Sólin Sólin Rís 03:45 • sest 23:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:29 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:45 • sest 23:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:29 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða tilgangi þjónar serótónín í heilanum? Hverjar eru afleiðingarnar ef starfsemi þess er raskað?

HMS

Serótónín (e. serotonin), einnig nefnt 5-HT, er eitt af mörgum taugaboðefnum sem heilinn notar til boðskipta. Það tilheyrir svokölluðum mónóamínum (e. monoamines) ásamt adrenalíni (e. epinephrine), noradrenalíni (e. norepinephrine) og dópamíni (e. dopamine). Mónóamínin hafa öll svipaða efnafræðilega uppbyggingu.


Uppbygging serótóníns.

Seyti serótóníns hefur áhrif á skapferli og almenna virkni (e. arousal). Það stýrir einnig áti og svefni og gegnir hlutverki í skynjun sársauka. Of lítið magn serótóníns tengist hvatvísi og árásargirni, bæði hjá fólki og ýmsum öðrum dýrategundum. Skortur á serótóníni virðist einnig tengjast höfuðverkjarköstum.

Ýmislegt bendir til að serótónín gegni hlutverki í vandamálum eins og þunglyndi, kvíða og áráttu- og þráhyggjuröskun. Til dæmis er talið að þunglyndir hafi færri og/eða ónæmari serótónínviðtaka, sem aftur veldur minni virkni serótóníns. Til að meðhöndla þunglyndi eru því oft gefin lyf sem auka áhrif serótóníns í heilanum. Lyf sem auka serótónínvirkni geta líka minnkað matarlyst og eru því stundum gefin fólki sem stríðir við offitu.


Þetta er laggott svar. Laggóðum svörum er yfirleitt ekki ætlað að gera efninu endanleg skil á sama hátt og venjuleg svör Vísindavefsins. Í staðinn eiga laggóðu svörin að þjóna lesendum sem óska eftir stuttum og hnitmiðuðum svörum.


Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir

  • Carlson, N.R. 2001. Physiology of Behavior. Allyn and Bacon, Boston.
  • Nolen-Hoeksema, S. (2004). Abnormal psychology (3. útgáfa). New York: McGraw-Hill.

Myndir

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

21.2.2007

Spyrjandi

Sara Pálsdóttir
Runólfur Ó. Kristjánsson

Tilvísun

HMS. „Hvaða tilgangi þjónar serótónín í heilanum? Hverjar eru afleiðingarnar ef starfsemi þess er raskað?“ Vísindavefurinn, 21. febrúar 2007, sótt 16. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6507.

HMS. (2007, 21. febrúar). Hvaða tilgangi þjónar serótónín í heilanum? Hverjar eru afleiðingarnar ef starfsemi þess er raskað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6507

HMS. „Hvaða tilgangi þjónar serótónín í heilanum? Hverjar eru afleiðingarnar ef starfsemi þess er raskað?“ Vísindavefurinn. 21. feb. 2007. Vefsíða. 16. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6507>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða tilgangi þjónar serótónín í heilanum? Hverjar eru afleiðingarnar ef starfsemi þess er raskað?
Serótónín (e. serotonin), einnig nefnt 5-HT, er eitt af mörgum taugaboðefnum sem heilinn notar til boðskipta. Það tilheyrir svokölluðum mónóamínum (e. monoamines) ásamt adrenalíni (e. epinephrine), noradrenalíni (e. norepinephrine) og dópamíni (e. dopamine). Mónóamínin hafa öll svipaða efnafræðilega uppbyggingu.


Uppbygging serótóníns.

Seyti serótóníns hefur áhrif á skapferli og almenna virkni (e. arousal). Það stýrir einnig áti og svefni og gegnir hlutverki í skynjun sársauka. Of lítið magn serótóníns tengist hvatvísi og árásargirni, bæði hjá fólki og ýmsum öðrum dýrategundum. Skortur á serótóníni virðist einnig tengjast höfuðverkjarköstum.

Ýmislegt bendir til að serótónín gegni hlutverki í vandamálum eins og þunglyndi, kvíða og áráttu- og þráhyggjuröskun. Til dæmis er talið að þunglyndir hafi færri og/eða ónæmari serótónínviðtaka, sem aftur veldur minni virkni serótóníns. Til að meðhöndla þunglyndi eru því oft gefin lyf sem auka áhrif serótóníns í heilanum. Lyf sem auka serótónínvirkni geta líka minnkað matarlyst og eru því stundum gefin fólki sem stríðir við offitu.


Þetta er laggott svar. Laggóðum svörum er yfirleitt ekki ætlað að gera efninu endanleg skil á sama hátt og venjuleg svör Vísindavefsins. Í staðinn eiga laggóðu svörin að þjóna lesendum sem óska eftir stuttum og hnitmiðuðum svörum.


Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir

  • Carlson, N.R. 2001. Physiology of Behavior. Allyn and Bacon, Boston.
  • Nolen-Hoeksema, S. (2004). Abnormal psychology (3. útgáfa). New York: McGraw-Hill.

Myndir

...