Sólin Sólin Rís 03:42 • sest 23:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:28 • Sest 23:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:35 • Síðdegis: 13:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:50 • Síðdegis: 19:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:42 • sest 23:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:28 • Sest 23:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:35 • Síðdegis: 13:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:50 • Síðdegis: 19:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru jöklabréf?

Gylfi Magnússon

Jöklabréf (e. glacier bonds) er heiti sem notað er yfir skuldabréf sem erlendir aðilar hafa gefið út í íslenskum krónum. Þessi útgáfa hófst í ágúst árið 2005 og hefur vaxið mjög hratt síðan.

Í grundvallaratriðum er enginn munur á jöklabréfum og skuldabréfi sem íslenskur banki hefur gefið út í sömu mynt, nema hvað útgefandinn er erlendur í öðru tilfellinu og innlendur í hinu. Í báðum tilfellum á sá sem kaupir bréfið kröfu á útgefandann um greiðslu á vöxtum og höfuðstól í íslenskum krónum. Erlendir aðilar hafa hins vegar yfirleitt ekki mikinn áhuga á að skulda í krónum og þurfa þar með bæði að búa við gengisáhættu og háa vexti. Því semja útgefendur jöklabréfa alla jafna við íslenskan banka um vaxta- og gjaldmiðilskipti. Með því er átt við að íslenski bankinn tekur að sér að greiða vexti og afborganir í krónum. Íslenski bankinn tekur á sama tíma lán í erlendri mynt sem útgefandi jöklabréfsins tekur að sér að greiða af í staðinn. Íslenski bankinn fær síðan krónurnar sem fengust fyrir sölu jöklabréfsins en útgefandi jöklabréfsins fær andvirði erlenda lánsins. Alla jafna eru reyndar ýmsir milliliðir í þessu ferli en það breytir lítt heildarmyndinni og verður hlutverk þeirra því ekki rakið hér.


Lambertjökull á Suðurskautslandinu er stærsti jökull í heimi. Hér sést hluti jökulsins, myndin er tekin 12. febrúar 2002 úr gervihnettinum Landsat 7.

Það kann mörgum að þykja skrýtið að gefa út skuldabréf í einni mynt til þess eins að breyta því í lán í annarri mynt en það getur verið hagkvæmt. Skýringuna má þá í grundvallaratriðum rekja til þess að útgefendum skuldabréfa bjóðast misgóð lánskjör eftir myntum og löndum. Þannig gæti útgefandi jöklabréfs verið talinn það góður lántakandi að hann gæti selt slík bréf með lægri vöxtum en íslenskur banki, jafnvel með lægri vöxtum en íslenska ríkið þarf að bjóða á skuldabréfum í krónum. Það er því eitthvert svigrúm fyrir erlenda útgefanda jöklabréfs til að taka lán í krónum og lána féð aftur með aðeins hærri vöxtum til íslensks banka. Íslenski bankinn getur síðan ávaxtað krónurnar með ýmsum hætti, til dæmis keypt íslensk ríkisskuldabréf eða lánað til innlendra aðila.

Erlendur aðili sem kaupir jöklabréf nýtur þess að fá greidda háa vexti, vegna þess hve hátt vaxtastig er á Íslandi. Á móti ber hann hins vegar gengisáhættu. Falli krónan þá tapar hann en styrkist krónan þá hagnast hann. Það sama ætti við ef hann keypti skuldabréf í krónum sem gefið væri út af íslenskum aðila. Þegar aðili tekur lán í mynt með lágum vöxtum, til dæmis japönskum jenum, og kaupir skuldabréf í mynt með háum vöxtum, til dæmis íslenskum krónum, og veðjar þannig á vaxtamun er það kallað á ensku 'carry-trade'. Það hefur verið þýtt á íslensku sem vaxtamunarviðskipti, sem gjarnan mætti finna liprara orð yfir!

Jöklabréfaútgáfan hefur sem fyrr segir verið mjög lífleg undanfarin misseri. Hliðstæða hennar er til í ýmsum öðrum löndum. Til dæmis eru svokölluð kívíbréf vel þekkt en það eru skuldabréf sem gefin eru út í mynt Nýja-Sjálands af erlendum aðilum, kengúrubréf eru gefin út í áströlskum dölum og svo framvegis.


Hægt er að smella á efnisorðin sem fylgja svarinu til að fræðast meira um hliðstæð efni.

