Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju má ekki gefa hnífa samkvæmt þjóðtrú?

Símon Jón Jóhannsson

Það er algeng hjátrú að hvorki megi gefa vinum sínum hníf né nokkurt annað eggvopn, það valdi ósamkomulagi, vinslitum eða því að menn meiði sig á hnífnum. Þess vegna verður að borga eitthvert smáræði fyrir hnífa, nálar og aðra oddhvassa hluti. Sérstaklega verða menn að gæta þess að gefa ekki slíkt í brúðargjafir. Stundum er sagt að þessir hlutir skeri í sundur vináttuna eða ástina. Í dönskum húsgangi segir til dæmis:

Med sakse og knive

kan man kærlighet uddrive.*

Beittir hlutir eru hættulegir og þess vegna þykja þeir ekki góð gjöf. Með því að láta borga fyrir hlutinn firra menn sig þar með allri ábyrgð. Þá má einnig líta svo á að með því að gefa vinum sínum eggvopn séu þeir að storka örlögunum og það kann ekki góðri lukku að stýra samkvæmt hjátrúnni.


Samkvæmt þjóðtrú má ekki gefa hnífa né nokkurt annað eggvopn.

Hnífar eru svo hins vegar góðir til varnar gegn illum öflum. Víða í þjóðtrú kemur fram að illar vættir og þeir sem gefist hafa illum öflum á vald þola ekki járn eða stál. Tilvalið er því að bregða fyrir sig hnífi verði eitthvað óhreint á vegi manns. Sums staðar er talið gott að stinga hnífi í dyrastaf við útidyr til þess að vernda heimilið fyrir illum áhrifum. Á sama hátt er sagt að vernda megi ungbörn með því að stinga hnífi í höfðagafl vöggunnar.

Það er talinn feigðarboði brotni hnífur óvænt eða leggist hnífar óvart í kross. Detti hnífur á gólf og standi upp á endann er von á gesti. Þá er sums staðar sagt að bíti hnífur ekki þegar skera skal brauð sé sá sem sker lyginn. Í íslenskri þjóðtrú er þessu öfugt farið og sagt að ljáir bíti best hjá lygnum mönnum. Áður fyrr voru gestir, einkum á Vestfjörðum, sem taldir voru lygnir látnir brýna hnífa og fleiri eggjárn. Því má svo bæta við að ekki mega menn ganga frá óbrýndum ljá í orfi því að þá kemur skrattinn og skítur á eggina og ljáirnir bíta ekki framar.


* Lausleg þýðing: Hægt er að hrekja burt ástina með skærum og hnífum.


Mynd: Knife Resharpening 3. Flickr.com. Höfundur myndar er Andy Ciordia. Myndin er birt undir Creative Commons leyfi.

Höfundur

Símon Jón Jóhannsson

þjóðfræðingur

Útgáfudagur

26.4.2007

Spyrjandi

M. G. Ingibergsson

Tilvísun

Símon Jón Jóhannsson. „Af hverju má ekki gefa hnífa samkvæmt þjóðtrú?“ Vísindavefurinn, 26. apríl 2007, sótt 20. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6611.

Símon Jón Jóhannsson. (2007, 26. apríl). Af hverju má ekki gefa hnífa samkvæmt þjóðtrú? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6611

Símon Jón Jóhannsson. „Af hverju má ekki gefa hnífa samkvæmt þjóðtrú?“ Vísindavefurinn. 26. apr. 2007. Vefsíða. 20. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6611>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju má ekki gefa hnífa samkvæmt þjóðtrú?
Það er algeng hjátrú að hvorki megi gefa vinum sínum hníf né nokkurt annað eggvopn, það valdi ósamkomulagi, vinslitum eða því að menn meiði sig á hnífnum. Þess vegna verður að borga eitthvert smáræði fyrir hnífa, nálar og aðra oddhvassa hluti. Sérstaklega verða menn að gæta þess að gefa ekki slíkt í brúðargjafir. Stundum er sagt að þessir hlutir skeri í sundur vináttuna eða ástina. Í dönskum húsgangi segir til dæmis:

Med sakse og knive

kan man kærlighet uddrive.*

Beittir hlutir eru hættulegir og þess vegna þykja þeir ekki góð gjöf. Með því að láta borga fyrir hlutinn firra menn sig þar með allri ábyrgð. Þá má einnig líta svo á að með því að gefa vinum sínum eggvopn séu þeir að storka örlögunum og það kann ekki góðri lukku að stýra samkvæmt hjátrúnni.


Samkvæmt þjóðtrú má ekki gefa hnífa né nokkurt annað eggvopn.

Hnífar eru svo hins vegar góðir til varnar gegn illum öflum. Víða í þjóðtrú kemur fram að illar vættir og þeir sem gefist hafa illum öflum á vald þola ekki járn eða stál. Tilvalið er því að bregða fyrir sig hnífi verði eitthvað óhreint á vegi manns. Sums staðar er talið gott að stinga hnífi í dyrastaf við útidyr til þess að vernda heimilið fyrir illum áhrifum. Á sama hátt er sagt að vernda megi ungbörn með því að stinga hnífi í höfðagafl vöggunnar.

Það er talinn feigðarboði brotni hnífur óvænt eða leggist hnífar óvart í kross. Detti hnífur á gólf og standi upp á endann er von á gesti. Þá er sums staðar sagt að bíti hnífur ekki þegar skera skal brauð sé sá sem sker lyginn. Í íslenskri þjóðtrú er þessu öfugt farið og sagt að ljáir bíti best hjá lygnum mönnum. Áður fyrr voru gestir, einkum á Vestfjörðum, sem taldir voru lygnir látnir brýna hnífa og fleiri eggjárn. Því má svo bæta við að ekki mega menn ganga frá óbrýndum ljá í orfi því að þá kemur skrattinn og skítur á eggina og ljáirnir bíta ekki framar.


* Lausleg þýðing: Hægt er að hrekja burt ástina með skærum og hnífum.


Mynd: Knife Resharpening 3. Flickr.com. Höfundur myndar er Andy Ciordia. Myndin er birt undir Creative Commons leyfi....