Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Úr hverju er nammi?

EDS

Innihald sælgætis fer alveg eftir því um hvaða sælgæti er að ræða. Eins og fram kemur í svari Björns Sigurðar Gunnarssonar við spurningunni Hvaða áhrif hefur súkkulaði á líkamann? er súkkulaði gert úr kakóbaunum. Úr baununum er unnið kakósmjör sem er eitt mikilvægasta innihaldsefni súkkulaðis, auk malaðra kakóbauna, sykurs og bragðefna. Í ljóst súkkulaði er einnig notað mjólkurduft, og er slíkt súkkulaði nefnt mjólkursúkkulaði eða rjómasúkkulaði.

Brjóstsykur og karamellur eru aðallega sykur og vatn, og jafnvel sýróp, sem soðið er saman og bragð- og litarefnum bætt í. Eftir því sem hitinn á sykur- og vatnsblöndunni er hærri því harðara verður sælgætið, brjóstsykur verður því til við mun meiri hita en karamellur. Hlaup er aðallega gert út gelatíni, sykri og glúkósasýrópi, auk bragð- og litarefna. Allt tyggigúmmí er að grunninum til úr náttúrulegu eða tilbúnu gúmmíi sem gefur því seigluna og teygjanleikann sem menn sækjast eftir en auk þess er í tyggjóinu einhvers konar mýkingarefni, til dæmis jurtaolía, sykur eða sætuefni, önnur bragðefni og litarefni.



Hér hefur ekki verið kafað mjög nákvæmlega ofan í innhald hinna ýmsu tegunda sælgætis en þetta gefur einhverja hugmynd. Kjarni málsins er kannski að sælgæti inniheldur yfirleitt mikinn sykur, og er þar af leiðandi orkuríkt, en hefur lítið af nauðsynlegum næringarefnum. Þó það sé gott á bragðið er því betra að fara varlega þar sem of mikið sælgætisát getur bæði haft í för með sér ofþyngd og skemmdar tennur. Auk þess hefur sælgætisát fyrir máltíðir óeðlileg og óæskileg áhrif á matarvenjur að öðru leyti.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

30.3.2007

Spyrjandi

Sylvía Daðadóttir, f. 1994

Tilvísun

EDS. „Úr hverju er nammi?“ Vísindavefurinn, 30. mars 2007, sótt 11. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6569.

EDS. (2007, 30. mars). Úr hverju er nammi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6569

EDS. „Úr hverju er nammi?“ Vísindavefurinn. 30. mar. 2007. Vefsíða. 11. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6569>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Úr hverju er nammi?
Innihald sælgætis fer alveg eftir því um hvaða sælgæti er að ræða. Eins og fram kemur í svari Björns Sigurðar Gunnarssonar við spurningunni Hvaða áhrif hefur súkkulaði á líkamann? er súkkulaði gert úr kakóbaunum. Úr baununum er unnið kakósmjör sem er eitt mikilvægasta innihaldsefni súkkulaðis, auk malaðra kakóbauna, sykurs og bragðefna. Í ljóst súkkulaði er einnig notað mjólkurduft, og er slíkt súkkulaði nefnt mjólkursúkkulaði eða rjómasúkkulaði.

Brjóstsykur og karamellur eru aðallega sykur og vatn, og jafnvel sýróp, sem soðið er saman og bragð- og litarefnum bætt í. Eftir því sem hitinn á sykur- og vatnsblöndunni er hærri því harðara verður sælgætið, brjóstsykur verður því til við mun meiri hita en karamellur. Hlaup er aðallega gert út gelatíni, sykri og glúkósasýrópi, auk bragð- og litarefna. Allt tyggigúmmí er að grunninum til úr náttúrulegu eða tilbúnu gúmmíi sem gefur því seigluna og teygjanleikann sem menn sækjast eftir en auk þess er í tyggjóinu einhvers konar mýkingarefni, til dæmis jurtaolía, sykur eða sætuefni, önnur bragðefni og litarefni.



Hér hefur ekki verið kafað mjög nákvæmlega ofan í innhald hinna ýmsu tegunda sælgætis en þetta gefur einhverja hugmynd. Kjarni málsins er kannski að sælgæti inniheldur yfirleitt mikinn sykur, og er þar af leiðandi orkuríkt, en hefur lítið af nauðsynlegum næringarefnum. Þó það sé gott á bragðið er því betra að fara varlega þar sem of mikið sælgætisát getur bæði haft í för með sér ofþyngd og skemmdar tennur. Auk þess hefur sælgætisát fyrir máltíðir óeðlileg og óæskileg áhrif á matarvenjur að öðru leyti.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....