Sólin Sólin Rís 03:45 • sest 23:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:29 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:45 • sest 23:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:29 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur íslenski siðurinn að þakka fyrir matinn?

Árni Björnsson

Spurningin í heild var:

Hvaðan kemur íslenski siðurinn að þakka fyrir matinn þegar maður er búinn að borða? Ég þekki þetta ekki frá Þýskalandi.

Þýskir siðir geta verið talsvert mismunandi eftir landshlutum en víðast hvar er ekki venja að þakka fyrir matinn á sama hátt og á Íslandi eða annars staðar á Norðurlöndum. Þessi munur hefur verið til staðar að minnsta kosti frá því á 16. öld. Danski sagnfræðingurinn Troels-Lund segir í hinu mikla riti sínu Dagligt Liv i i Norden i det 16. aarhundrede:

Útlendingar sem heimsóttu Norðurlönd lýstu oft undrun sinni vegna hinna mörgu handabanda og blessunarorða sem menn skiptust hér á: Þegar menn komu til borðs, ölkannan gekk, máltíð var lokið; við hvert tækifæri tókust menn í hendur og sögðu ‘verði þér að góðu’, ‘Guð blessi þig’ eða annað álíka.’


Vera má að siðurinn að þakka fyrir matinn eigi uppruna í síðustu kvöldmáltíðinni þar sem Jesú gjörði þakkir. Myndin er eftir Tintoretto (1594).

Ekki sjást dæmi um þessa venju í íslenskum heimildum frá fyrri öldum, en þó er ekki þar með sagt að hún hafi ekki verið við lýði hér á landi. Óvíst er hvaða ályktun má draga af því atviki í Manni og konu eftir Jón Thoroddsen þegar mathákurinn Bjarni á Leiti hefur innbyrt máltíð á við þrjá og segir við Sigrúnu: „Hérna, stúlka góð, færðu húsmóðurinni það, og skilaðu þakklæti og segðu, að ég hafi fengið sæmilega nóg.“

Í blaðinu Dagskrá árið 1896 eru borðsiðir Íslendinga bornir saman við venjur annars staðar og segir þar meðal annars:

‘Guð laun matinn’ er enn víða sagt þegar maturinn er borinn á borð, en þó mun þessi siður vera að leggjast mjög af, enda virðist slíkt ávarp allt of hátíðlegt, þó manni sé gefin máltíð. - Þakkir eptir borðhald eru alsiða þar sem húsráðandi er með, en munu ekki tíðkast þar sem menn matast hver í sínu lagi.

Greinarhöfundur telur að þetta tíðkist einkum upp til sveita og meðal fátækara fólks; aðalrótin sé örbirgð landsmanna og harðæri um margar aldir og þannig sé tilkominn sá siður að þakka veitanda hátíðlega.

Sennilega hefur siðurinn þó borist hingað frá Danmörku. Vel má vera að hann sé ættaður úr frásögn guðspjallanna af síðustu kvöldmáltíð Jesú Krists með lærisveinunum þegar hann braut brauðið, útdeildi víninu og gjörði þakkir.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd

 • Frederik Troels-Lund. Dagligt Liv i Norden i det sekstende Aarhundrede. I-IV. Kh. 1903-1904.
 • Else Marie Kofod. Skik og brug. Håndbog om traditioner og skikke i dagens Danmark. Kh. 1904, 26-27.
 • Skáldsögur Jóns Thoroddsens. Síðara bindi. Steingrímur J. Þorsteinsson gaf út. Rv. 1942, 180.
 • Dagskrá. Ritstjóri Einar Benediktsson. Rv. 1896, 127.
 • Biblían. Rv. 1981. Nýja testamentið, 36, 63, 105.
 • Mynd: Image:Tintosoup.jpg. Wikipedia: The Free Encyclopedia.

Höfundur

Árni Björnsson

dr. phil. í menningarsögu

Útgáfudagur

21.3.2007

Spyrjandi

Elena Teuffer

Tilvísun

Árni Björnsson. „Hvaðan kemur íslenski siðurinn að þakka fyrir matinn?“ Vísindavefurinn, 21. mars 2007, sótt 16. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6546.

