Sólin Sólin Rís 06:01 • sest 20:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 15:33 í Reykjavík

Hvaða áhrif hafði Herakleitos, hvað gerði hann?

Geir Þ. Þórarinsson

Herakleitos (um 540 – um 480 f. Kr.) var grískur heimspekingur frá borginni Efesos í Jóníu í Litlu-Asíu (nú í Tyrklandi). Lítið er vitað með vissu um ævi Herakleitosar og flestar sögur um hann eru hæpnar. Samkvæmt einni á hann til dæmis að hafa látist í mykjuhaug (McKirahan: 128).

Herakleitos ritaði eina bók sem hann geymdi í Artemisarhofinu í Efesos. Bókin er nú glötuð en úr henni eru aftur á móti varðveitt rúmlega hundrað brot. Mörg brotanna eru torræð en Herakleitos var þegar í fornöld þekktur fyrir að vera myrkur í máli. Ein saga hermir að harmleikjaskáldið Evripídes hafi gefið heimspekingnum Sókratesi bók Herakleitosar og svo spurt hann álits á bókinni. Sókrates á að hafa sagt að sá hluti bókarinnar sem hann skildi væri hreint ágætur. Hann héldi að hinn hluti bókarinnar, sem hann skildi ekki, væri það líka en það þyrfti deleyskan kafara til að komast til botns í henni.

Herakleitos var sagður vera hrokagikkur sem hafði lítið álit á öðrum hugsuðum. Til dæmis sagði hann að Hesíódos og Pýþagóras, Xenofanes og Hekatajos hefðu ekki öðlast skilning, þrátt fyrir mikinn lærdóm (brot 40). Sömuleiðis taldi hann réttast að skáldin Hómer og Arkílokkos yrðu hýdd (brot 42).

Herakleitos er ef til vill þekktastur fyrir að hafa haldið því fram að allt væri stöðugt að breytast. Hann lýsti þessari hugmynd með því að segja að maður stigi aldrei tvisvar í sömu ána, því að þegar maður stígur fætinum í ána rennur sífellt um hann nýtt vatn (brot 12). Samt hélt Herakleitos að í allri breytingunni og sundrunginni væri stöðugleiki (brot 10, 84a). Allt gerist í samræmi við lögmálið (gr. logos) og samkvæmt lögmálinu er allt eitt (brot 50). Þess vegna bæði stígum við og stígum ekki í sömu ána, við bæði erum og erum ekki (brot 49a).

Þetta lögmál er meðal annars fólgið í átökum eða togstreitu milli andstæðna. Herakleitos lýsir þessu með dæmi um boga og lýru (brot 51) þar sem jafnvægið er beinlínis fólgið í spennunni milli viðarins og strengsins. Eins er stöðugleikinn í sundrung heimsins fólginn í togstreitunni milli andstæðna og í sjálfum síbreytileikanum. Herakleitos segir að með því að breytast haldist hluturinn stöðugur (brot 84a).

Fyrirrennarar Herakleitosar frá Míletos, heimspekingarnir Þales frá Míletos, Anaximandros og Anaximenes, héldu að uppspretta alls væri tiltekið frumefni á borð við vatn eða loft. Herakleitos valdi eldinn sem táknmynd lögmálsins (brot 90, 66) en taldi þó ekki að brennandi logi væri bókstafleg uppspretta í sama skilningi; það er lögmálið eða logos sem er uppspretta og undirstaða alls. Þetta lögmál þurfum við að skilja til að öðlast visku. Vandinn er að náttúran er í feluleik (brot 123) og augu og eyru eru slæm vitni ef menn hafa „barbarasálir“ (brot 107).1 Samt virðist Herakleitos vera almennt bjartsýnn um vitnisburð skynfæranna (br. 55).

Vilji menn kynna sér þau mál nánar er þeim bent á svör við spurningunumSkynjum við hið rétta eðli heimsins með skilningarvitunum? eftir Eyju Margréti Brynjarsdóttur og Getur skynjunin gefið okkur raunverulega þekkingu á veröldinni kringum okkur? eftir Atla Harðarson.


Þekktasta hugmynd Herakleitosar er að allt sé stöðugt að breytast. Því sé ómögulegt að stíga tvisvar í sömu ána.

