Sólin Sólin Rís 10:34 • sest 16:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:35 • Sest 11:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:46 • Síðdegis: 22:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:36 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík

Af hverju slást kettir þegar þeir hittast?

Jón Már Halldórsson

Það geta verið margar ástæður fyrir því að það kastast í kekki milli katta (Cattus domesticus). Sennilega má þó oftast rekja slagsmál þeirra til landamæradeilna en allir kettir, hvort sem þeir eru heimiliskettir eða villt kattadýr, helga sér óðal.

Meðal villtra kattadýra er það nær algild regla að karldýrin helga sér stærra óðal en kvendýrin, og nær svæði þeirra þá yfir óðul nokkurra kvendýra. Þeir þola ekki nærveru annarra karldýra, en eru umburðarlyndir gagnvart læðum sem flækjast inn á óðal þeirra. Slíkar flökkulæður geta hins vegar orðið harkalega fyrir barðinu á þeim læðum sem fyrir eru.

Slagsmál á milli katta eru oftar en ekki vegna þess að annar er að verja óðal sitt. Þó þessir kettlingar séu greinilega í "gamnislag" eru þeir jafnframt að æfa slagsmálahæfni sína.

Heimiliskettir helga sér svolítinn landskika eða svæði í nágrenni heimkynna sinna. Fress eigna sér stærra svæði en læður, jafnvel þó þau séu geld. Ógeld fress hafa tilhneigingu til að merkja sér stór svæði og fara gjarnan, að mati eigenda, á óhóflega mikið flakk í leit að læðum.

Venjulega eru harkalegustu átök heimiliskatta sem menn verða vitni að á milli fressa sem búa í nágrenni hvort við annað eða við flækingsfress sem villist inn á ókunnugt óðal. Þá geta átökin orðið mjög hörð og jafnvel gengið afar nærri dýrunum.

Þessi óðalstilhneiging katta getur skapað talsverð vandamál þegar nýr köttur kemur inn á heimili þar sem eldri köttur er fyrir. Sá nýi getur þá átt afar erfiða tíma framundan þar sem hörð valdabarátta getur átt sér stað. Auk þess getur hann upplifað streitu sem á ensku kallast 'territorial stress' og kemur meðal annars fram í því að hann er stöðugt að merkja sér svæði.

Margar aðrar ástæður geta vissulega legið að baki átökum katta, en orsökin er þó í langflestum tilvikum óðalsatferli þeirra.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

1.6.2006

Spyrjandi

Karen Kristinsdóttir, f. 1995

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Af hverju slást kettir þegar þeir hittast?“ Vísindavefurinn, 1. júní 2006. Sótt 23. janúar 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=5989.

Jón Már Halldórsson. (2006, 1. júní). Af hverju slást kettir þegar þeir hittast? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5989

Jón Már Halldórsson. „Af hverju slást kettir þegar þeir hittast?“ Vísindavefurinn. 1. jún. 2006. Vefsíða. 23. jan. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5989>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju slást kettir þegar þeir hittast?
Það geta verið margar ástæður fyrir því að það kastast í kekki milli katta (Cattus domesticus). Sennilega má þó oftast rekja slagsmál þeirra til landamæradeilna en allir kettir, hvort sem þeir eru heimiliskettir eða villt kattadýr, helga sér óðal.

Meðal villtra kattadýra er það nær algild regla að karldýrin helga sér stærra óðal en kvendýrin, og nær svæði þeirra þá yfir óðul nokkurra kvendýra. Þeir þola ekki nærveru annarra karldýra, en eru umburðarlyndir gagnvart læðum sem flækjast inn á óðal þeirra. Slíkar flökkulæður geta hins vegar orðið harkalega fyrir barðinu á þeim læðum sem fyrir eru.

Slagsmál á milli katta eru oftar en ekki vegna þess að annar er að verja óðal sitt. Þó þessir kettlingar séu greinilega í "gamnislag" eru þeir jafnframt að æfa slagsmálahæfni sína.

Heimiliskettir helga sér svolítinn landskika eða svæði í nágrenni heimkynna sinna. Fress eigna sér stærra svæði en læður, jafnvel þó þau séu geld. Ógeld fress hafa tilhneigingu til að merkja sér stór svæði og fara gjarnan, að mati eigenda, á óhóflega mikið flakk í leit að læðum.

Venjulega eru harkalegustu átök heimiliskatta sem menn verða vitni að á milli fressa sem búa í nágrenni hvort við annað eða við flækingsfress sem villist inn á ókunnugt óðal. Þá geta átökin orðið mjög hörð og jafnvel gengið afar nærri dýrunum.

Þessi óðalstilhneiging katta getur skapað talsverð vandamál þegar nýr köttur kemur inn á heimili þar sem eldri köttur er fyrir. Sá nýi getur þá átt afar erfiða tíma framundan þar sem hörð valdabarátta getur átt sér stað. Auk þess getur hann upplifað streitu sem á ensku kallast 'territorial stress' og kemur meðal annars fram í því að hann er stöðugt að merkja sér svæði.

Margar aðrar ástæður geta vissulega legið að baki átökum katta, en orsökin er þó í langflestum tilvikum óðalsatferli þeirra.

Mynd: ...