Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru malarhjallar og hvernig myndast þeir?

Sigurður Steinþórsson

Malarhjallar eru flestir að uppruna fornar óseyrar, myndaðir við hærri sjávarstöðu í ísaldarlokin.

Vindheimamelar, malarhjallar myndaðir við hærri sjávarstöðu við lok ísaldar.

Straumvatn ber með sér framburð, því grófari sem straumhraðinn er meiri, sem fellur til botns þegar straumnum lygnir. Sá hluti framburðarins, sem áin nær ekki að hlaða undir sig í aurum eða eyrum, berst áfram með straumi allt til ármynnis við sjó eða stöðuvatn. Straumhraði árvatnsins minnkar þar skyndilega, svo að framburðurinn sest til og myndar óshólma eða landeyjar með nær lárétt yfirborð í hæð við sjávarmál eða vatnsborð. Óshólmarnir færast smám saman fram því stöðugt bætist set framan á þá.

Óshólmar verða til úr framburði vatnsfalla við ármynni í sjó eða stöðuvötnum. Þeir færast smám saman fram, enda bætist set sífellt framan við þá. Setið er grófast við mynni álanna en verður fínna í korninu er lengra dregur frá.

Einkennandi fyrir óseyramyndanir er skálögun, og hallar lögunum öllum í sömu átt undan straumi.

Skálaga árósaset. Ofan á það hefur lagst víxllaga árset.

Óshólmar eru algengir við mynni allra vatnsfalla, bæði í sjó og vötnum. Þeir eru gífurlega víðáttumiklir við mynni stórfljóta, svo sem Mississippis og Nílar. Hér á landi eru óshólmar Markarfljóts einna mestir, og víða í fjörðum eru miklar óseyrafyllingar, til dæmis í Eyjafirði.

Malarhjallar myndaðir við hærri sjávarstöðu í lok ísaldar er víða að finna hér á landi, en einnig eru víða malarhjallar á um 30 metra dýpi sem mynduðust þegar landið hafði risið undan fargi ísaldarjöklanna og sjávarstaða var lág.

Myndi:
  • Vindheimamelar: Jóhann Ísak Pétursson & Jón Gauti Jónsson. Almenn jarðfræði. IÐNMENNT-IÐNÚ, Reykjavík 2004.
  • Óshólmar: Þorleifur Einarsson. Jarðfræði Saga bergs og lands. Mál og menning, Reykjavík 1968.
  • Skálaga árósaset: Jóhann Ísak Pétursson & Jón Gauti Jónsson. Almenn jarðfræði. IÐNMENNT-IÐNÚ, Reykjavík 2004.

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

17.10.2013

Spyrjandi

Ástþór Jakobsson

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvað eru malarhjallar og hvernig myndast þeir?“ Vísindavefurinn, 17. október 2013, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65247.

Sigurður Steinþórsson. (2013, 17. október). Hvað eru malarhjallar og hvernig myndast þeir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65247

Sigurður Steinþórsson. „Hvað eru malarhjallar og hvernig myndast þeir?“ Vísindavefurinn. 17. okt. 2013. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65247>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru malarhjallar og hvernig myndast þeir?
Malarhjallar eru flestir að uppruna fornar óseyrar, myndaðir við hærri sjávarstöðu í ísaldarlokin.

Vindheimamelar, malarhjallar myndaðir við hærri sjávarstöðu við lok ísaldar.

Straumvatn ber með sér framburð, því grófari sem straumhraðinn er meiri, sem fellur til botns þegar straumnum lygnir. Sá hluti framburðarins, sem áin nær ekki að hlaða undir sig í aurum eða eyrum, berst áfram með straumi allt til ármynnis við sjó eða stöðuvatn. Straumhraði árvatnsins minnkar þar skyndilega, svo að framburðurinn sest til og myndar óshólma eða landeyjar með nær lárétt yfirborð í hæð við sjávarmál eða vatnsborð. Óshólmarnir færast smám saman fram því stöðugt bætist set framan á þá.

Óshólmar verða til úr framburði vatnsfalla við ármynni í sjó eða stöðuvötnum. Þeir færast smám saman fram, enda bætist set sífellt framan við þá. Setið er grófast við mynni álanna en verður fínna í korninu er lengra dregur frá.

Einkennandi fyrir óseyramyndanir er skálögun, og hallar lögunum öllum í sömu átt undan straumi.

Skálaga árósaset. Ofan á það hefur lagst víxllaga árset.

Óshólmar eru algengir við mynni allra vatnsfalla, bæði í sjó og vötnum. Þeir eru gífurlega víðáttumiklir við mynni stórfljóta, svo sem Mississippis og Nílar. Hér á landi eru óshólmar Markarfljóts einna mestir, og víða í fjörðum eru miklar óseyrafyllingar, til dæmis í Eyjafirði.

Malarhjallar myndaðir við hærri sjávarstöðu í lok ísaldar er víða að finna hér á landi, en einnig eru víða malarhjallar á um 30 metra dýpi sem mynduðust þegar landið hafði risið undan fargi ísaldarjöklanna og sjávarstaða var lág.

Myndi:
  • Vindheimamelar: Jóhann Ísak Pétursson & Jón Gauti Jónsson. Almenn jarðfræði. IÐNMENNT-IÐNÚ, Reykjavík 2004.
  • Óshólmar: Þorleifur Einarsson. Jarðfræði Saga bergs og lands. Mál og menning, Reykjavík 1968.
  • Skálaga árósaset: Jóhann Ísak Pétursson & Jón Gauti Jónsson. Almenn jarðfræði. IÐNMENNT-IÐNÚ, Reykjavík 2004.
...