Herakleitos virðist hafa verið mjög frumlegur hugsuður sem kynnti til sögunnar margar nýjar hugmyndir. Hann gerði til að mynda greinarmun á afstæði og algildi, og benti þannig á að svín njóti sín betur í leðju en hreinu vatni (brot 13) og að sjávarvatn sé fiskum lífsnauðsynlegt en fólki ódrekkandi og lífshættulegt (brot 61). Þannig eru þarfir og smekkur, til dæmis manna og svína, mismunandi. Einnig eru eiginleikar, til dæmis sjávarvatns, beinlínis afstæðir; vatnið er í senn hreint og mengað, drekkandi og ódrekkandi.

Herakleitos benti einnig á að vegurinn upp og vegurinn niður væri einn og hinn sami (brot 60). Honum er stundum eignuð kenning um einingu andstæðna (sjá Graham, 2007). Samkvæmt henni eru andstæður háðar hvor annarri eða einungis þekkjanlegar hvor í ljós annarrar. Til dæmis myndi fólk ekki þekkja réttlæti ef ranglæti væri ekki til (brot 23) eða heitt ef ekki væri til kalt. Hlutir geta einnig haft andstæða eiginleika, annað hvort á ólíkum tímum (brot 126) eða jafnvel á sama tíma. Herakleitos segir að dagur og nótt séu eitt og hið sama (brot 57). Þannig eru andstæður ekki aðeins háðar hvor annarri eða þekkjanlegar í ljósi hvor annarrar, heldur eru þær beinlínis eitt og hið sama (sbr. brot 88).

Herakleitos hafði enga nemendur. Síðar meir eignaðist hann fylgjendur, sem tóku upp og héldu á lofti heimspeki hans, og hann hafði líka áhrif á ýmsa aðra hugsuði.

Ef til vill hafði Herakleitos áhrif á heimspekinginn Parmenídes frá Eleu (Graham, 2007). Parmenídes færði rök fyrir því að heimurinn sem við skynjum væri eintóm blekking en raunveruleikinn væri annar; í raun væri veruleikinn einn og óskiptur og án nokkurrar breytingar eða hreyfingar. Einnig má greina áhrif Herakleitosar hjá heimspekingunum Empedóklesi og Demókrítosi.

Frægastur af fylgjendum Herakleitosar var Kratýlos. Hann hélt fram róttækri útgáfu af heimspeki Herakleitosar og lagði áherslu á hina sífelldu breytingu. Kratýlos á að hafa haldið því fram að ekki væri hægt að stíga einu sinni í sömu ána, þar sem að ekkert væri til sem gæti heitið „sama áin“. Hann er líka sagður hafa gefist upp á því að tala af því að ekkert í heiminum héldist óbreytt nógu lengi til að hægt væri að vísa til þess með orðum. Í staðinn á hann að hafa tjáð sig með því að benda fingrinum á hluti.

Platon kynntist Kratýlosi á yngri árum og varð ef til vill fyrir áhrifum frá honum. Eins og frægt er taldi Platon einmitt að efnisheimurinn væri sífellt verðandi en væri aldrei neitt. Það eina stöðuga væri heimur frummyndanna. Þess vegna væru allar skoðanir á efnisheiminum brigðular en frummyndirnar væru viðfang óhagganlegrar þekkingar. Samt sem áður gagnrýna bæði Platon og Aristóteles harkalega kenningar sem þeir eigna Herakleitosi.

Herakleitos hafði líka áhrif á stóuspekina. Stóuspekingar tóku upp hugmynd Herakleitosar um lögmálið, logos, og löguðu að eigin heimspeki. Þeir byggðu heimsfræði sína á heimspeki Herakleitosar og töldu lögmálið vera skynsemina í heiminum.

Mörgum öldum síðar var ritað í byrjun Jóhannesarguðspjalls að í upphafi hafi verið orðið (logos) og orðið (logos) hafi verið hjá guði og að orðið (logos) hafi verið guð. Þannig er engu líkara en að Herakleitos hafi haft áhrif á kristna trú, að öllum líkindum þó í gegnum stóuspekina.

Stundum er Herakleitos talinn vera fyrsti framvinduspekingurinn (Graham, 2007) en framvinduspeki (e. process philosophy) er frumspeki sem leggur áherslu á breytinguna fremur en hið stöðuga eða óbreytanlega. Veruleikanum verði því betur lýst út frá grunnhugmyndinni um ferli (það sem verður) en verundir (það sem er).

