Sólin Sólin Rís 08:10 • sest 18:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:36 • Sest 24:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:11 • Síðdegis: 14:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:23 • Síðdegis: 20:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:10 • sest 18:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:36 • Sest 24:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:11 • Síðdegis: 14:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:23 • Síðdegis: 20:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær er maður orðinn sekur um glæp samkvæmt íslenskum lögum; þegar hann játar eða nægar sannanir liggja fyrir eða þegar hann er dæmdur fyrir dómstóli?

Halldór Gunnar Haraldsson

Svarið er: „Þegar maður er dæmdur fyrir dómstóli.”

Í 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar segir að hver sá sem er borinn sökum um refsiverða háttsemi skuli talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð. Í 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar segir að öllum beri réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæru á hendur sér um refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli. Sambærileg ákvæði eru í Mannréttindasáttmála Evrópu sem lögfestur hefur verið hér á landi til fyllingar ákvæðum stjórnarskrárinnar. Auk þess eru réttarfarsreglurnar nánar útfærðar í lögum nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála.

Af 70. gr. stjórnarskrárinnar má ráða að sakborningur á rétt á að vera talinn saklaus af refsiverðri háttsemi uns sekt hefur verið sönnuð með fullnægjandi hætti að mati óháðs og óhlutdrægs dómara. Maður telst því sekur þegar hann er dæmdur en ekki þegar hann játar eða sannanir liggja fyrir.

Allir handhafar ríkisvalds eru bundnir af 70. gr. stjórnarskrárinnar. Stjórnanda lögreglurannsóknar er til dæmis óheimilt að lýsa því yfir opinberlega að sakborningur sé sekur um refsiverða háttsemi áður en dómur um sekt hans liggur fyrir. Þá er stjórnvöldum óheimilt að taka ákvarðanir um réttindi eða skyldur manna á grundvelli þess að þeir hafi gerst sekir um refsiverða háttsemi nema dómur sé upp kveðinn.

Undantekning frá þessari meginreglu eru svokallaðar lögreglustjórasáttir sem hægt er að gera um umferðarlagabrot og önnur smávægileg afbrot. Menn teljast sekir ef þeir gera slíka sátt þrátt fyrir að sekt hafi ekki verið sönnuð fyrir dómi. Slíka sátt yrði þó aldrei hægt að gera um glæp en glæpur er þrengra hugtak en afbrot. Afbrot er háttsemi sem refsing eða refsikennd viðurlög liggja við en glæpur er svívirðilegt afbrot, til dæmis manndráp af ásetningi og stórfelld líkamsárás.

Mynd: HB

Höfundur

Útgáfudagur

15.3.2001

Spyrjandi

Karl Karlsson

Tilvísun

Halldór Gunnar Haraldsson. „Hvenær er maður orðinn sekur um glæp samkvæmt íslenskum lögum; þegar hann játar eða nægar sannanir liggja fyrir eða þegar hann er dæmdur fyrir dómstóli?“ Vísindavefurinn, 15. mars 2001, sótt 12. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1383.

Halldór Gunnar Haraldsson. (2001, 15. mars). Hvenær er maður orðinn sekur um glæp samkvæmt íslenskum lögum; þegar hann játar eða nægar sannanir liggja fyrir eða þegar hann er dæmdur fyrir dómstóli? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1383

Halldór Gunnar Haraldsson. „Hvenær er maður orðinn sekur um glæp samkvæmt íslenskum lögum; þegar hann játar eða nægar sannanir liggja fyrir eða þegar hann er dæmdur fyrir dómstóli?“ Vísindavefurinn. 15. mar. 2001. Vefsíða. 12. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1383>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær er maður orðinn sekur um glæp samkvæmt íslenskum lögum; þegar hann játar eða nægar sannanir liggja fyrir eða þegar hann er dæmdur fyrir dómstóli?
Svarið er: „Þegar maður er dæmdur fyrir dómstóli.”

Í 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar segir að hver sá sem er borinn sökum um refsiverða háttsemi skuli talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð. Í 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar segir að öllum beri réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæru á hendur sér um refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli. Sambærileg ákvæði eru í Mannréttindasáttmála Evrópu sem lögfestur hefur verið hér á landi til fyllingar ákvæðum stjórnarskrárinnar. Auk þess eru réttarfarsreglurnar nánar útfærðar í lögum nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála.

Af 70. gr. stjórnarskrárinnar má ráða að sakborningur á rétt á að vera talinn saklaus af refsiverðri háttsemi uns sekt hefur verið sönnuð með fullnægjandi hætti að mati óháðs og óhlutdrægs dómara. Maður telst því sekur þegar hann er dæmdur en ekki þegar hann játar eða sannanir liggja fyrir.

Allir handhafar ríkisvalds eru bundnir af 70. gr. stjórnarskrárinnar. Stjórnanda lögreglurannsóknar er til dæmis óheimilt að lýsa því yfir opinberlega að sakborningur sé sekur um refsiverða háttsemi áður en dómur um sekt hans liggur fyrir. Þá er stjórnvöldum óheimilt að taka ákvarðanir um réttindi eða skyldur manna á grundvelli þess að þeir hafi gerst sekir um refsiverða háttsemi nema dómur sé upp kveðinn.

Undantekning frá þessari meginreglu eru svokallaðar lögreglustjórasáttir sem hægt er að gera um umferðarlagabrot og önnur smávægileg afbrot. Menn teljast sekir ef þeir gera slíka sátt þrátt fyrir að sekt hafi ekki verið sönnuð fyrir dómi. Slíka sátt yrði þó aldrei hægt að gera um glæp en glæpur er þrengra hugtak en afbrot. Afbrot er háttsemi sem refsing eða refsikennd viðurlög liggja við en glæpur er svívirðilegt afbrot, til dæmis manndráp af ásetningi og stórfelld líkamsárás.

Mynd: HB...