Sólin Sólin Rís 09:58 • sest 16:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:22 • Sest 09:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:27 • Síðdegis: 17:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:45 • Síðdegis: 23:59 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:58 • sest 16:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:22 • Sest 09:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:27 • Síðdegis: 17:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:45 • Síðdegis: 23:59 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig getum við vitað að verið sé að dæma réttan mann?

Halldór Gunnar Haraldsson

Lögreglan framkvæmir ítarlega rannsókn og aflar svokallaðra sönnunargagna. Sönnunargögn geta verið afar mismunandi eftir því um hvaða afbrot er að ræða. Ef um er að ræða líkamsárás geta blóðblettir á fötum hins grunaða gefið vísbendingu. Ef um ölvunarakstur er að ræða getur lögreglan tekið blóðprufu úr ökumanni sem mælir hvort ökumaðurinn hefur verið undir áhrifum áfengis við akstur. Stundum eru sjónarvottar að atburðum og er þá hægt að spyrja þá. Stundum er hægt að greina fingraför og svo framvegis. Með sönnunargögnunum er oft unnt að leiða í ljós með óyggjandi hætti hver sé sekur um afbrot. Ber þá dómara að dæma viðkomandi til refsingar eða refsikenndra viðurlaga.



Oft kemur það hins vegar fyrir að ekki er unnt að afla sönnunargagna sem sýna með óyggjandi hætti hver sé sekur um afbrot. Leiki minnsti vafi á því hvort sakborningur er sekur eða ekki ber dómaranum að sýkna hann, það er að telja hann saklausan. Kemur þetta til af því að í 2. mgr. 70. greinar stjórnarskrárinnar segir að hver sá sem er borinn sökum um refsiverða háttsemi skuli teljast saklaus uns sekt hans er sönnuð. Af þessari reglu leiðir að maður er einfaldlega ekki dæmdur ef við getum ekki vitað að hann sé rétti maðurinn.

Mynd: HB

Höfundur

Útgáfudagur

15.3.2001

Spyrjandi

Linda Björk Jóhannsdóttir, f. 1989

Tilvísun

Halldór Gunnar Haraldsson. „Hvernig getum við vitað að verið sé að dæma réttan mann?“ Vísindavefurinn, 15. mars 2001, sótt 15. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1384.

Halldór Gunnar Haraldsson. (2001, 15. mars). Hvernig getum við vitað að verið sé að dæma réttan mann? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1384

Halldór Gunnar Haraldsson. „Hvernig getum við vitað að verið sé að dæma réttan mann?“ Vísindavefurinn. 15. mar. 2001. Vefsíða. 15. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1384>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig getum við vitað að verið sé að dæma réttan mann?
Lögreglan framkvæmir ítarlega rannsókn og aflar svokallaðra sönnunargagna. Sönnunargögn geta verið afar mismunandi eftir því um hvaða afbrot er að ræða. Ef um er að ræða líkamsárás geta blóðblettir á fötum hins grunaða gefið vísbendingu. Ef um ölvunarakstur er að ræða getur lögreglan tekið blóðprufu úr ökumanni sem mælir hvort ökumaðurinn hefur verið undir áhrifum áfengis við akstur. Stundum eru sjónarvottar að atburðum og er þá hægt að spyrja þá. Stundum er hægt að greina fingraför og svo framvegis. Með sönnunargögnunum er oft unnt að leiða í ljós með óyggjandi hætti hver sé sekur um afbrot. Ber þá dómara að dæma viðkomandi til refsingar eða refsikenndra viðurlaga.



Oft kemur það hins vegar fyrir að ekki er unnt að afla sönnunargagna sem sýna með óyggjandi hætti hver sé sekur um afbrot. Leiki minnsti vafi á því hvort sakborningur er sekur eða ekki ber dómaranum að sýkna hann, það er að telja hann saklausan. Kemur þetta til af því að í 2. mgr. 70. greinar stjórnarskrárinnar segir að hver sá sem er borinn sökum um refsiverða háttsemi skuli teljast saklaus uns sekt hans er sönnuð. Af þessari reglu leiðir að maður er einfaldlega ekki dæmdur ef við getum ekki vitað að hann sé rétti maðurinn.

Mynd: HB...