Meðal annarra heimspekinga sem hafa orðið fyrir áhrifum frá Herakleitosi má nefna Georg Wilhelm Friedrich Hegel, Friedrich Nietzsche og Martin Heidegger.


1 Þetta er ef til vill orðaleikur. Upphaflega vísaði orðið „barbari“ almennt til útlendinga, það er þeirra sem töluðu ekki grísku heldur böbluðu einungis bar-bar-bar (samanber bla-bla-bla). Þannig gæti sá sem hefur barbarasál verið einhver sem skilur ekki grísk orð en á grísku merkir logos einmitt orð. Logos er sama orðið og Herakleitos notar um lögmálið sitt. Ef til vill á Herakleitos því við að þeir sem hafa barbarasálir séu þeir sem skilja ekki lögmálið, logos.


Heimildir og frekari fróðleikur

 • Barnes, J., The Presocratic Philosophers (London: Routledge, 1979/1982).
 • Brown, T. M. (ritstj. og þýð.), Heraclitus: Fragments. A Text and a Translation with a Commentary. University of Toronto Press, 1987.
 • Eyjólfur Kjalar Emilsson og Patricia Kenig Curd, „Frumherjar grískrar heimspeki“, hjá Sigurði A. Magnússyni, Kristjáni Árnasyni, Þorsteini Þorsteinssyni og Guðmundi J. Guðmundssyni (ritstj.), Grikkland ár og síð. Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1991.
 • Guthrie, W. K. C., A History of Greek Philosophy volume I: The earlier Presocratics and Pythagoreans (Cambridge: Cambridge University Press, 1962).
 • Graham, D. W., „Heraclitus“ í Stanford Encyclopedia of Philosophy (2007).
 • Kirk, G. S., Raven, J. E. og Schofield, M., The Presocratic Philosophers, 2. útgáfa. Cambridge: Cambridge University Press, 1983.
 • McKirahan, R. D., Philosophy Before Socrates (Indianapolis: Hackett, 1994).
 • Wilbur, J. B. og Allen, H. J., The Worlds of the Early Greek Philosophers (Buffalo: Prometheus Books, 1979).

Myndir

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

30.5.2007

Spyrjandi

Katrín Harðardóttir

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvaða áhrif hafði Herakleitos, hvað gerði hann?“ Vísindavefurinn, 30. maí 2007. Sótt 13. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6659.

Geir Þ. Þórarinsson. (2007, 30. maí). Hvaða áhrif hafði Herakleitos, hvað gerði hann? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6659

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvaða áhrif hafði Herakleitos, hvað gerði hann?“ Vísindavefurinn. 30. maí. 2007. Vefsíða. 13. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6659>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða áhrif hafði Herakleitos, hvað gerði hann?
Herakleitos (um 540 – um 480 f. Kr.) var grískur heimspekingur frá borginni Efesos í Jóníu í Litlu-Asíu (nú í Tyrklandi). Lítið er vitað með vissu um ævi Herakleitosar og flestar sögur um hann eru hæpnar. Samkvæmt einni á hann til dæmis að hafa látist í mykjuhaug (McKirahan: 128).

Herakleitos ritaði eina bók sem hann geymdi í Artemisarhofinu í Efesos. Bókin er nú glötuð en úr henni eru aftur á móti varðveitt rúmlega hundrað brot. Mörg brotanna eru torræð en Herakleitos var þegar í fornöld þekktur fyrir að vera myrkur í máli. Ein saga hermir að harmleikjaskáldið Evripídes hafi gefið heimspekingnum Sókratesi bók Herakleitosar og svo spurt hann álits á bókinni. Sókrates á að hafa sagt að sá hluti bókarinnar sem hann skildi væri hreint ágætur. Hann héldi að hinn hluti bókarinnar, sem hann skildi ekki, væri það líka en það þyrfti deleyskan kafara til að komast til botns í henni.

Herakleitos var sagður vera hrokagikkur sem hafði lítið álit á öðrum hugsuðum. Til dæmis sagði hann að Hesíódos og Pýþagóras, Xenofanes og Hekatajos hefðu ekki öðlast skilning, þrátt fyrir mikinn lærdóm (brot 40). Sömuleiðis taldi hann réttast að skáldin Hómer og Arkílokkos yrðu hýdd (brot 42).

