Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var Mínotáros í grískri goðafræði?

Geir Þ. Þórarinsson

Í grískri goðafræði var Mínos konungur á eynni Krít. Þegar Mínos og bræður hans Hradamanþys og Sarpedon vildu fá úr því skorið hver þeirra skyldi verða konungur Krítar bað Mínos guðinn Póseidon um að senda sér naut til fórnar. Póseidon sendi honum naut úr sjónum en Mínos fékk sig ekki til að fórna því. Gerði þá Póseidon konu Mínosar, Pasifae, ástfangna að nautinu sem gat með henni soninn Mínotáros, mann með nautshöfuð. Mínos fékk hinn snjalla hagleikssmið Dædalos til að smíða sér völundarhús þar sem Mínotáros var falinn.


Sagan segir að Mínotáros hafi verið falinn í völundarhúsi, en að Þeseifur hafi loks fundið hann og drepið.

Önnur saga hermir að Mínos hafi krafið Egeif Aþenukonung um sjö pilta og sjö stúlkur á ári hverju vegna þáttar Aþeninga í dauða sonar hans, Andrógeosar. Börnin voru svo gefin Mínotárosi að éta. Þeseifur, sonur Egeifs, hélt til Krítar og tókst honum að ráða niðurlögum Mínotárosar. Þetta gerði hann með hjálp Aríöðnu, dóttur Mínosar, sem fengið hafði Þeseifi bandhnykil svo að hann rataði aftur út úr völundarhúsinu. Ekki fór þó vel að lokum, því Þeseifur gleymdi að sigla heim undir hvítum seglum til að gefa föður sínum til kynna að hann væri heill á húfi. Þegar Egeifur sá skipið nálgast með svört segl varð hann harmi sleginn og steypti sér af björgum fram ofan í hafið, sem síðan heitir Egeifshaf. Á íslensku er það þekkast undir nafninu Eyjahaf.

Frekara lesefni og mynd

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

23.5.2007

Spyrjandi

Arna Gísladóttir, f. 1992

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Hver var Mínotáros í grískri goðafræði?“ Vísindavefurinn, 23. maí 2007, sótt 7. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6652.

Geir Þ. Þórarinsson. (2007, 23. maí). Hver var Mínotáros í grískri goðafræði? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6652

Geir Þ. Þórarinsson. „Hver var Mínotáros í grískri goðafræði?“ Vísindavefurinn. 23. maí. 2007. Vefsíða. 7. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6652>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var Mínotáros í grískri goðafræði?
Í grískri goðafræði var Mínos konungur á eynni Krít. Þegar Mínos og bræður hans Hradamanþys og Sarpedon vildu fá úr því skorið hver þeirra skyldi verða konungur Krítar bað Mínos guðinn Póseidon um að senda sér naut til fórnar. Póseidon sendi honum naut úr sjónum en Mínos fékk sig ekki til að fórna því. Gerði þá Póseidon konu Mínosar, Pasifae, ástfangna að nautinu sem gat með henni soninn Mínotáros, mann með nautshöfuð. Mínos fékk hinn snjalla hagleikssmið Dædalos til að smíða sér völundarhús þar sem Mínotáros var falinn.


Sagan segir að Mínotáros hafi verið falinn í völundarhúsi, en að Þeseifur hafi loks fundið hann og drepið.

Önnur saga hermir að Mínos hafi krafið Egeif Aþenukonung um sjö pilta og sjö stúlkur á ári hverju vegna þáttar Aþeninga í dauða sonar hans, Andrógeosar. Börnin voru svo gefin Mínotárosi að éta. Þeseifur, sonur Egeifs, hélt til Krítar og tókst honum að ráða niðurlögum Mínotárosar. Þetta gerði hann með hjálp Aríöðnu, dóttur Mínosar, sem fengið hafði Þeseifi bandhnykil svo að hann rataði aftur út úr völundarhúsinu. Ekki fór þó vel að lokum, því Þeseifur gleymdi að sigla heim undir hvítum seglum til að gefa föður sínum til kynna að hann væri heill á húfi. Þegar Egeifur sá skipið nálgast með svört segl varð hann harmi sleginn og steypti sér af björgum fram ofan í hafið, sem síðan heitir Egeifshaf. Á íslensku er það þekkast undir nafninu Eyjahaf.

Frekara lesefni og mynd

...