Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 07:51 • Sest 14:06 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:34 • Síðdegis: 16:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:47 • Síðdegis: 22:54 í Reykjavík

Er til gott íslenskt orð yfir mindfulness?

Ágústa Þorbergsdóttir

Guðný Hulda spurði:
Hvað væri gott íslenskt orð yfir mindfulness og resonant eins og þessi orð eru notuð í stjórnendafræðum?
og Óðinn spurði:
Hvað er mindfulness og hver er íslensk þýðing orðsins?

Áhugi á mindfulness hefur aukist mikið á síðastliðnum áratug og sé orðinu slegið inn á leitarvélina Google birtast yfir 40 milljónir tilvísana en mindfulness snýst um að auka athyglina á núverandi augnabliki og vera meðvitaðri um hugsanir sínar og tilfinningar.

Mindfulness í stjórnendafræðum miðar að aukinni meðvitund og hæfni til að halda einbeitingu í krefjandi starfsumhverfi nútímans og ráða við sívaxandi áreiti og hraða. Flestir kjósa að nefna fyrirbærið núvitund á íslensku.

Hugtakið mindfulness hefur verið notað í sambandi við ýmsar greinar, svo sem stjórnun, sálfræði, hjúkrun og kennslu, en menn hafa ekki sameinast um eitt íslenskt heiti. Flestir kjósa að nefna fyrirbærið núvitund en árvekni er einnig algengt. Sem dæmi um önnur heiti sem hafa verið notuð má nefna gjörhygli, vakandi athygli og vakandi nærvera. Innan stjórnunar virðist heitið núvitund hafa fengið mesta útbreiðslu. Mindfulness í stjórnendafræðum miðar að aukinni meðvitund og hæfni til að halda einbeitingu í krefjandi starfsumhverfi nútímans og ráða við sívaxandi áreiti og hraða.

Resonant leadership og dissonant leadership eru hugtök á sviði stjórnunar sem hafa ekki enn fengið íslensk heiti en meðal annars Richard Boyatzis, Annie McKee og Daniel Goleman nota þessi hugtök í umfjöllun um leiðtogafærni. Leiðtogar sem eru resonant eru meðvitaðir um samskipti sín við starfsfólkið og þeir reyna að skapa andrúmsloft þar sem samvinna og traust ríkir. Á hinn bóginn einkennist dissonant leadership af því að leiðtogar eru valdsmannslegir og fjarlægir samstarfsfólki. Á íslensku mætti nefna resonant leadership ‘samstillta forystu’ og dissonant leadership ‘ósamstillta forystu’.

Mynd:

Höfundur

Ágústa Þorbergsdóttir

deildarstjóri á málræktarsviði hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

22.8.2016

Spyrjandi

Guðný Hulda Reimarsdóttir, Óðinn Einisson

Tilvísun

Ágústa Þorbergsdóttir. „Er til gott íslenskt orð yfir mindfulness?“ Vísindavefurinn, 22. ágúst 2016. Sótt 10. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=66328.

Ágústa Þorbergsdóttir. (2016, 22. ágúst). Er til gott íslenskt orð yfir mindfulness? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=66328

Ágústa Þorbergsdóttir. „Er til gott íslenskt orð yfir mindfulness?“ Vísindavefurinn. 22. ágú. 2016. Vefsíða. 10. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=66328>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er til gott íslenskt orð yfir mindfulness?
Guðný Hulda spurði:

Hvað væri gott íslenskt orð yfir mindfulness og resonant eins og þessi orð eru notuð í stjórnendafræðum?
og Óðinn spurði:
Hvað er mindfulness og hver er íslensk þýðing orðsins?

Áhugi á mindfulness hefur aukist mikið á síðastliðnum áratug og sé orðinu slegið inn á leitarvélina Google birtast yfir 40 milljónir tilvísana en mindfulness snýst um að auka athyglina á núverandi augnabliki og vera meðvitaðri um hugsanir sínar og tilfinningar.

Mindfulness í stjórnendafræðum miðar að aukinni meðvitund og hæfni til að halda einbeitingu í krefjandi starfsumhverfi nútímans og ráða við sívaxandi áreiti og hraða. Flestir kjósa að nefna fyrirbærið núvitund á íslensku.

Hugtakið mindfulness hefur verið notað í sambandi við ýmsar greinar, svo sem stjórnun, sálfræði, hjúkrun og kennslu, en menn hafa ekki sameinast um eitt íslenskt heiti. Flestir kjósa að nefna fyrirbærið núvitund en árvekni er einnig algengt. Sem dæmi um önnur heiti sem hafa verið notuð má nefna gjörhygli, vakandi athygli og vakandi nærvera. Innan stjórnunar virðist heitið núvitund hafa fengið mesta útbreiðslu. Mindfulness í stjórnendafræðum miðar að aukinni meðvitund og hæfni til að halda einbeitingu í krefjandi starfsumhverfi nútímans og ráða við sívaxandi áreiti og hraða.

Resonant leadership og dissonant leadership eru hugtök á sviði stjórnunar sem hafa ekki enn fengið íslensk heiti en meðal annars Richard Boyatzis, Annie McKee og Daniel Goleman nota þessi hugtök í umfjöllun um leiðtogafærni. Leiðtogar sem eru resonant eru meðvitaðir um samskipti sín við starfsfólkið og þeir reyna að skapa andrúmsloft þar sem samvinna og traust ríkir. Á hinn bóginn einkennist dissonant leadership af því að leiðtogar eru valdsmannslegir og fjarlægir samstarfsfólki. Á íslensku mætti nefna resonant leadership ‘samstillta forystu’ og dissonant leadership ‘ósamstillta forystu’.

Mynd:

...