Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Af hverju er skurnin á sumum soðnum eggjum föst á en ekki á öðrum?

EDS

Flestir sem tekið hafa utan af soðnum eggjum kannast við að miserfitt getur verið að ná skurninni af. Stundum nánast flettist skurnin af með örfáum handtökum en í öðrum tilfellum er hún nánast föst við hvítuna þannig að það þarf að kroppa hana af í litlum bitum og oft fylgir hluti af hvítunni með.

Á egginu til vinstri fór skurnin auðveldlega af þegar tekið var utan af egginu. Á því til hægri vildi hvítan fylgja með og eggið lítur ekkert sérstaklega vel út eftir þá aðgerð.

Vísindavefnum er ekki kunnugt um hvort gerðar hafa verið vísindalegar rannsóknir á viðloðun eggjahvítu við skurn og því var gripið til þess ráðs að kynna sér hvað hægt er að finna á veraldarvefnum um þetta efni.

Sú skýring sem oftast virðist gefin á þessu er að það sé aldur eggjanna sem fyrst og fremst skipti máli í þessu sambandi. Á milli eggjaskurnar og eggjahvítu er himna sem kallast skjall. Hvítan í nýorpnum eggjum hefur lægra ph-gildi en hvíta í eldri eggjum og það virðist hafa áhrif á viðloðun við himnuna. Á eggjaskurninni eru lítil op og um þau fara fram loftskipti. Eftir varp berst koltvíoxíð úr hvítunni út úr egginu en jafnframt berst loft inn um götin. Þetta hefur þær afleiðingar að pH-gildi hvítunnar hækkar sem leiðir til þess að hvítan er ekki eins föst við skjallið og því auðveldara að ná skurninni af. Einnig dregst innihald eggsins aðeins saman eftir því sem það eldist og því verður meira loftfyllt rými á milli himnu og skurnar sem gerir það að verkum að skurnin næst auðveldar af.

Þessi skýring hljómar sennilega en þess skal getið að ekki vildu allir kannast við að aldurinn skipti máli. Í framhaldinu var sú skýring einnig borin undir hóp fólks sem ræktar íslenskar landnámshænur og er því vant að borða nýorpin egg. Sá hópur vildi ekki taka undir að skurnin væri fastari við hvítuna þó eggin væru mjög ný en taldi frekar að kælingin eftir suðu hefði áhrif.

Það eru sem sagt ekki samhljóða skýringar á því hvers vegna stundum reynist erfitt að ná skurninni af og stundum ekki. Og eins og áður kom fram er ekki vitað til þess að þetta hafi verið vísindalega rannsakað.

Ýmis ráð er að finna á vefnum um hvernig best sé að ná skurn af soðnum eggjum. Fyrir utan að sjóða eggin ekki alveg glæný þá er yfirleitt nefnt að ef eggið er sett í kalt vatn um leið og það er soðið losni skurnin betur frá og einnig sé gott að losa skurnina strax undir köldu rennandi vatni. Þá er líka bent á að dálítill matarsódi eða salt í vatnið sem eggin eru soðin í geti hjálpað. Vísindavefurinn tekur þó enga ábyrgð á því hvernig þessi ráð virka.

Ef það vefst fyrir einhverjum hvernig á að sjóða egg má til dæmis benda á upplýsingar á vef Leiðbeiningastöðvar heimilanna.

Heimildir og mynd:


Upprunalega spurningin:
Ég vinn í mötuneyti og við erum að sjóða egg á gufu í ofni, og það vill stundum verða erfitt að taka skurninn af egginu. Getur það verið út af aldri eggjanna eða hvort við kælum þau ekki nógu fljótt? En við sjóðum þau alltaf eins, yfirleitt er ekkert mál að taka utan af þeim, en stundum eins og skurninn sé fastur á þeim.

Höfundur

Útgáfudagur

4.7.2014

Spyrjandi

Bjarni Gunnarsson, Gísli Vilhjálmur Jónsson

Tilvísun

EDS. „Af hverju er skurnin á sumum soðnum eggjum föst á en ekki á öðrum?“ Vísindavefurinn, 4. júlí 2014. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=65416.