Herakleitos er ef til vill þekktastur fyrir að hafa haldið því fram að allt væri stöðugt að breytast. Hann lýsti þessari hugmynd með því að segja að maður stigi aldrei tvisvar í sömu ána, því að þegar maður stígur fætinum í ána rennur sífellt um hann nýtt vatn (brot 12). Samt hélt Herakleitos að í allri breytingunni og sundrunginni væri stöðugleiki (brot 10, 84a). Allt gerist í samræmi við lögmálið (gr. logos) og samkvæmt lögmálinu er allt eitt (brot 50). Þess vegna bæði stígum við og stígum ekki í sömu ána, við bæði erum og erum ekki (brot 49a).

Þetta lögmál er meðal annars fólgið í átökum eða togstreitu milli andstæðna. Herakleitos lýsir þessu með dæmi um boga og lýru (brot 51) þar sem jafnvægið er beinlínis fólgið í spennunni milli viðarins og strengsins. Eins er stöðugleikinn í sundrung heimsins fólginn í togstreitunni milli andstæðna og í sjálfum síbreytileikanum. Herakleitos segir að með því að breytast haldist hluturinn stöðugur (brot 84a).

Fyrirrennarar Herakleitosar frá Míletos, heimspekingarnir Þales frá Míletos, Anaximandros og Anaximenes, héldu að uppspretta alls væri tiltekið frumefni á borð við vatn eða loft. Herakleitos valdi eldinn sem táknmynd lögmálsins (brot 90, 66) en taldi þó ekki að brennandi logi væri bókstafleg uppspretta í sama skilningi; það er lögmálið eða logos sem er uppspretta og undirstaða alls. Þetta lögmál þurfum við að skilja til að öðlast visku. Vandinn er að náttúran er í feluleik (brot 123) og augu og eyru eru slæm vitni ef menn hafa „barbarasálir“ (brot 107).1 Samt virðist Herakleitos vera almennt bjartsýnn um vitnisburð skynfæranna (br. 55).

Vilji menn kynna sér þau mál nánar er þeim bent á svör við spurningunumSkynjum við hið rétta eðli heimsins með skilningarvitunum? eftir Eyju Margréti Brynjarsdóttur og Getur skynjunin gefið okkur raunverulega þekkingu á veröldinni kringum okkur? eftir Atla Harðarson.


Þekktasta hugmynd Herakleitosar er að allt sé stöðugt að breytast. Því sé ómögulegt að stíga tvisvar í sömu ána.

Herakleitos virðist hafa verið mjög frumlegur hugsuður sem kynnti til sögunnar margar nýjar hugmyndir. Hann gerði til að mynda greinarmun á afstæði og algildi, og benti þannig á að svín njóti sín betur í leðju en hreinu vatni (brot 13) og að sjávarvatn sé fiskum lífsnauðsynlegt en fólki ódrekkandi og lífshættulegt (brot 61). Þannig eru þarfir og smekkur, til dæmis manna og svína, mismunandi. Einnig eru eiginleikar, til dæmis sjávarvatns, beinlínis afstæðir; vatnið er í senn hreint og mengað, drekkandi og ódrekkandi.

Herakleitos benti einnig á að vegurinn upp og vegurinn niður væri einn og hinn sami (brot 60). Honum er stundum eignuð kenning um einingu andstæðna (sjá Graham, 2007). Samkvæmt henni eru andstæður háðar hvor annarri eða einungis þekkjanlegar hvor í ljós annarrar. Til dæmis myndi fólk ekki þekkja réttlæti ef ranglæti væri ekki til (brot 23) eða heitt ef ekki væri til kalt. Hlutir geta einnig haft andstæða eiginleika, annað hvort á ólíkum tímum (brot 126) eða jafnvel á sama tíma. Herakleitos segir að dagur og nótt séu eitt og hið sama (brot 57). Þannig eru andstæður ekki aðeins háðar hvor annarri eða þekkjanlegar í ljósi hvor annarrar, heldur eru þær beinlínis eitt og hið sama (sbr. brot 88).

Herakleitos hafði enga nemendur. Síðar meir eignaðist hann fylgjendur, sem tóku upp og héldu á lofti heimspeki hans, og hann hafði líka áhrif á ýmsa aðra hugsuði.

Ef til vill hafði Herakleitos áhrif á heimspekinginn Parmenídes frá Eleu (Graham, 2007). Parmenídes færði rök fyrir því að heimurinn sem við skynjum væri eintóm blekking en raunveruleikinn væri annar; í raun væri veruleikinn einn og óskiptur og án nokkurrar breytingar eða hreyfingar. Einnig má greina áhrif Herakleitosar hjá heimspekingunum Empedóklesi og Demókrítosi.

