Hvað væri gott íslenskt orð yfir mindfulness og resonant eins og þessi orð eru notuð í stjórnendafræðum?og Óðinn spurði:
Hvað er mindfulness og hver er íslensk þýðing orðsins?Áhugi á mindfulness hefur aukist mikið á síðastliðnum áratug og sé orðinu slegið inn á leitarvélina Google birtast yfir 40 milljónir tilvísana en mindfulness snýst um að auka athyglina á núverandi augnabliki og vera meðvitaðri um hugsanir sínar og tilfinningar.

Mindfulness í stjórnendafræðum miðar að aukinni meðvitund og hæfni til að halda einbeitingu í krefjandi starfsumhverfi nútímans og ráða við sívaxandi áreiti og hraða. Flestir kjósa að nefna fyrirbærið núvitund á íslensku.
- Coworking - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 16.07.2016).