Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju strjúka kettir oft?

PH og ÞV

Kötturinn fer sínar eigin leiðir, segir máltækið, og það er talsvert til í því. Sambýli manns og kattar hefur lengst af helgast af því gagni sem kettir gera með því að veiða mýs, rottur og önnur dýr sem valdið geta tjóni. Þetta hefur helst skipt máli þar sem menn stunda akuryrkju og annar landbúnað og safna birgðum af matvöru til vetrarins eða til þurrktímabila. Nagdýr laðast einmitt að slíkum matarbirgðum og þar eru veiðimöguleikar kattanna því að jafnaði mestir. Þess vegna kann vel að vera að í upphafi hafi kettirnir stigið fyrstu skrefin að sambýlinu. Báðir aðilar högnuðust á því. Menn gerðu fyrst og fremst þá kröfu til kattanna að þeir veiddu nagdýr og því var ekki ástæða til að rækta upp aðra eiginleika. Flestir heimiliskettir eru afkomendur þessara katta.

Vinahót katta við menn eru svipuð þeim vinahótum sem þeir sýna öðrum köttum í sömu fjölskyldu. "Villikettir" mynda stundum hópa og er þá oftast um að ræða læður, það er að segja mæðgur og systur ásamt afkvæmum, en fressin flakka oft á milli læðuhópa og fara frekar einförum. Kettir liggja gjarnan þétt saman þegar kalt er í veðri til þess að spara orku og njóta ylsins hver af öðrum. Þessa hegðun geta menn til að mynda séð hjá kettlingahópi skömmu eftir got. Köttur sem liggur í kjöltu manns er að gera hið sama.

Kettir eru býsna sjálfstæð dýr og eru sem húsdýr frekar lítið háðir beinum samskiptum við manninn. Þeir eiga til dæmis talsverða möguleika á að komast af í grennd við þéttbýli við aðstæður eins og á Íslandi án þess að halda sig við tiltekið heimili. Þeir hafa flestir ágætan feld og eru lagnir að leita sér skjóls þannig að íslenskur vetur eða rigning hefur engin veruleg áhrif á þá. Fæða er eða vísu ekki mikil í náttúrunni þegar líður á veturinn en kringum mannabyggðir fellur ýmislegt til sem þeir geta nýtt sér. Og á sumrin geta kettir sennilega haft nóg að éta í náttúrunni: fugla, skordýr og ef til vill fiska. Mýsnar eru aftur á móti algengastar á haustin og fram eftir vetri. Hættur af hálfu annarra dýra eru ekki fyrir hendi hér á landi eins og í ýmsum öðrum löndum þar sem stærri rándýr er að finna í náttúrunni.

Margir sem hafa umgengist ketti munu kannast við að tengsl af þeirra hálfu við menn eru ekki sterk. Sumir hafa líka gaman af að hæna að sér ókunnuga ketti, jafnvel inn á heimili sitt. Slíkt leiðir sjálfsagt stundum til þess að kötturinn "flytur búferlum". Það er því ekki svo undarlegt þótt kettir strjúki öðru hvoru eða jafnvel hverfi.

Sjá einnig:


Mynd: HB

Höfundar

Páll Hersteinsson (1951-2011)

prófessor í líffræði við HÍ

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

8.8.2000

Spyrjandi

Jónfríður Esther Hólm Friðjónsdóttir

Tilvísun

PH og ÞV. „Af hverju strjúka kettir oft?“ Vísindavefurinn, 8. ágúst 2000, sótt 10. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=734.

PH og ÞV. (2000, 8. ágúst). Af hverju strjúka kettir oft? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=734

PH og ÞV. „Af hverju strjúka kettir oft?“ Vísindavefurinn. 8. ágú. 2000. Vefsíða. 10. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=734>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju strjúka kettir oft?
Kötturinn fer sínar eigin leiðir, segir máltækið, og það er talsvert til í því. Sambýli manns og kattar hefur lengst af helgast af því gagni sem kettir gera með því að veiða mýs, rottur og önnur dýr sem valdið geta tjóni. Þetta hefur helst skipt máli þar sem menn stunda akuryrkju og annar landbúnað og safna birgðum af matvöru til vetrarins eða til þurrktímabila. Nagdýr laðast einmitt að slíkum matarbirgðum og þar eru veiðimöguleikar kattanna því að jafnaði mestir. Þess vegna kann vel að vera að í upphafi hafi kettirnir stigið fyrstu skrefin að sambýlinu. Báðir aðilar högnuðust á því. Menn gerðu fyrst og fremst þá kröfu til kattanna að þeir veiddu nagdýr og því var ekki ástæða til að rækta upp aðra eiginleika. Flestir heimiliskettir eru afkomendur þessara katta.

Vinahót katta við menn eru svipuð þeim vinahótum sem þeir sýna öðrum köttum í sömu fjölskyldu. "Villikettir" mynda stundum hópa og er þá oftast um að ræða læður, það er að segja mæðgur og systur ásamt afkvæmum, en fressin flakka oft á milli læðuhópa og fara frekar einförum. Kettir liggja gjarnan þétt saman þegar kalt er í veðri til þess að spara orku og njóta ylsins hver af öðrum. Þessa hegðun geta menn til að mynda séð hjá kettlingahópi skömmu eftir got. Köttur sem liggur í kjöltu manns er að gera hið sama.

Kettir eru býsna sjálfstæð dýr og eru sem húsdýr frekar lítið háðir beinum samskiptum við manninn. Þeir eiga til dæmis talsverða möguleika á að komast af í grennd við þéttbýli við aðstæður eins og á Íslandi án þess að halda sig við tiltekið heimili. Þeir hafa flestir ágætan feld og eru lagnir að leita sér skjóls þannig að íslenskur vetur eða rigning hefur engin veruleg áhrif á þá. Fæða er eða vísu ekki mikil í náttúrunni þegar líður á veturinn en kringum mannabyggðir fellur ýmislegt til sem þeir geta nýtt sér. Og á sumrin geta kettir sennilega haft nóg að éta í náttúrunni: fugla, skordýr og ef til vill fiska. Mýsnar eru aftur á móti algengastar á haustin og fram eftir vetri. Hættur af hálfu annarra dýra eru ekki fyrir hendi hér á landi eins og í ýmsum öðrum löndum þar sem stærri rándýr er að finna í náttúrunni.

Margir sem hafa umgengist ketti munu kannast við að tengsl af þeirra hálfu við menn eru ekki sterk. Sumir hafa líka gaman af að hæna að sér ókunnuga ketti, jafnvel inn á heimili sitt. Slíkt leiðir sjálfsagt stundum til þess að kötturinn "flytur búferlum". Það er því ekki svo undarlegt þótt kettir strjúki öðru hvoru eða jafnvel hverfi.

Sjá einnig:


Mynd: HB

...