
Hér hefur ekki verið kafað mjög nákvæmlega ofan í innhald hinna ýmsu tegunda sælgætis en þetta gefur einhverja hugmynd. Kjarni málsins er kannski að sælgæti inniheldur yfirleitt mikinn sykur, og er þar af leiðandi orkuríkt, en hefur lítið af nauðsynlegum næringarefnum. Þó það sé gott á bragðið er því betra að fara varlega þar sem of mikið sælgætisát getur bæði haft í för með sér ofþyngd og skemmdar tennur. Auk þess hefur sælgætisát fyrir máltíðir óeðlileg og óæskileg áhrif á matarvenjur að öðru leyti. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Er hægt að grennast með því að tyggja mikið tyggjó? eftir Bryndísi Evu Birgisdóttur
- Af hverju þyrstir okkur í sætindi, og af hverju finnast okkur þau góð? eftir Bryndísi Evu Birgisdóttur
- Er hættulegt að kyngja tyggjói? eftir EDS
- Af hverju fær maður spik af nammi og óhollum mat? eftir EDS
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.