Med sakse og knive kan man kærlighet uddrive.*Beittir hlutir eru hættulegir og þess vegna þykja þeir ekki góð gjöf. Með því að láta borga fyrir hlutinn firra menn sig þar með allri ábyrgð. Þá má einnig líta svo á að með því að gefa vinum sínum eggvopn séu þeir að storka örlögunum og það kann ekki góðri lukku að stýra samkvæmt hjátrúnni.

Samkvæmt þjóðtrú má ekki gefa hnífa né nokkurt annað eggvopn.
* Lausleg þýðing: Hægt er að hrekja burt ástina með skærum og hnífum.
Mynd: Knife Resharpening 3. Flickr.com. Höfundur myndar er Andy Ciordia. Myndin er birt undir Creative Commons leyfi.