EDS. (2014, 4. júlí). Af hverju er skurnin á sumum soðnum eggjum föst á en ekki á öðrum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=65416

EDS. „Af hverju er skurnin á sumum soðnum eggjum föst á en ekki á öðrum?“ Vísindavefurinn. 4. júl. 2014. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=65416>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er skurnin á sumum soðnum eggjum föst á en ekki á öðrum?
Flestir sem tekið hafa utan af soðnum eggjum kannast við að miserfitt getur verið að ná skurninni af. Stundum nánast flettist skurnin af með örfáum handtökum en í öðrum tilfellum er hún nánast föst við hvítuna þannig að það þarf að kroppa hana af í litlum bitum og oft fylgir hluti af hvítunni með.

Á egginu til vinstri fór skurnin auðveldlega af þegar tekið var utan af egginu. Á því til hægri vildi hvítan fylgja með og eggið lítur ekkert sérstaklega vel út eftir þá aðgerð.

Vísindavefnum er ekki kunnugt um hvort gerðar hafa verið vísindalegar rannsóknir á viðloðun eggjahvítu við skurn og því var gripið til þess ráðs að kynna sér hvað hægt er að finna á veraldarvefnum um þetta efni.

Sú skýring sem oftast virðist gefin á þessu er að það sé aldur eggjanna sem fyrst og fremst skipti máli í þessu sambandi. Á milli eggjaskurnar og eggjahvítu er himna sem kallast skjall. Hvítan í nýorpnum eggjum hefur lægra ph-gildi en hvíta í eldri eggjum og það virðist hafa áhrif á viðloðun við himnuna. Á eggjaskurninni eru lítil op og um þau fara fram loftskipti. Eftir varp berst koltvíoxíð úr hvítunni út úr egginu en jafnframt berst loft inn um götin. Þetta hefur þær afleiðingar að pH-gildi hvítunnar hækkar sem leiðir til þess að hvítan er ekki eins föst við skjallið og því auðveldara að ná skurninni af. Einnig dregst innihald eggsins aðeins saman eftir því sem það eldist og því verður meira loftfyllt rými á milli himnu og skurnar sem gerir það að verkum að skurnin næst auðveldar af.

Þessi skýring hljómar sennilega en þess skal getið að ekki vildu allir kannast við að aldurinn skipti máli. Í framhaldinu var sú skýring einnig borin undir hóp fólks sem ræktar íslenskar landnámshænur og er því vant að borða nýorpin egg. Sá hópur vildi ekki taka undir að skurnin væri fastari við hvítuna þó eggin væru mjög ný en taldi frekar að kælingin eftir suðu hefði áhrif.

Það eru sem sagt ekki samhljóða skýringar á því hvers vegna stundum reynist erfitt að ná skurninni af og stundum ekki. Og eins og áður kom fram er ekki vitað til þess að þetta hafi verið vísindalega rannsakað.

Ýmis ráð er að finna á vefnum um hvernig best sé að ná skurn af soðnum eggjum. Fyrir utan að sjóða eggin ekki alveg glæný þá er yfirleitt nefnt að ef eggið er sett í kalt vatn um leið og það er soðið losni skurnin betur frá og einnig sé gott að losa skurnina strax undir köldu rennandi vatni. Þá er líka bent á að dálítill matarsódi eða salt í vatnið sem eggin eru soðin í geti hjálpað. Vísindavefurinn tekur þó enga ábyrgð á því hvernig þessi ráð virka.

Ef það vefst fyrir einhverjum hvernig á að sjóða egg má til dæmis benda á upplýsingar á vef Leiðbeiningastöðvar heimilanna.

Heimildir og mynd:


Upprunalega spurningin:
Ég vinn í mötuneyti og við erum að sjóða egg á gufu í ofni, og það vill stundum verða erfitt að taka skurninn af egginu. Getur það verið út af aldri eggjanna eða hvort við kælum þau ekki nógu fljótt? En við sjóðum þau alltaf eins, yfirleitt er ekkert mál að taka utan af þeim, en stundum eins og skurninn sé fastur á þeim.
...