðar miðað við lengd bremsufara?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Svarið er já, þessi regla er til og hún er svona:

v2 = 254 * μ * d

Hér er v hraði bílsins í kílómetrum á klukkustund (km/h) og v2 er þessi hraði margfaldaður með sjálfum sér; d er lengd hemlafara í metrum og μ (mu) er svokallaður núningsstuðull. Stuðullinn lýsir núningskraftinum milli bíls og undirlags í hlutfalli við þverkraftinn (þyngd bílsins ef undirlagið er lárétt). Hár núningsstuðull lýsir því miklum núningi. Hann er 0,8 ef við erum á þurru malbiki en mun minni á blautu malbiki eða til dæmis á malarvegi.

Jöfnuna má einnig nota „aftur á bak“, það er að segja til að finna hemlunarlengdina d ef hraðinn v er þekktur. Þannig sjáum við til dæmis að hemlunarlengdin d verður um 50 m við bestu aðstæður (þurrt malbik) ef hraðinn er 100 km/h. Hún tvöfaldast og verður 100 m ef hraðinn er 140 km/h. Einnig eykst hún verulega til dæmis ef malbikið er blautt eða ef bíllinn er á malarvegi eins og enn er algengt hér á landi.

Jöfnuna er líka hægt að nota til að áætla hraða bíls fyrir slys eða árekstur út frá lengd hemlafara, og er það nú gert í vaxandi mæli þegar umferðarslys eru rannsökuð. Einnig eru þá notuð önnur gögn, til dæmis um hreyfingu bíla eftir árekstur og um aflögun þeirra í árekstrinum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

15.2.2007

Spyrjandi

Reynir Valgarðsson

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Er til þumalputtaregla sem segir til um hraða bifreiðar miðað við lengd bremsufara?“ Vísindavefurinn, 15. febrúar 2007. Sótt 2. október 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=6499.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2007, 15. febrúar). Er til þumalputtaregla sem segir til um hraða bifreiðar miðað við lengd bremsufara? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6499

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Er til þumalputtaregla sem segir til um hraða bifreiðar miðað við lengd bremsufara?“ Vísindavefurinn. 15. feb. 2007. Vefsíða. 2. okt. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6499>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er til þumalputtaregla sem segir til um hraða bifreiðar miðað við lengd bremsufara?
Svarið er já, þessi regla er til og hún er svona:

v2 = 254 * μ * d

Hér er v hraði bílsins í kílómetrum á klukkustund (km/h) og v2 er þessi hraði margfaldaður með sjálfum sér; d er lengd hemlafara í metrum og μ (mu) er svokallaður núningsstuðull. Stuðullinn lýsir núningskraftinum milli bíls og undirlags í hlutfalli við þverkraftinn (þyngd bílsins ef undirlagið er lárétt). Hár núningsstuðull lýsir því miklum núningi. Hann er 0,8 ef við erum á þurru malbiki en mun minni á blautu malbiki eða til dæmis á malarvegi.

Jöfnuna má einnig nota „aftur á bak“, það er að segja til að finna hemlunarlengdina d ef hraðinn v er þekktur. Þannig sjáum við til dæmis að hemlunarlengdin d verður um 50 m við bestu aðstæður (þurrt malbik) ef hraðinn er 100 km/h. Hún tvöfaldast og verður 100 m ef hraðinn er 140 km/h. Einnig eykst hún verulega til dæmis ef malbikið er blautt eða ef bíllinn er á malarvegi eins og enn er algengt hér á landi.

Jöfnuna er líka hægt að nota til að áætla hraða bíls fyrir slys eða árekstur út frá lengd hemlafara, og er það nú gert í vaxandi mæli þegar umferðarslys eru rannsökuð. Einnig eru þá notuð önnur gögn, til dæmis um hreyfingu bíla eftir árekstur og um aflögun þeirra í árekstrinum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

...