Sólin Sólin Rís 03:05 • sest 23:50 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:00 • Sest 10:08 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:31 • Síðdegis: 23:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:25 • Síðdegis: 16:32 í Reykjavík

Hvað eru völvur?

Árni Björnsson

Völva er norrænt nafn á spákonu sem um leið gat verið göldrótt. Slíkar kvenverur þekkjast víða í heimi undir ýmsum heitum. Kunnastar eru hinar grísku sibyllur sem áttu að vera fylltar af andagift Appollons. Heiti þeirra hefur verið þýtt sem völvur á íslensku. Helsti munur á nornum og völvum er sá að nornir eru taldar skapa mönnum örlög (sjá Hver er munurinn á örlögum og forlögum? eftir Guðrúnu Kvaran) en völvur spá einungis fyrir um örlögin.

Rómverski sagnaritarinn Tacitus skrifaði um árið 100 e.Kr. stutta lýsingu á landsvæði sem hann nefndi Germania og samsvarar að nokkru leyti því sem nú heitir Þýskaland. Tacitus kom reyndar aldrei sjálfur á þær slóðir og mun hafa farið eftir frásögnum rómverskra hermanna. Hann segir Germana trúa því að sumar konur hafi sérstaka forspárhæfileika og nefnir tvær þeirra með nafni. Heitir önnur Veleda en nafn hinnar mætti stafsetja á nútímavísu sem Álfrún.

Gríski landfræðingurinn Strabo sem uppi var um svipað leyti segir að gamlar konur í hvítum kyrtlum fylgi her Germana og lesi vígspár úr blóði fanga. Þeim Tacitus ber saman um að spákonurnar hafi staf í hendi. Orðið völva mun einmitt dregið af orðinu völur sem merkir stafur og í þessu samhengi líklega töfrastafur. Völva er þá sú sem ber seiðstaf.


'Völva' merkir 'sú sem ber seiðstaf'. Úr sænskri útgáfu eddukvæða (1893).

Völvur koma fyrir í eddukvæðum og eru taldar búa yfir magnaðri vitneskju. Þar eru þekktust kvæðin Völuspá og Baldurs draumar. Í Hyndluljóðum 32 eru þær sagðar komnar frá Viðólfi en óvíst er hver sá forfaðir var. Einnig bregður þeim fyrir í sumum Íslendingasögum (sjá Hvað þarf að vera í sögu til þess að hún sé talin til Íslendingasagna? eftir Aðalheiði Guðmundsdóttur), og má nefna Þorbjörgu lítilvölvu í Eiríks sögu rauða, Þórdísi spákonu í Vatnsdæla sögu og Heimlaugu völvu í Gull-Þóris sögu. Ítarlegust er lýsingin í Eiríks sögu en ekki skal með því fullyrt að höfundur hennar hafi kunnað raunveruleg skil á spásögnum.

Á síðari öldum hefur orðið völva verið notað um hvers kyns spákonur, hvort sem þær spáðu í spil, bolla, kindagarnir eða þóttust sjá fram í tímann af hyggjuvitinu einu. Fyrir nokkrum áratugum kom út bók með endurminningum margvísrar konu og hét hún Völva Suðurnesja. Til var einnig að loftvog á heimili væri nefnd völva enda átti hún að spá fyrir um veður.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd

 • Dag Strömbäck. Sejd. Textstudier i nordisk religionshistoria. Lund 1935.
 • Rudolf Simek. Hugtök og heiti í norrænni goðafræði. Rv. 1993.
 • Francois-Xavier Dillmann. Les magiciens dans l’Islande ancienne. Uppsala 2006.
 • Ágúst H. Bjarnason. Saga mannsandans III, 72.
 • Eddukvæði. Útg. Gísli Sigurðsson. Rv. 1998, 402.
 • Hallgrímur Pétursson. Sálmar og kvæði II, 392.
 • Blanda V, 20.
 • Gríma hin nýja III, 90.
 • Ólafur Jóhann Sigurðsson. Fjallið og draumurinn, Rv. 1944, 86.
 • Mynd: Image:Ed0048.jpg. Wikimedia Commons.

Höfundur

Árni Björnsson

dr. phil. í menningarsögu

Útgáfudagur

25.4.2007

Spyrjandi

Anna Karen Þóroddsdóttir

Tilvísun

Árni Björnsson. „Hvað eru völvur?“ Vísindavefurinn, 25. apríl 2007. Sótt 9. júní 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=6609.

