Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:03 • Sest 01:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:37 • Síðdegis: 16:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:53 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Hversu mörg lönd hafa samþykkt Kyoto-bókunina?

EDS

Á vef Loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNFCCC) er að finna lista yfir þau lönd sem hafa staðfest Kyoto-bókunina. Í febrúar 2007 höfðu 169 ríki auk Evrópusambandsins staðfest bókunina.Þau lönd sem staðfest hafa Kyoto-bókunina eru merkt með grænum, gul eru þau lönd sem hafa skrifað undir og munu væntanlega staðfesta bókunina, þau lönd sem skrifuðu undir en ætla ekki að staðfesta eru merkt rauð en gráu löndin hafa ekki tekið neina afstöðu.

Rammasamningur Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem tók gildi árið 1994 hefur það að markmiði:
Að koma í veg fyrir hættulega röskun á loftslagskerfinu af mannavöldum, og tryggja þannig að matvælaframleiðslu í heiminum verði ekki stefnt í hættu og að efnahagsþróun geti haldið áfram á sjálfbæran máta. Jafnframt er það markmið samningsins að stuðla að alþjóðlegri samvinnu um að auðvelda félagslega og efnahagslega aðlögun að loftslagsbreytingum (Umhverfisráðuneytið).

Í lok árs 1997 var samþykkt bókun við rammasamninginn sem kennd er við japönsku borgina Kyoto. Í bókuninni felst að ríki í viðauka I (það er iðnríkin, þar á meðal Ísland) skuldbinda sig til þess að halda útstreymi sex gróðurhúsalofttegunda á árunum 2008-2012 innan útstreymisheimilda sem eru 5,2% lægri en útstreymi þessara ríkja var á árinu 1990.

Til þess að bókunin öðlaðist gildi þurftu að minnsta kosti 55 aðildarríki bókunarinnar hafa staðfest hana, en þessi ríki urðu jafnframt að bera ábyrgð á að minnsta kosti 55% af losun koltvíoxíðs í heiminum. Þegar bókunin var staðfest fyrir Íslands hönd þann 23. maí 2002 var 55 ríkja markinu náð. Þegar Rússland staðfesti bókunina í október 2004 var ljóst að 55% markinu var einnig náð og gekk bókunin í gildi þann 16. febrúar 2005.

Önnur svör á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

12.4.2007

Spyrjandi

Helga Gunnarsdóttir

Tilvísun

EDS. „Hversu mörg lönd hafa samþykkt Kyoto-bókunina?“ Vísindavefurinn, 12. apríl 2007. Sótt 18. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6586.

EDS. (2007, 12. apríl). Hversu mörg lönd hafa samþykkt Kyoto-bókunina? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6586

EDS. „Hversu mörg lönd hafa samþykkt Kyoto-bókunina?“ Vísindavefurinn. 12. apr. 2007. Vefsíða. 18. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6586>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu mörg lönd hafa samþykkt Kyoto-bókunina?
Á vef Loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNFCCC) er að finna lista yfir þau lönd sem hafa staðfest Kyoto-bókunina. Í febrúar 2007 höfðu 169 ríki auk Evrópusambandsins staðfest bókunina.Þau lönd sem staðfest hafa Kyoto-bókunina eru merkt með grænum, gul eru þau lönd sem hafa skrifað undir og munu væntanlega staðfesta bókunina, þau lönd sem skrifuðu undir en ætla ekki að staðfesta eru merkt rauð en gráu löndin hafa ekki tekið neina afstöðu.

Rammasamningur Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem tók gildi árið 1994 hefur það að markmiði:
Að koma í veg fyrir hættulega röskun á loftslagskerfinu af mannavöldum, og tryggja þannig að matvælaframleiðslu í heiminum verði ekki stefnt í hættu og að efnahagsþróun geti haldið áfram á sjálfbæran máta. Jafnframt er það markmið samningsins að stuðla að alþjóðlegri samvinnu um að auðvelda félagslega og efnahagslega aðlögun að loftslagsbreytingum (Umhverfisráðuneytið).

Í lok árs 1997 var samþykkt bókun við rammasamninginn sem kennd er við japönsku borgina Kyoto. Í bókuninni felst að ríki í viðauka I (það er iðnríkin, þar á meðal Ísland) skuldbinda sig til þess að halda útstreymi sex gróðurhúsalofttegunda á árunum 2008-2012 innan útstreymisheimilda sem eru 5,2% lægri en útstreymi þessara ríkja var á árinu 1990.

Til þess að bókunin öðlaðist gildi þurftu að minnsta kosti 55 aðildarríki bókunarinnar hafa staðfest hana, en þessi ríki urðu jafnframt að bera ábyrgð á að minnsta kosti 55% af losun koltvíoxíðs í heiminum. Þegar bókunin var staðfest fyrir Íslands hönd þann 23. maí 2002 var 55 ríkja markinu náð. Þegar Rússland staðfesti bókunina í október 2004 var ljóst að 55% markinu var einnig náð og gekk bókunin í gildi þann 16. febrúar 2005.

Önnur svör á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:...