Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Af hverju tölum við um hnífapör en ekki gafflapör?

Guðrún Kvaran

Engin augljós skýring er á því hvers vegna talað er um hnífapar þegar átt er við hníf og gaffal. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er elst dæmi um orðið úr ritinu Norðanfara þar sem vísað er í texta frá 1785. Þar stendur: „hnífapör mjög fánýt“ en engin skýring er á orðinu. Í ritinu Íslenzkir þjóðhættir eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili, sem fyrst var gefið út 1934, er lýst brúðkaupsveislum undir lok 19. aldar. Þar stendur:

Til þess að hafa nægan borðbúnað, var safnað saman hnífapörum, skeiðum, djúpum og grunnum diskum og skálum sveitina á enda; en af því að jafnaðarlega var fátt af slíku dóti, einkum hnífapörum og skeiðum, á bæjum, varð oft að bjargast við sjálfskeiðinga og leirskálar“ (1961: 291–292).

Af þessum texta má ráða að skeiðar töldust ekki til hnífapara og er það algengasti skilningurinn en ekki hinn eini. Í Ritmálssafninu er dæmi úr bókinni Þvottur og ræsting, leiðbeiningabók fyrir húsmæður sem út var gefin í íslenskri þýðingu 1948. Það er svona:

Hnífapörin, gafflar, hnífar, skeiðar, er lagt fast við diskinn.

Þarna virðist höfundur svo á að skeiðar teljist einnig til hnífapara en það gæti þó legið í íslensku þýðingunni. Par er notað um tvennt af einhverju samstæðu. Ef orðinu hnífapar er flett upp í fyrstu útgáfu Íslenskrar orðabókar sem Menningarsjóður gaf út 1963 er skýringin ‘hnífur og gaffall’.

Engin augljós skýring er á því hvers vegna talað er um hnífapar þegar átt er við hníf og gaffal. Ef til vill varð hnífapar ofan á fremur en gafflapar vegna þess hve fólk var vant því að nota hníf til að matast með.

Á síðari hluta 19. aldar notaðist fólk til sveita við hornspæni (skeiðar úr horni) og vasahnífa eða aðra hnífa sem til voru og Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum skáldkona (1857–1933) skrifaði í endurminningum sínum (sjá Ritmálssafn):

þar sá ég fyrst hnífapör og stóð ógn af þeim vanda, að eiga að nota þau.

Ég get mér þess til að hnífapar hafi orðið ofan á fremur en gafflapar vegna þess hve fólk var vant því að nota hníf til að matast með og spóninn fyrir grauta, samanber orðtakið að hafa ekki til hnífs og skeiðar ‘eiga ekkert matarkyns’.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

23.8.2016

Spyrjandi

Sveinn Isebarn, f. 2000

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju tölum við um hnífapör en ekki gafflapör?“ Vísindavefurinn, 23. ágúst 2016. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=72238.

Guðrún Kvaran. (2016, 23. ágúst). Af hverju tölum við um hnífapör en ekki gafflapör? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=72238

Guðrún Kvaran. „Af hverju tölum við um hnífapör en ekki gafflapör?“ Vísindavefurinn. 23. ágú. 2016. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=72238>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju tölum við um hnífapör en ekki gafflapör?
Engin augljós skýring er á því hvers vegna talað er um hnífapar þegar átt er við hníf og gaffal. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er elst dæmi um orðið úr ritinu Norðanfara þar sem vísað er í texta frá 1785. Þar stendur: „hnífapör mjög fánýt“ en engin skýring er á orðinu. Í ritinu Íslenzkir þjóðhættir eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili, sem fyrst var gefið út 1934, er lýst brúðkaupsveislum undir lok 19. aldar. Þar stendur:

Til þess að hafa nægan borðbúnað, var safnað saman hnífapörum, skeiðum, djúpum og grunnum diskum og skálum sveitina á enda; en af því að jafnaðarlega var fátt af slíku dóti, einkum hnífapörum og skeiðum, á bæjum, varð oft að bjargast við sjálfskeiðinga og leirskálar“ (1961: 291–292).

Af þessum texta má ráða að skeiðar töldust ekki til hnífapara og er það algengasti skilningurinn en ekki hinn eini. Í Ritmálssafninu er dæmi úr bókinni Þvottur og ræsting, leiðbeiningabók fyrir húsmæður sem út var gefin í íslenskri þýðingu 1948. Það er svona:

Hnífapörin, gafflar, hnífar, skeiðar, er lagt fast við diskinn.

Þarna virðist höfundur svo á að skeiðar teljist einnig til hnífapara en það gæti þó legið í íslensku þýðingunni. Par er notað um tvennt af einhverju samstæðu. Ef orðinu hnífapar er flett upp í fyrstu útgáfu Íslenskrar orðabókar sem Menningarsjóður gaf út 1963 er skýringin ‘hnífur og gaffall’.

Engin augljós skýring er á því hvers vegna talað er um hnífapar þegar átt er við hníf og gaffal. Ef til vill varð hnífapar ofan á fremur en gafflapar vegna þess hve fólk var vant því að nota hníf til að matast með.

Á síðari hluta 19. aldar notaðist fólk til sveita við hornspæni (skeiðar úr horni) og vasahnífa eða aðra hnífa sem til voru og Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum skáldkona (1857–1933) skrifaði í endurminningum sínum (sjá Ritmálssafn):

þar sá ég fyrst hnífapör og stóð ógn af þeim vanda, að eiga að nota þau.

Ég get mér þess til að hnífapar hafi orðið ofan á fremur en gafflapar vegna þess hve fólk var vant því að nota hníf til að matast með og spóninn fyrir grauta, samanber orðtakið að hafa ekki til hnífs og skeiðar ‘eiga ekkert matarkyns’.

Mynd:

...