Sólin Sólin Rís 07:52 • sest 18:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:56 • Sest 17:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:59 • Síðdegis: 20:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:51 • Síðdegis: 14:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:52 • sest 18:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:56 • Sest 17:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:59 • Síðdegis: 20:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:51 • Síðdegis: 14:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað merkir bæjarnafnið Hrifla?

Hallgrímur J. Ámundason

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Bærinn Hrifla er í gamla Ljósavatnshreppi í Suður-Þingeyjarsýslu, nú Þingeyjarsveit. Jörðin liggur vestan Skjálfandafljóts, ekki langt frá Goðafossi. Nafnið mun upphaflega hafa verið Hriflugerði en síðan styst í Hriflu. Elsta dæmið um nafnið í skjölum er frá 1390 og stendur þar „hriflugerdi“. Nafnið hefur stundum verið skrifað „Hryfla“ eða jafnvel „Hrufla“.

Hrifla í Þingeyjarsveit, áður Ljósavatnshreppur.

„Hriflugerði, kallst nú almennilega Hrifla“ segir í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns.
Eigandinn Ljósavatnskirkja og proprietarii þar til, so sem haldið hefur verið í manna minni, en so gánga sögur af að ágreiníngur hafi verið um þetta býli millum Ljósavatns og Fremstafells, sem settist niður á þann hátt að þetta skyldi vera kirkjueign, og er nú haldin jörð út af fyrir sig. ... Landskuld lx (60) álnir, og so að fornu. Betalast með fiskatali í sauðum eður prjónlesi heim til umboðsmannsins á Ljósavatni. (Jarðabók XI, Þingeyjarsýsla, bls. 134-135.)

Nafnið hefur verið talið dregið af mannsnafninu Hrifla sem kom fyrir í fornu máli en var ákaflega sjaldgæft. Dæmi eru um nafnið víðar í örnefnum. Á afrétti Flóa og Skeiða kemur fleirtölumynd af nafninu fyrir: „Vestan undir þessum hæðum [Fitjarásum] eru ljótar urðardyngjur, heita þær Hriflur.“ Í Mývatnssveit er til örnefnið Hriflumór, svo kallast gróið hraun milli Norðurhnjúka og Hæða í landi Reykjahlíðar.

Merking orðsins hrifla er líklega ʻeitthvað ósléttʼ, samanber orð eins og hrufóttur og hrufla. Bærinn Hrifla stendur við jaðar mikils hrauns sem runnið hefur norður Bárðardal. Mikill hraunkambur endar rétt sunnan við Hriflu. Sennilega dregur bærinn nafn af ósléttu hrauninu rétt eins og hin Hriflu-nöfnin taka nafn af umhverfi sínu.

Jónas Jónsson (1885-1968) rithöfundur, skólastjóri, alþingismaður, ráðherra og formaður Framsóknarflokksins var fæddur og uppalinn á Hriflu og jafnan kenndur við bæinn.

Í örnefnaskrá Hriflu og Hrúteyjar eftir Alfreð Ásmundsson segir eftirfarandi um örnefnið Geymsluhól: „En það nafn er þann veg tilkomið að þegar Kristján og Jónas Jónssynir voru litlir drengir í Hriflu nokkru fyrir 1900 voru þeir látnir reka fé til beitar suðaustur að fljóti. En þegar þarna var komið var Jónas orðinn mjög lúinn, en hann var yngri. Geymdi þá Kristján hann hjá þessum hól meðan hann rak féð lengra. En eftir þetta festist nafnið við hólinn.“

Jónas þessi sem nefndur var að ofan er sá hinn sami og kenndur var við bæinn og jafnan nefndur Jónas frá Hriflu. Þar var hann fæddur og uppalinn og átti jörðina síðan lengi. Jónas lét mikið til sín taka í stjórnmálum og skólamálum og var ráðherra um hríð á fyrri hluta 20. aldar.

Á Syðri-Húsabakka í Seyluhreppi í Skagafirði er enn fremur til örnefnið Hrifla. Í örnefnaskrá segir: „Hrifla er nafn á rústum af engjakofa, milli Pálsheygarðs og Hólsins. Hann var frá Syðri-Húsabakka og byggður í tíð þeirra feðga, Jóns [Jónssonar] og Sigurðar [Jónssonar]. Hrifla var kofi úr torfi með bárujárnplötur yfir. Á þeim tíma var stjórnmálamaðurinn Jónas frá Hriflu upp á sitt besta og kann nafn kofans hafa á einhvern hátt ráðist af því.“

Heimildir og myndir:

  • Þórhallur Vilmundarson um Hriflu í Grímni 2 (1983), bls. 99.
  • Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns
  • Örnefnaskrá í Örefnasafni
  • Mynd frá Hriflu: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. (Sótt 30. 5. 2013).
  • Mynd af Jónasi frá Hriflu: Althingi.is. (Sótt 30. 5. 2013).


