Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Misjafnt getur verið hvað hin ýmsu hugtök þýða bæði almennt séð og lagalega séð. Lagalega skilgreiningin á orðinu þjófnaður er til dæmis allt önnur en gengur og gerist í daglegu tali. Það sem daglega er kallað þjófnaður er hinsvegar skilgreint sem gripdeild í lagalegri merkingu og felst grundvallarmunurinn í því hvort vitni hafi verið að verknaðnum eða ekki. Þegar slíkt misræmi er milli hugtaka í lagamáli og daglegu tali þá víkur almenna merkingin fyrir lagalegu merkingunni þegar verið er að fjalla um lögfræði.
Nú skal ekki fullyrt hvort misræmi sé milli þess sem fólk almennt nefnir líkamsárás og þess sem löggjafinn kallar líkamsárás en svarið liggur í almennu hegningarlögunum nr. 19/1940. Þar má lesa út úr greinum 217 til 219 að líkamsárás teljist það þegar maður ræðst vísvitandi á annan mann og veldur honum tjóni á líkama eða heilbrigði, hvort sem um ásetning eða gáleysi er að ræða, og hljóti maður fyrir það þriggja ára fangelsi eða sektir ef um sérstakar aðstæður er um að ræða. Refsing fer síðan eftir því hversu alvarlegt tjónið er.
Almennu hegningarlögin eru mjög almennt orðuð. Þau eru fróðleg lesning fyrir þá sem eru að leita að almennum skilgreiningum á refsiverðu athæfi hér á landi.
Magnús Viðar Skúlason. „Hver er lögfræðilega skilgreiningin á líkamsárás?“ Vísindavefurinn, 24. nóvember 2000, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1172.
Magnús Viðar Skúlason. (2000, 24. nóvember). Hver er lögfræðilega skilgreiningin á líkamsárás? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1172
Magnús Viðar Skúlason. „Hver er lögfræðilega skilgreiningin á líkamsárás?“ Vísindavefurinn. 24. nóv. 2000. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1172>.