Árni Björnsson. (2007, 25. apríl). Hvað eru völvur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6609

Árni Björnsson. „Hvað eru völvur?“ Vísindavefurinn. 25. apr. 2007. Vefsíða. 9. jún. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6609>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru völvur?
Völva er norrænt nafn á spákonu sem um leið gat verið göldrótt. Slíkar kvenverur þekkjast víða í heimi undir ýmsum heitum. Kunnastar eru hinar grísku sibyllur sem áttu að vera fylltar af andagift Appollons. Heiti þeirra hefur verið þýtt sem völvur á íslensku. Helsti munur á nornum og völvum er sá að nornir eru taldar skapa mönnum örlög (sjá Hver er munurinn á örlögum og forlögum? eftir Guðrúnu Kvaran) en völvur spá einungis fyrir um örlögin.

Rómverski sagnaritarinn Tacitus skrifaði um árið 100 e.Kr. stutta lýsingu á landsvæði sem hann nefndi Germania og samsvarar að nokkru leyti því sem nú heitir Þýskaland. Tacitus kom reyndar aldrei sjálfur á þær slóðir og mun hafa farið eftir frásögnum rómverskra hermanna. Hann segir Germana trúa því að sumar konur hafi sérstaka forspárhæfileika og nefnir tvær þeirra með nafni. Heitir önnur Veleda en nafn hinnar mætti stafsetja á nútímavísu sem Álfrún.

Gríski landfræðingurinn Strabo sem uppi var um svipað leyti segir að gamlar konur í hvítum kyrtlum fylgi her Germana og lesi vígspár úr blóði fanga. Þeim Tacitus ber saman um að spákonurnar hafi staf í hendi. Orðið völva mun einmitt dregið af orðinu völur sem merkir stafur og í þessu samhengi líklega töfrastafur. Völva er þá sú sem ber seiðstaf.


'Völva' merkir 'sú sem ber seiðstaf'. Úr sænskri útgáfu eddukvæða (1893).

Völvur koma fyrir í eddukvæðum og eru taldar búa yfir magnaðri vitneskju. Þar eru þekktust kvæðin Völuspá og Baldurs draumar. Í Hyndluljóðum 32 eru þær sagðar komnar frá Viðólfi en óvíst er hver sá forfaðir var. Einnig bregður þeim fyrir í sumum Íslendingasögum (sjá Hvað þarf að vera í sögu til þess að hún sé talin til Íslendingasagna? eftir Aðalheiði Guðmundsdóttur), og má nefna Þorbjörgu lítilvölvu í Eiríks sögu rauða, Þórdísi spákonu í Vatnsdæla sögu og Heimlaugu völvu í Gull-Þóris sögu. Ítarlegust er lýsingin í Eiríks sögu en ekki skal með því fullyrt að höfundur hennar hafi kunnað raunveruleg skil á spásögnum.

Á síðari öldum hefur orðið völva verið notað um hvers kyns spákonur, hvort sem þær spáðu í spil, bolla, kindagarnir eða þóttust sjá fram í tímann af hyggjuvitinu einu. Fyrir nokkrum áratugum kom út bók með endurminningum margvísrar konu og hét hún Völva Suðurnesja. Til var einnig að loftvog á heimili væri nefnd völva enda átti hún að spá fyrir um veður.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd

 • Dag Strömbäck. Sejd. Textstudier i nordisk religionshistoria. Lund 1935.
 • Rudolf Simek. Hugtök og heiti í norrænni goðafræði. Rv. 1993.
 • Francois-Xavier Dillmann. Les magiciens dans l’Islande ancienne. Uppsala 2006.
 • Ágúst H. Bjarnason. Saga mannsandans III, 72.
 • Eddukvæði. Útg. Gísli Sigurðsson. Rv. 1998, 402.
 • Hallgrímur Pétursson. Sálmar og kvæði II, 392.
 • Blanda V, 20.
 • Gríma hin nýja III, 90.
 • Ólafur Jóhann Sigurðsson. Fjallið og draumurinn, Rv. 1944, 86.
 • Mynd: Image:Ed0048.jpg. Wikimedia Commons.
...