Sólin Sólin Rís 07:15 • sest 19:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:55 • Sest 22:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:41 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:59 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík

Gætu tveir menn sem slást kært hvor annan fyrir líkamsárás?

Baldur S. Blöndal

Öll spurningin hljóðaði svona:

Ef að tveir menn lenda í slagsmálum og valda jafnmiklum áverkum á hvorn annan, geta báðir kært og fengið jafnþungan dóm hvor um sig eða teljast þeir kvittir?

Hér er spurt um slagsmál eða einhvers konar líkamsárás tveggja aðila og þá koma til skoðunar greinar nr. 217 og 218 í almennum hegningarlögum. Mál sem varða almenn hegningarlög sæta málsmeðferð á grundvelli laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 og það er því ákæruvaldið sem sækir þau. Einstaklingar sem taka þátt í slagsmálum hafa því ekki tök á að fara í einkamál við aðra sem tóku þátt í áflogunum.

Bardagamennirnir gætu hins vegar kært líkamsárás til lögreglu og þá gæti ákæruvaldið gefið út ákæru vegna refsiverðs verknaðs. Sökin myndi ekki falla niður milli þeirra tveggja, enda eru ofbeldisbrot af þessu tagi talin annars eðlis en til dæmis einkamál um greiðslu skuldar sem mætti afgreiða með skuldajöfnuði aðilanna. Bardagamennirnir gætu hins vegar hafa samþykkt að taka þátt í slagsmálunum og gert sér grein fyrir hættunni. Slíkt samþykki gæti skv. 2. mgr. 218. gr. c almennra hegningarlaga, orðið til refsilækkunar eða valdið því að ekki sé refsað fyrir verknaðinn ef afleiðingar líkamsárásarinnar eru ekki alvarlegar.

Menn sem slást geta kært líkamsárás til lögreglu og ákæruvaldið gæti þá gefið út ákæru vegna refsiverðs verknaðs.

Falli líkamsárás undir verknaðarlýsingu 218. gr. almennra hegningarlaga, sem er ákvæði sem fjallar um alvarlegri líkamsárásir, beinbrot og þess háttar, hvílir tilkynningarskylda til yfirvalda um slíkt. Líf og heilsa eru talin með dýrmætustu hagsmunum einstaklings, brot gegn þeim eru svo alvarleg í eðli sínu að ekki þykir fært að viðurkenna samþykki við þeim sem ástæðu til refsileysis. Því mætti draga þá almennu ályktun að ef aðili bíður mikið tímabundið eða varanlegt tjón vegna handalögmála, er ætlast til þess að yfirvöld stígi inn í og rannsaki málið. Ákvörðun um refsingu bardagamannanna færi þá eftir aðstæðum og atvikum í máli hvors þátttakenda um sig, aldri þeirra, brotasögu og fleiri þátta.

Heimildir og mynd

Höfundur

Baldur S. Blöndal

M.A.-nemi í lögfræði við HÍ

Útgáfudagur

26.11.2021

Spyrjandi

Bragi Haukur Jóhannsson

Tilvísun

Baldur S. Blöndal. „Gætu tveir menn sem slást kært hvor annan fyrir líkamsárás?“ Vísindavefurinn, 26. nóvember 2021. Sótt 24. september 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=69410.

Baldur S. Blöndal. (2021, 26. nóvember). Gætu tveir menn sem slást kært hvor annan fyrir líkamsárás? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=69410

Baldur S. Blöndal. „Gætu tveir menn sem slást kært hvor annan fyrir líkamsárás?“ Vísindavefurinn. 26. nóv. 2021. Vefsíða. 24. sep. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=69410>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Gætu tveir menn sem slást kært hvor annan fyrir líkamsárás?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Ef að tveir menn lenda í slagsmálum og valda jafnmiklum áverkum á hvorn annan, geta báðir kært og fengið jafnþungan dóm hvor um sig eða teljast þeir kvittir?

Hér er spurt um slagsmál eða einhvers konar líkamsárás tveggja aðila og þá koma til skoðunar greinar nr. 217 og 218 í almennum hegningarlögum. Mál sem varða almenn hegningarlög sæta málsmeðferð á grundvelli laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 og það er því ákæruvaldið sem sækir þau. Einstaklingar sem taka þátt í slagsmálum hafa því ekki tök á að fara í einkamál við aðra sem tóku þátt í áflogunum.

Bardagamennirnir gætu hins vegar kært líkamsárás til lögreglu og þá gæti ákæruvaldið gefið út ákæru vegna refsiverðs verknaðs. Sökin myndi ekki falla niður milli þeirra tveggja, enda eru ofbeldisbrot af þessu tagi talin annars eðlis en til dæmis einkamál um greiðslu skuldar sem mætti afgreiða með skuldajöfnuði aðilanna. Bardagamennirnir gætu hins vegar hafa samþykkt að taka þátt í slagsmálunum og gert sér grein fyrir hættunni. Slíkt samþykki gæti skv. 2. mgr. 218. gr. c almennra hegningarlaga, orðið til refsilækkunar eða valdið því að ekki sé refsað fyrir verknaðinn ef afleiðingar líkamsárásarinnar eru ekki alvarlegar.

Menn sem slást geta kært líkamsárás til lögreglu og ákæruvaldið gæti þá gefið út ákæru vegna refsiverðs verknaðs.

Falli líkamsárás undir verknaðarlýsingu 218. gr. almennra hegningarlaga, sem er ákvæði sem fjallar um alvarlegri líkamsárásir, beinbrot og þess háttar, hvílir tilkynningarskylda til yfirvalda um slíkt. Líf og heilsa eru talin með dýrmætustu hagsmunum einstaklings, brot gegn þeim eru svo alvarleg í eðli sínu að ekki þykir fært að viðurkenna samþykki við þeim sem ástæðu til refsileysis. Því mætti draga þá almennu ályktun að ef aðili bíður mikið tímabundið eða varanlegt tjón vegna handalögmála, er ætlast til þess að yfirvöld stígi inn í og rannsaki málið. Ákvörðun um refsingu bardagamannanna færi þá eftir aðstæðum og atvikum í máli hvors þátttakenda um sig, aldri þeirra, brotasögu og fleiri þátta.

Heimildir og mynd...