Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvað eru minnisþulur?

Árni Björnsson

Minnisvísur eða minnisþulur eru einfaldasta gerð fræðiljóða og hafa þekkst meðal margra þjóða að minnsta kosti frá því á miðöldum. Í þeim eru ýmiss konar reglur eða fróðleiksatriði sett saman í bundið mál til að hægara sé að muna þau. Oft eru þær ekki annað en upptalning en ósjaldan er einhverjum orðum bætt við til að uppfylla ljóðformið. Gátu það stundum orðið hortittir.

Þekkt íslensk minnisvísa er í rímtali Guðbrands biskups Þorlákssonar frá 1597. Vísan er til þess ætluð að auðvelda fólki að muna hversu margir dagar eru í hverjum mánuði. Hún er hér sýnd í ögn yngri gerð:

Ap, jún, sept, nóv þrjátíu hver.

Einn til hinir kjósa sér.

Febrúar tvenna fjórtán ber

frekar einn þá hlaupár er.

Margar aðrar minnisvísur um veður og tímatal eru í þessu rímtali og hafa nokkrar þeirra lifað í almanökum fram á okkar daga.


Algeng minnistækni er að semja vísur um það sem muna skal, svo sem dagafjölda mánaðanna.

Minnisvísur voru einnig notaðar í skólum til að muna betur ýmsar reglur, svo sem í málfræði og reikningi, og voru sumar þeirra birtar í kennslubókum. Ein slík án þekkts höfundar var til að muna kvaðratrót talnanna 2, 3 og 5:

1,4142

1,732 það heyr!

2,236 hér sjá

setta í rætur tvo, fimm, þrjá.

Um miðja 20. öld setti Einar Bogason kennari frá Hringsdal í Arnarfirði saman Stærðfræðileg formúluljóð, Landfræðilegar minnisvísur og Stafsetningarljóð. Sumar vísurnar höfðu lagboða, til dæmis Stóð ég úti í tunglsljósi. Einhver annar samdi efnafræðileg formúluljóð og í þeim fengu hortittirnir ósjaldan að blómstra eins og í þessu dæmi um ammoníakið:

Ammoníak er NH3

- ekki er því að leyna.

Lofttegund og lykt óhýr

líka kemur til greina.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd

  • Jakob Benediktsson. Hugtök og heiti bókmenntafræði. Rv. 1983.
  • Calendarium. Íslenzkt rím 1597. Útg. Þorsteinn Sæmundsson. Rv. 1968.
  • Einar Bogason frá Hringsdal. Stærðfræðileg formúluljóð. 2. útg. Rv. 1950.
  • Mynd: Calendar Preview. Flickr.com. Höfundur myndar er mricon. Myndin er birt undir Creative Commons leyfi.

Höfundur

Árni Björnsson

dr. phil. í menningarsögu

Útgáfudagur

14.3.2007

Spyrjandi

Bjarni Barkarson

Tilvísun

Árni Björnsson. „Hvað eru minnisþulur?“ Vísindavefurinn, 14. mars 2007. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6533.

Árni Björnsson. (2007, 14. mars). Hvað eru minnisþulur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6533

Árni Björnsson. „Hvað eru minnisþulur?“ Vísindavefurinn. 14. mar. 2007. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6533>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru minnisþulur?
Minnisvísur eða minnisþulur eru einfaldasta gerð fræðiljóða og hafa þekkst meðal margra þjóða að minnsta kosti frá því á miðöldum. Í þeim eru ýmiss konar reglur eða fróðleiksatriði sett saman í bundið mál til að hægara sé að muna þau. Oft eru þær ekki annað en upptalning en ósjaldan er einhverjum orðum bætt við til að uppfylla ljóðformið. Gátu það stundum orðið hortittir.

Þekkt íslensk minnisvísa er í rímtali Guðbrands biskups Þorlákssonar frá 1597. Vísan er til þess ætluð að auðvelda fólki að muna hversu margir dagar eru í hverjum mánuði. Hún er hér sýnd í ögn yngri gerð:

Ap, jún, sept, nóv þrjátíu hver.

Einn til hinir kjósa sér.

Febrúar tvenna fjórtán ber

frekar einn þá hlaupár er.

Margar aðrar minnisvísur um veður og tímatal eru í þessu rímtali og hafa nokkrar þeirra lifað í almanökum fram á okkar daga.


Algeng minnistækni er að semja vísur um það sem muna skal, svo sem dagafjölda mánaðanna.

Minnisvísur voru einnig notaðar í skólum til að muna betur ýmsar reglur, svo sem í málfræði og reikningi, og voru sumar þeirra birtar í kennslubókum. Ein slík án þekkts höfundar var til að muna kvaðratrót talnanna 2, 3 og 5:

1,4142

1,732 það heyr!

2,236 hér sjá

setta í rætur tvo, fimm, þrjá.

Um miðja 20. öld setti Einar Bogason kennari frá Hringsdal í Arnarfirði saman Stærðfræðileg formúluljóð, Landfræðilegar minnisvísur og Stafsetningarljóð. Sumar vísurnar höfðu lagboða, til dæmis Stóð ég úti í tunglsljósi. Einhver annar samdi efnafræðileg formúluljóð og í þeim fengu hortittirnir ósjaldan að blómstra eins og í þessu dæmi um ammoníakið:

Ammoníak er NH3

- ekki er því að leyna.

Lofttegund og lykt óhýr

líka kemur til greina.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd

  • Jakob Benediktsson. Hugtök og heiti bókmenntafræði. Rv. 1983.
  • Calendarium. Íslenzkt rím 1597. Útg. Þorsteinn Sæmundsson. Rv. 1968.
  • Einar Bogason frá Hringsdal. Stærðfræðileg formúluljóð. 2. útg. Rv. 1950.
  • Mynd: Calendar Preview. Flickr.com. Höfundur myndar er mricon. Myndin er birt undir Creative Commons leyfi.
...