Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað getur þú sagt mér um sögu orðsins svanasöngur?

Orðið svanasöngur er í fyrsta lagi notað í eiginlegri merkingu um ‘söng svansins’, það er hljóðin sem söngsvanurinn gefur frá sér. Það er þekkt í málinu að minnsta kosti frá því á 17. öld. Máltækið ekki á saman svanasöngur og gæsa kemur fyrir í málsháttasafni frá 19. öld og er sjálfsagt eldra.


Í öðru lagi er svanasöngur notað um síðasta verk listamanns, tónskálds, rithöfundar eða ljóðskálds, og oft hans besta verk. Sú merking er rakin til fornrar grískrar frásagnar um að svanurinn syngi þegar hann er að dauða kominn. Hún er tökumerking í íslensku úr dönsku svanesang sem aftur er fengið að láni úr þýsku Schwanengesang. Þýska orðið er talið myndað eftir latneska sambandinu cygnea cantio (cantio ‘söngur’, cygneus ‘sá sem heyrir til svani’).

Ofangreind merking hefur verið notuð í málinu að minnsta kosti frá því á 19. öld. Stundum er orðið einnig notað um lokaverk einhverra annarra en listamanna, til dæmis lokaræðu þess sem er að draga sig í hlé frá forystustörfum, svo sem síðustu ræðu þingmanns á þingi.

Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

Útgáfudagur

12.3.2007

Spyrjandi

Hlynur Þórisson

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað getur þú sagt mér um sögu orðsins svanasöngur? “ Vísindavefurinn, 12. mars 2007. Sótt 20. júlí 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=6528.

Guðrún Kvaran. (2007, 12. mars). Hvað getur þú sagt mér um sögu orðsins svanasöngur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6528

Guðrún Kvaran. „Hvað getur þú sagt mér um sögu orðsins svanasöngur? “ Vísindavefurinn. 12. mar. 2007. Vefsíða. 20. júl. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6528>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Guðný Guðbjörnsdóttir

1949

Guðný S. Guðbjörnsdóttir er prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að vitrænum þroska barna og ungmenna; menningarlæsi ungs fólks; menntastjórnun og forystu; og menntun, kynjajafnrétti, kennaramenntun og skólastarfi.