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Hallgrímur J.  Ámundason

fyrrverandi verkefnisstjóri nafnfræðisviðs á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

4.6.2013

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Hallgrímur J. Ámundason. „Hvað merkir bæjarnafnið Hrifla?“ Vísindavefurinn, 4. júní 2013, sótt 6. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65380.

Hallgrímur J. Ámundason. (2013, 4. júní). Hvað merkir bæjarnafnið Hrifla? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65380

Hallgrímur J. Ámundason. „Hvað merkir bæjarnafnið Hrifla?“ Vísindavefurinn. 4. jún. 2013. Vefsíða. 6. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65380>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað merkir bæjarnafnið Hrifla?
Bærinn Hrifla er í gamla Ljósavatnshreppi í Suður-Þingeyjarsýslu, nú Þingeyjarsveit. Jörðin liggur vestan Skjálfandafljóts, ekki langt frá Goðafossi. Nafnið mun upphaflega hafa verið Hriflugerði en síðan styst í Hriflu. Elsta dæmið um nafnið í skjölum er frá 1390 og stendur þar „hriflugerdi“. Nafnið hefur stundum verið skrifað „Hryfla“ eða jafnvel „Hrufla“.

Hrifla í Þingeyjarsveit, áður Ljósavatnshreppur.

„Hriflugerði, kallst nú almennilega Hrifla“ segir í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns.
Eigandinn Ljósavatnskirkja og proprietarii þar til, so sem haldið hefur verið í manna minni, en so gánga sögur af að ágreiníngur hafi verið um þetta býli millum Ljósavatns og Fremstafells, sem settist niður á þann hátt að þetta skyldi vera kirkjueign, og er nú haldin jörð út af fyrir sig. ... Landskuld lx (60) álnir, og so að fornu. Betalast með fiskatali í sauðum eður prjónlesi heim til umboðsmannsins á Ljósavatni. (Jarðabók XI, Þingeyjarsýsla, bls. 134-135.)

Nafnið hefur verið talið dregið af mannsnafninu Hrifla sem kom fyrir í fornu máli en var ákaflega sjaldgæft. Dæmi eru um nafnið víðar í örnefnum. Á afrétti Flóa og Skeiða kemur fleirtölumynd af nafninu fyrir: „Vestan undir þessum hæðum [Fitjarásum] eru ljótar urðardyngjur, heita þær Hriflur.“ Í Mývatnssveit er til örnefnið Hriflumór, svo kallast gróið hraun milli Norðurhnjúka og Hæða í landi Reykjahlíðar.

Merking orðsins hrifla er líklega ʻeitthvað ósléttʼ, samanber orð eins og hrufóttur og hrufla. Bærinn Hrifla stendur við jaðar mikils hrauns sem runnið hefur norður Bárðardal. Mikill hraunkambur endar rétt sunnan við Hriflu. Sennilega dregur bærinn nafn af ósléttu hrauninu rétt eins og hin Hriflu-nöfnin taka nafn af umhverfi sínu.

Jónas Jónsson (1885-1968) rithöfundur, skólastjóri, alþingismaður, ráðherra og formaður Framsóknarflokksins var fæddur og uppalinn á Hriflu og jafnan kenndur við bæinn.

Í örnefnaskrá Hriflu og Hrúteyjar eftir Alfreð Ásmundsson segir eftirfarandi um örnefnið Geymsluhól: „En það nafn er þann veg tilkomið að þegar Kristján og Jónas Jónssynir voru litlir drengir í Hriflu nokkru fyrir 1900 voru þeir látnir reka fé til beitar suðaustur að fljóti. En þegar þarna var komið var Jónas orðinn mjög lúinn, en hann var yngri. Geymdi þá Kristján hann hjá þessum hól meðan hann rak féð lengra. En eftir þetta festist nafnið við hólinn.“

Jónas þessi sem nefndur var að ofan er sá hinn sami og kenndur var við bæinn og jafnan nefndur Jónas frá Hriflu. Þar var hann fæddur og uppalinn og átti jörðina síðan lengi. Jónas lét mikið til sín taka í stjórnmálum og skólamálum og var ráðherra um hríð á fyrri hluta 20. aldar.

Á Syðri-Húsabakka í Seyluhreppi í Skagafirði er enn fremur til örnefnið Hrifla. Í örnefnaskrá segir: „Hrifla er nafn á rústum af engjakofa, milli Pálsheygarðs og Hólsins. Hann var frá Syðri-Húsabakka og byggður í tíð þeirra feðga, Jóns [Jónssonar] og Sigurðar [Jónssonar]. Hrifla var kofi úr torfi með bárujárnplötur yfir. Á þeim tíma var stjórnmálamaðurinn Jónas frá Hriflu upp á sitt besta og kann nafn kofans hafa á einhvern hátt ráðist af því.“

Heimildir og myndir:

  • Þórhallur Vilmundarson um Hriflu í Grímni 2 (1983), bls. 99.
  • Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns
  • Örnefnaskrá í Örefnasafni
  • Mynd frá Hriflu: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. (Sótt 30. 5. 2013).
  • Mynd af Jónasi frá Hriflu: Althingi.is. (Sótt 30. 5. 2013).


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi.

...