Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Er til eitthvað orð fyrir kvenkyns hrafn? Eru almennt til orð yfir karlkyns- og kvenkyns fugla?

Ekki er mikið um að karl- og kvenfuglar séu greindir að með mismunandi heitum. Undirritaðri er ekki kunnugt um að kvenhrafninn eigi sérstakt heiti. Það á aftur á móti kvenörninn sem kölluð er assa. Æðarkollan er nefnd æður en karlfuglinn bliki og æðarbliki. Meðal annarra andfugla ber karlinn heitið steggur eða andarsteggur en kvenfuglinn er aftur á móti kallaður önd sem einnig er samheiti fyrir bæði kynin. Karlgæsin er stundum nefnd steggur en oftar gæsarsteggur en kvenfuglinn aðeins gæs.

Hrafn

Mynd:
  • Common Raven. (Sótt 6.09.2013). Myndina tók Jakob Sigurðsson og hún er birt á Vísindavefnum með góðfúslegu leyfi hans.

Útgáfudagur

12.9.2013

Spyrjandi

Guðmundur Freyr Pálsson

Efnisorð

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Er til eitthvað orð fyrir kvenkyns hrafn? Eru almennt til orð yfir karlkyns- og kvenkyns fugla? “ Vísindavefurinn, 12. september 2013. Sótt 25. maí 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=65685.

Guðrún Kvaran. (2013, 12. september). Er til eitthvað orð fyrir kvenkyns hrafn? Eru almennt til orð yfir karlkyns- og kvenkyns fugla? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=65685

Guðrún Kvaran. „Er til eitthvað orð fyrir kvenkyns hrafn? Eru almennt til orð yfir karlkyns- og kvenkyns fugla? “ Vísindavefurinn. 12. sep. 2013. Vefsíða. 25. maí. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=65685>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Hilmar Malmquist

1957

Hilmar J. Malmquist er líffræðingur og forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands. Auk starfa að náttúruvernd og umhverfismálum og miðlun náttúrufræða með kennslu, sýningahaldi og útgáfu, hefur Hilmar einkum sinnt rannsóknum í vatnavistfræði.