Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað gerist þegar maður fær heilahristing?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Heilinn er gerður úr mjög mjúkum og viðkvæmum vef. Hann er umlukinn heilahimnum og heilavökva sem ásamt höfuðkúpunni vernda hann. Þegar höfuðið verður fyrir áfalli eins og höggi kastast heilinn utan í harðan beinvef höfuðkúpunnar. Þetta getur valdið því að vefir í heilanum rifni eða togni og truflar það boðflutning og starfsemi í heilanum. Skaðinn verður oftast á svæðum djúpt í heilanum en er mjög mismikill eftir tilfellum. Samkvæmt því er heilahristingi skipt í þrjú stig.

Fyrsta stigs heilahristingur er mildur. Einstaklingurinn missir ekki meðvitund en gæti virst dasaður. Annars stigs heilahristingur er svolítið alvarlegri. Einstaklingurinn missir ekki meðvitund en er ruglaðir um skeið og man ekki eftir því sem gerðist. Þriðja stigs heilahristingur er alvarlegastur. Einstaklingurinn missir meðvitund í stuttan tíma og man ekki hvað hefur gerst.



Sumum íþróttamönnum, til dæmis í ameríska fótboltanum, er hættara við höfuðhöggi og mögulega heilahristingi en öðrum.

Helsta orsök heilahristings er höfuðhögg við bílaárekstur, fall eða líkamsárás. Helstu einkenni eru slæmur höfuðverkur, svimi, uppköst, stækkun annars sjáaldurs, óskýr sjón eða skyndilegt máttleysi í hand- eða fótlegg. Einstaklingurinn getur reynst eirðarlaus, æstur eða pirraður. Oft er skammtímaminnið skert og er einstaklingurinn þá gleyminn og endurtekur oft sömu spurningar, einkum varðandi atburðinn sem leiddi til heilahristingsins. Þessi einkenni geta varað í nokkra klukkutíma og stundum allt upp í nokkrar vikur.

Það er góð regla að fylgjast með einstaklingi sem hefur fengið höfuðhögg í sólarhring eftir að atburðurinn á sér stað. Ef hann virðist mjög ruglaður, á erfitt með gang, kastar mikið upp eða missir meðvitund á að fara með hann á slysavarðstofuna og láta lækni líta á hann. Oft er sagt að ekki megi leyfa þeim sem hefur fengið heilahristing að sofna. Þetta á einkum við ef um barn er að ræða. Ekki er hætta á ferðum þótt einstaklingur sofni ef auðvelt er að vekja hann, en ef það reynist erfitt eða ógerlegt hefur hann misst meðvitund og nauðsynlegt að koma viðkomandi strax undir læknishendur. Sumt fólk er í meiri hættu en aðrir ef það fær heilahristing. Þar er einkum átt við fólk sem er á blóðþynningarlyfjum eða er með blæðingarsjúkdóma.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör sem fjalla um heilann, til dæmis:

Einnig má benda á greinar um höfuðhögg og heilahristing á Doktor.is.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

27.4.2007

Spyrjandi

María Árnadóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað gerist þegar maður fær heilahristing?“ Vísindavefurinn, 27. apríl 2007, sótt 19. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6613.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2007, 27. apríl). Hvað gerist þegar maður fær heilahristing? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6613

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað gerist þegar maður fær heilahristing?“ Vísindavefurinn. 27. apr. 2007. Vefsíða. 19. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6613>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað gerist þegar maður fær heilahristing?
Heilinn er gerður úr mjög mjúkum og viðkvæmum vef. Hann er umlukinn heilahimnum og heilavökva sem ásamt höfuðkúpunni vernda hann. Þegar höfuðið verður fyrir áfalli eins og höggi kastast heilinn utan í harðan beinvef höfuðkúpunnar. Þetta getur valdið því að vefir í heilanum rifni eða togni og truflar það boðflutning og starfsemi í heilanum. Skaðinn verður oftast á svæðum djúpt í heilanum en er mjög mismikill eftir tilfellum. Samkvæmt því er heilahristingi skipt í þrjú stig.

Fyrsta stigs heilahristingur er mildur. Einstaklingurinn missir ekki meðvitund en gæti virst dasaður. Annars stigs heilahristingur er svolítið alvarlegri. Einstaklingurinn missir ekki meðvitund en er ruglaðir um skeið og man ekki eftir því sem gerðist. Þriðja stigs heilahristingur er alvarlegastur. Einstaklingurinn missir meðvitund í stuttan tíma og man ekki hvað hefur gerst.



Sumum íþróttamönnum, til dæmis í ameríska fótboltanum, er hættara við höfuðhöggi og mögulega heilahristingi en öðrum.

Helsta orsök heilahristings er höfuðhögg við bílaárekstur, fall eða líkamsárás. Helstu einkenni eru slæmur höfuðverkur, svimi, uppköst, stækkun annars sjáaldurs, óskýr sjón eða skyndilegt máttleysi í hand- eða fótlegg. Einstaklingurinn getur reynst eirðarlaus, æstur eða pirraður. Oft er skammtímaminnið skert og er einstaklingurinn þá gleyminn og endurtekur oft sömu spurningar, einkum varðandi atburðinn sem leiddi til heilahristingsins. Þessi einkenni geta varað í nokkra klukkutíma og stundum allt upp í nokkrar vikur.

Það er góð regla að fylgjast með einstaklingi sem hefur fengið höfuðhögg í sólarhring eftir að atburðurinn á sér stað. Ef hann virðist mjög ruglaður, á erfitt með gang, kastar mikið upp eða missir meðvitund á að fara með hann á slysavarðstofuna og láta lækni líta á hann. Oft er sagt að ekki megi leyfa þeim sem hefur fengið heilahristing að sofna. Þetta á einkum við ef um barn er að ræða. Ekki er hætta á ferðum þótt einstaklingur sofni ef auðvelt er að vekja hann, en ef það reynist erfitt eða ógerlegt hefur hann misst meðvitund og nauðsynlegt að koma viðkomandi strax undir læknishendur. Sumt fólk er í meiri hættu en aðrir ef það fær heilahristing. Þar er einkum átt við fólk sem er á blóðþynningarlyfjum eða er með blæðingarsjúkdóma.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör sem fjalla um heilann, til dæmis:

Einnig má benda á greinar um höfuðhögg og heilahristing á Doktor.is.

Heimildir og mynd:

...