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

25.5.2007

Spyrjandi

Hrafn Malmquist

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvað eru jöklabréf?“ Vísindavefurinn, 25. maí 2007, sótt 15. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6655.

Gylfi Magnússon. (2007, 25. maí). Hvað eru jöklabréf? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6655

Gylfi Magnússon. „Hvað eru jöklabréf?“ Vísindavefurinn. 25. maí. 2007. Vefsíða. 15. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6655>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru jöklabréf?
Jöklabréf (e. glacier bonds) er heiti sem notað er yfir skuldabréf sem erlendir aðilar hafa gefið út í íslenskum krónum. Þessi útgáfa hófst í ágúst árið 2005 og hefur vaxið mjög hratt síðan.

Í grundvallaratriðum er enginn munur á jöklabréfum og skuldabréfi sem íslenskur banki hefur gefið út í sömu mynt, nema hvað útgefandinn er erlendur í öðru tilfellinu og innlendur í hinu. Í báðum tilfellum á sá sem kaupir bréfið kröfu á útgefandann um greiðslu á vöxtum og höfuðstól í íslenskum krónum. Erlendir aðilar hafa hins vegar yfirleitt ekki mikinn áhuga á að skulda í krónum og þurfa þar með bæði að búa við gengisáhættu og háa vexti. Því semja útgefendur jöklabréfa alla jafna við íslenskan banka um vaxta- og gjaldmiðilskipti. Með því er átt við að íslenski bankinn tekur að sér að greiða vexti og afborganir í krónum. Íslenski bankinn tekur á sama tíma lán í erlendri mynt sem útgefandi jöklabréfsins tekur að sér að greiða af í staðinn. Íslenski bankinn fær síðan krónurnar sem fengust fyrir sölu jöklabréfsins en útgefandi jöklabréfsins fær andvirði erlenda lánsins. Alla jafna eru reyndar ýmsir milliliðir í þessu ferli en það breytir lítt heildarmyndinni og verður hlutverk þeirra því ekki rakið hér.


Lambertjökull á Suðurskautslandinu er stærsti jökull í heimi. Hér sést hluti jökulsins, myndin er tekin 12. febrúar 2002 úr gervihnettinum Landsat 7.

Það kann mörgum að þykja skrýtið að gefa út skuldabréf í einni mynt til þess eins að breyta því í lán í annarri mynt en það getur verið hagkvæmt. Skýringuna má þá í grundvallaratriðum rekja til þess að útgefendum skuldabréfa bjóðast misgóð lánskjör eftir myntum og löndum. Þannig gæti útgefandi jöklabréfs verið talinn það góður lántakandi að hann gæti selt slík bréf með lægri vöxtum en íslenskur banki, jafnvel með lægri vöxtum en íslenska ríkið þarf að bjóða á skuldabréfum í krónum. Það er því eitthvert svigrúm fyrir erlenda útgefanda jöklabréfs til að taka lán í krónum og lána féð aftur með aðeins hærri vöxtum til íslensks banka. Íslenski bankinn getur síðan ávaxtað krónurnar með ýmsum hætti, til dæmis keypt íslensk ríkisskuldabréf eða lánað til innlendra aðila.

Erlendur aðili sem kaupir jöklabréf nýtur þess að fá greidda háa vexti, vegna þess hve hátt vaxtastig er á Íslandi. Á móti ber hann hins vegar gengisáhættu. Falli krónan þá tapar hann en styrkist krónan þá hagnast hann. Það sama ætti við ef hann keypti skuldabréf í krónum sem gefið væri út af íslenskum aðila. Þegar aðili tekur lán í mynt með lágum vöxtum, til dæmis japönskum jenum, og kaupir skuldabréf í mynt með háum vöxtum, til dæmis íslenskum krónum, og veðjar þannig á vaxtamun er það kallað á ensku 'carry-trade'. Það hefur verið þýtt á íslensku sem vaxtamunarviðskipti, sem gjarnan mætti finna liprara orð yfir!

Jöklabréfaútgáfan hefur sem fyrr segir verið mjög lífleg undanfarin misseri. Hliðstæða hennar er til í ýmsum öðrum löndum. Til dæmis eru svokölluð kívíbréf vel þekkt en það eru skuldabréf sem gefin eru út í mynt Nýja-Sjálands af erlendum aðilum, kengúrubréf eru gefin út í áströlskum dölum og svo framvegis.


Hægt er að smella á efnisorðin sem fylgja svarinu til að fræðast meira um hliðstæð efni.

Mynd:...