Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvenær á að nota "myrkur í máli" og hvenær "ómyrkur í máli"?

Guðrún Kvaran

Sá sem er myrkur í máli talar þannig að erfitt getur verið að skilja hvert hann er að fara, hver skoðun hans er. Þá er til dæmis hægt að segja: ,,Ræðumaðurinn var svo myrkur í máli í málflutningi sínum að áhorfendur skildu illa boðskap hans.” Oft er sagt eitthvað á þessa leið: ,,Hann var ekki myrkur í máli í ræðu sinni,” og er þá átt við að viðkomandi hafi ekki legið á skoðun sinni, sagt hana fullum hálsi. Á sama átt væri hægt að segja: ,,Hann var ómyrkur í máli í ræðu sinni,” það er ‘hreinskilinn, sagði skoðun sína,’ þar sem ó- er neitandi forskeyti sem breytir merkingu lýsingarorðsins.Lína langsokkur er þekkt fyrir hreinskilni og því ómyrk í máli.

Myrkur er lýsingarorð sem hefur fleiri en eina merkingu:
  1. ‘dimmur, dökkur’ til dæmis þegar sagt er ,,Það var orðið myrkt af nótt þegar hann loks kom heim”;
  2. ‘torskilinn’ og er það sú merkingin sem um er að ræða í myrkur í máli;
  3. ‘dulur, þungbúinn’ til dæmis myrkur í skapi, myrkar ráðagerðir.

Lýsingarorðið myrkur er eitt af erfðaorðunum í málinu og barst hingað til lands með landnámsmönnum. Til eru skyld orð í öðrum germönskum málum eins og til dæmis myrkur í færeysku, mørk í dönsku, mörk í sænsku og myrk í nýnorsku.

Forskeytið ó- er sett framan við orð til þess að breyta merkingu þess. Oftast verður þá jákvæð merking neikvæð eins og í nafnorðunum gagn–ógagn, ráð–óráð og lýsingarorðunum ljós–óljós, fær–ófær. Neikvæð merking getur stundum orðið jákvæð eins og í latur–ólatur, myrkur–ómyrkur. Til eru einnig dæmi um að merking breytist lítið sem ekkert, til dæmis er lítill munur á orðunum læti og ólæti.

Mynd: Dagbladet.no

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

17.4.2007

Spyrjandi

Ásgeir Ingvarsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvenær á að nota "myrkur í máli" og hvenær "ómyrkur í máli"?“ Vísindavefurinn, 17. apríl 2007. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6594.

Guðrún Kvaran. (2007, 17. apríl). Hvenær á að nota "myrkur í máli" og hvenær "ómyrkur í máli"? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6594

Guðrún Kvaran. „Hvenær á að nota "myrkur í máli" og hvenær "ómyrkur í máli"?“ Vísindavefurinn. 17. apr. 2007. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6594>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær á að nota "myrkur í máli" og hvenær "ómyrkur í máli"?
Sá sem er myrkur í máli talar þannig að erfitt getur verið að skilja hvert hann er að fara, hver skoðun hans er. Þá er til dæmis hægt að segja: ,,Ræðumaðurinn var svo myrkur í máli í málflutningi sínum að áhorfendur skildu illa boðskap hans.” Oft er sagt eitthvað á þessa leið: ,,Hann var ekki myrkur í máli í ræðu sinni,” og er þá átt við að viðkomandi hafi ekki legið á skoðun sinni, sagt hana fullum hálsi. Á sama átt væri hægt að segja: ,,Hann var ómyrkur í máli í ræðu sinni,” það er ‘hreinskilinn, sagði skoðun sína,’ þar sem ó- er neitandi forskeyti sem breytir merkingu lýsingarorðsins.Lína langsokkur er þekkt fyrir hreinskilni og því ómyrk í máli.

Myrkur er lýsingarorð sem hefur fleiri en eina merkingu:
  1. ‘dimmur, dökkur’ til dæmis þegar sagt er ,,Það var orðið myrkt af nótt þegar hann loks kom heim”;
  2. ‘torskilinn’ og er það sú merkingin sem um er að ræða í myrkur í máli;
  3. ‘dulur, þungbúinn’ til dæmis myrkur í skapi, myrkar ráðagerðir.

Lýsingarorðið myrkur er eitt af erfðaorðunum í málinu og barst hingað til lands með landnámsmönnum. Til eru skyld orð í öðrum germönskum málum eins og til dæmis myrkur í færeysku, mørk í dönsku, mörk í sænsku og myrk í nýnorsku.

Forskeytið ó- er sett framan við orð til þess að breyta merkingu þess. Oftast verður þá jákvæð merking neikvæð eins og í nafnorðunum gagn–ógagn, ráð–óráð og lýsingarorðunum ljós–óljós, fær–ófær. Neikvæð merking getur stundum orðið jákvæð eins og í latur–ólatur, myrkur–ómyrkur. Til eru einnig dæmi um að merking breytist lítið sem ekkert, til dæmis er lítill munur á orðunum læti og ólæti.

Mynd: Dagbladet.no

...