Sólin Sólin Rís 02:59 • sest 24:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:26 • Síðdegis: 17:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:30 • Síðdegis: 24:03 í Reykjavík

Hvað er sokkinn kostnaður?

Gylfi Magnússon

Sokkinn kostnaður er allur kostnaður sem fallið hefur til vegna kaupa á vöru eða þjónustu sem ekki er hægt að selja aftur og ekki er hægt að nýta til annars en upphaflega var ætlað. Slíkur kostnaður ætti ekki að hafa áhrif á ákvarðanir í framtíðinni.

Til útskýringar má nefna eftirfarandi dæmi. Maður nokkur er að íhuga að setja upp verslun. Hann kaupir sér húsnæði undir reksturinn og á þess kost að selja húsnæðið aftur á sama verði. Þá ræður hann markaðsráðgjafa til að meta hve mikið mun seljast af vörunni sem í boði verður. Ekki er hægt að hafa nein not af mati markaðsráðgjafans nema til að meta hvort hefja á rekstur verslunarinnar og ekki er hægt að fá kostnað við matið endurgreiddan.

Sokkinn kostnaður er allur kostnaður sem fallið hefur til vegna kaupa á vöru eða þjónustu sem ekki er hægt að selja aftur og ekki er hægt að nýta til annars en upphaflega var ætlað.

Í þessu tilviki verður kostnaðurinn af markaðsráðgjöfinni sokkinn kostnaður um leið og maðurinn er búinn að skuldbinda sig til að greiða hann. Kostnaður við kaup á húsinu er hins vegar ekki sokkinn kostnaður því að hægt er að fá hann bættan með því að selja húsið.

Þegar maðurinn tekur ákvörðun um það hvort hann vill reka verslunina eða ekki ætti hann því að hafa í huga verðið sem hann fengi fyrir húsnæðið ef hann seldi það. Hann ætti hins vegar ekki að taka tillit til kostnaðarins við markaðsráðgjöfina; honum verður ekki breytt, sama hvaða ákvörðun maðurinn tekur.

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

8.2.2000

Spyrjandi

Björgvin Guðmundsson

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvað er sokkinn kostnaður?“ Vísindavefurinn, 8. febrúar 2000. Sótt 27. júní 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=65.

Gylfi Magnússon. (2000, 8. febrúar). Hvað er sokkinn kostnaður? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=65

Gylfi Magnússon. „Hvað er sokkinn kostnaður?“ Vísindavefurinn. 8. feb. 2000. Vefsíða. 27. jún. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=65>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er sokkinn kostnaður?

Sokkinn kostnaður er allur kostnaður sem fallið hefur til vegna kaupa á vöru eða þjónustu sem ekki er hægt að selja aftur og ekki er hægt að nýta til annars en upphaflega var ætlað. Slíkur kostnaður ætti ekki að hafa áhrif á ákvarðanir í framtíðinni.

Til útskýringar má nefna eftirfarandi dæmi. Maður nokkur er að íhuga að setja upp verslun. Hann kaupir sér húsnæði undir reksturinn og á þess kost að selja húsnæðið aftur á sama verði. Þá ræður hann markaðsráðgjafa til að meta hve mikið mun seljast af vörunni sem í boði verður. Ekki er hægt að hafa nein not af mati markaðsráðgjafans nema til að meta hvort hefja á rekstur verslunarinnar og ekki er hægt að fá kostnað við matið endurgreiddan.

Sokkinn kostnaður er allur kostnaður sem fallið hefur til vegna kaupa á vöru eða þjónustu sem ekki er hægt að selja aftur og ekki er hægt að nýta til annars en upphaflega var ætlað.

Í þessu tilviki verður kostnaðurinn af markaðsráðgjöfinni sokkinn kostnaður um leið og maðurinn er búinn að skuldbinda sig til að greiða hann. Kostnaður við kaup á húsinu er hins vegar ekki sokkinn kostnaður því að hægt er að fá hann bættan með því að selja húsið.

Þegar maðurinn tekur ákvörðun um það hvort hann vill reka verslunina eða ekki ætti hann því að hafa í huga verðið sem hann fengi fyrir húsnæðið ef hann seldi það. Hann ætti hins vegar ekki að taka tillit til kostnaðarins við markaðsráðgjöfina; honum verður ekki breytt, sama hvaða ákvörðun maðurinn tekur.

Mynd:...