Árni Björnsson. (2007, 21. mars). Hvaðan kemur íslenski siðurinn að þakka fyrir matinn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6546

Árni Björnsson. „Hvaðan kemur íslenski siðurinn að þakka fyrir matinn?“ Vísindavefurinn. 21. mar. 2007. Vefsíða. 16. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6546>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur íslenski siðurinn að þakka fyrir matinn?
Spurningin í heild var:

Hvaðan kemur íslenski siðurinn að þakka fyrir matinn þegar maður er búinn að borða? Ég þekki þetta ekki frá Þýskalandi.

Þýskir siðir geta verið talsvert mismunandi eftir landshlutum en víðast hvar er ekki venja að þakka fyrir matinn á sama hátt og á Íslandi eða annars staðar á Norðurlöndum. Þessi munur hefur verið til staðar að minnsta kosti frá því á 16. öld. Danski sagnfræðingurinn Troels-Lund segir í hinu mikla riti sínu Dagligt Liv i i Norden i det 16. aarhundrede:

Útlendingar sem heimsóttu Norðurlönd lýstu oft undrun sinni vegna hinna mörgu handabanda og blessunarorða sem menn skiptust hér á: Þegar menn komu til borðs, ölkannan gekk, máltíð var lokið; við hvert tækifæri tókust menn í hendur og sögðu ‘verði þér að góðu’, ‘Guð blessi þig’ eða annað álíka.’


Vera má að siðurinn að þakka fyrir matinn eigi uppruna í síðustu kvöldmáltíðinni þar sem Jesú gjörði þakkir. Myndin er eftir Tintoretto (1594).

Ekki sjást dæmi um þessa venju í íslenskum heimildum frá fyrri öldum, en þó er ekki þar með sagt að hún hafi ekki verið við lýði hér á landi. Óvíst er hvaða ályktun má draga af því atviki í Manni og konu eftir Jón Thoroddsen þegar mathákurinn Bjarni á Leiti hefur innbyrt máltíð á við þrjá og segir við Sigrúnu: „Hérna, stúlka góð, færðu húsmóðurinni það, og skilaðu þakklæti og segðu, að ég hafi fengið sæmilega nóg.“

Í blaðinu Dagskrá árið 1896 eru borðsiðir Íslendinga bornir saman við venjur annars staðar og segir þar meðal annars:

‘Guð laun matinn’ er enn víða sagt þegar maturinn er borinn á borð, en þó mun þessi siður vera að leggjast mjög af, enda virðist slíkt ávarp allt of hátíðlegt, þó manni sé gefin máltíð. - Þakkir eptir borðhald eru alsiða þar sem húsráðandi er með, en munu ekki tíðkast þar sem menn matast hver í sínu lagi.

Greinarhöfundur telur að þetta tíðkist einkum upp til sveita og meðal fátækara fólks; aðalrótin sé örbirgð landsmanna og harðæri um margar aldir og þannig sé tilkominn sá siður að þakka veitanda hátíðlega.

Sennilega hefur siðurinn þó borist hingað frá Danmörku. Vel má vera að hann sé ættaður úr frásögn guðspjallanna af síðustu kvöldmáltíð Jesú Krists með lærisveinunum þegar hann braut brauðið, útdeildi víninu og gjörði þakkir.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd

 • Frederik Troels-Lund. Dagligt Liv i Norden i det sekstende Aarhundrede. I-IV. Kh. 1903-1904.
 • Else Marie Kofod. Skik og brug. Håndbog om traditioner og skikke i dagens Danmark. Kh. 1904, 26-27.
 • Skáldsögur Jóns Thoroddsens. Síðara bindi. Steingrímur J. Þorsteinsson gaf út. Rv. 1942, 180.
 • Dagskrá. Ritstjóri Einar Benediktsson. Rv. 1896, 127.
 • Biblían. Rv. 1981. Nýja testamentið, 36, 63, 105.
 • Mynd: Image:Tintosoup.jpg. Wikipedia: The Free Encyclopedia.
...