Í 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar segir að hver sá sem er borinn sökum um refsiverða háttsemi skuli talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð. Í 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar segir að öllum beri réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæru á hendur sér um refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli. Sambærileg ákvæði eru í Mannréttindasáttmála Evrópu sem lögfestur hefur verið hér á landi til fyllingar ákvæðum stjórnarskrárinnar. Auk þess eru réttarfarsreglurnar nánar útfærðar í lögum nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála.
Af 70. gr. stjórnarskrárinnar má ráða að sakborningur á rétt á að vera talinn saklaus af refsiverðri háttsemi uns sekt hefur verið sönnuð með fullnægjandi hætti að mati óháðs og óhlutdrægs dómara. Maður telst því sekur þegar hann er dæmdur en ekki þegar hann játar eða sannanir liggja fyrir.
Allir handhafar ríkisvalds eru bundnir af 70. gr. stjórnarskrárinnar. Stjórnanda lögreglurannsóknar er til dæmis óheimilt að lýsa því yfir opinberlega að sakborningur sé sekur um refsiverða háttsemi áður en dómur um sekt hans liggur fyrir. Þá er stjórnvöldum óheimilt að taka ákvarðanir um réttindi eða skyldur manna á grundvelli þess að þeir hafi gerst sekir um refsiverða háttsemi nema dómur sé upp kveðinn.
Undantekning frá þessari meginreglu eru svokallaðar lögreglustjórasáttir sem hægt er að gera um umferðarlagabrot og önnur smávægileg afbrot. Menn teljast sekir ef þeir gera slíka sátt þrátt fyrir að sekt hafi ekki verið sönnuð fyrir dómi. Slíka sátt yrði þó aldrei hægt að gera um glæp en glæpur er þrengra hugtak en afbrot. Afbrot er háttsemi sem refsing eða refsikennd viðurlög liggja við en glæpur er svívirðilegt afbrot, til dæmis manndráp af ásetningi og stórfelld líkamsárás.
Í 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar segir að hver sá sem er borinn sökum um refsiverða háttsemi skuli talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð. Í 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar segir að öllum beri réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæru á hendur sér um refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli. Sambærileg ákvæði eru í Mannréttindasáttmála Evrópu sem lögfestur hefur verið hér á landi til fyllingar ákvæðum stjórnarskrárinnar. Auk þess eru réttarfarsreglurnar nánar útfærðar í lögum nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála.
Af 70. gr. stjórnarskrárinnar má ráða að sakborningur á rétt á að vera talinn saklaus af refsiverðri háttsemi uns sekt hefur verið sönnuð með fullnægjandi hætti að mati óháðs og óhlutdrægs dómara. Maður telst því sekur þegar hann er dæmdur en ekki þegar hann játar eða sannanir liggja fyrir.
Allir handhafar ríkisvalds eru bundnir af 70. gr. stjórnarskrárinnar. Stjórnanda lögreglurannsóknar er til dæmis óheimilt að lýsa því yfir opinberlega að sakborningur sé sekur um refsiverða háttsemi áður en dómur um sekt hans liggur fyrir. Þá er stjórnvöldum óheimilt að taka ákvarðanir um réttindi eða skyldur manna á grundvelli þess að þeir hafi gerst sekir um refsiverða háttsemi nema dómur sé upp kveðinn.
Undantekning frá þessari meginreglu eru svokallaðar lögreglustjórasáttir sem hægt er að gera um umferðarlagabrot og önnur smávægileg afbrot. Menn teljast sekir ef þeir gera slíka sátt þrátt fyrir að sekt hafi ekki verið sönnuð fyrir dómi. Slíka sátt yrði þó aldrei hægt að gera um glæp en glæpur er þrengra hugtak en afbrot. Afbrot er háttsemi sem refsing eða refsikennd viðurlög liggja við en glæpur er svívirðilegt afbrot, til dæmis manndráp af ásetningi og stórfelld líkamsárás.