Frægastur af fylgjendum Herakleitosar var Kratýlos. Hann hélt fram róttækri útgáfu af heimspeki Herakleitosar og lagði áherslu á hina sífelldu breytingu. Kratýlos á að hafa haldið því fram að ekki væri hægt að stíga einu sinni í sömu ána, þar sem að ekkert væri til sem gæti heitið „sama áin“. Hann er líka sagður hafa gefist upp á því að tala af því að ekkert í heiminum héldist óbreytt nógu lengi til að hægt væri að vísa til þess með orðum. Í staðinn á hann að hafa tjáð sig með því að benda fingrinum á hluti.

Platon kynntist Kratýlosi á yngri árum og varð ef til vill fyrir áhrifum frá honum. Eins og frægt er taldi Platon einmitt að efnisheimurinn væri sífellt verðandi en væri aldrei neitt. Það eina stöðuga væri heimur frummyndanna. Þess vegna væru allar skoðanir á efnisheiminum brigðular en frummyndirnar væru viðfang óhagganlegrar þekkingar. Samt sem áður gagnrýna bæði Platon og Aristóteles harkalega kenningar sem þeir eigna Herakleitosi.

Herakleitos hafði líka áhrif á stóuspekina. Stóuspekingar tóku upp hugmynd Herakleitosar um lögmálið, logos, og löguðu að eigin heimspeki. Þeir byggðu heimsfræði sína á heimspeki Herakleitosar og töldu lögmálið vera skynsemina í heiminum.

Mörgum öldum síðar var ritað í byrjun Jóhannesarguðspjalls að í upphafi hafi verið orðið (logos) og orðið (logos) hafi verið hjá guði og að orðið (logos) hafi verið guð. Þannig er engu líkara en að Herakleitos hafi haft áhrif á kristna trú, að öllum líkindum þó í gegnum stóuspekina.

Stundum er Herakleitos talinn vera fyrsti framvinduspekingurinn (Graham, 2007) en framvinduspeki (e. process philosophy) er frumspeki sem leggur áherslu á breytinguna fremur en hið stöðuga eða óbreytanlega. Veruleikanum verði því betur lýst út frá grunnhugmyndinni um ferli (það sem verður) en verundir (það sem er).

Meðal annarra heimspekinga sem hafa orðið fyrir áhrifum frá Herakleitosi má nefna Georg Wilhelm Friedrich Hegel, Friedrich Nietzsche og Martin Heidegger.


1 Þetta er ef til vill orðaleikur. Upphaflega vísaði orðið „barbari“ almennt til útlendinga, það er þeirra sem töluðu ekki grísku heldur böbluðu einungis bar-bar-bar (samanber bla-bla-bla). Þannig gæti sá sem hefur barbarasál verið einhver sem skilur ekki grísk orð en á grísku merkir logos einmitt orð. Logos er sama orðið og Herakleitos notar um lögmálið sitt. Ef til vill á Herakleitos því við að þeir sem hafa barbarasálir séu þeir sem skilja ekki lögmálið, logos.


Heimildir og frekari fróðleikur

 • Barnes, J., The Presocratic Philosophers (London: Routledge, 1979/1982).
 • Brown, T. M. (ritstj. og þýð.), Heraclitus: Fragments. A Text and a Translation with a Commentary. University of Toronto Press, 1987.
 • Eyjólfur Kjalar Emilsson og Patricia Kenig Curd, „Frumherjar grískrar heimspeki“, hjá Sigurði A. Magnússyni, Kristjáni Árnasyni, Þorsteini Þorsteinssyni og Guðmundi J. Guðmundssyni (ritstj.), Grikkland ár og síð. Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1991.
 • Guthrie, W. K. C., A History of Greek Philosophy volume I: The earlier Presocratics and Pythagoreans (Cambridge: Cambridge University Press, 1962).
 • Graham, D. W., „Heraclitus“ í Stanford Encyclopedia of Philosophy (2007).
 • Kirk, G. S., Raven, J. E. og Schofield, M., The Presocratic Philosophers, 2. útgáfa. Cambridge: Cambridge University Press, 1983.
 • McKirahan, R. D., Philosophy Before Socrates (Indianapolis: Hackett, 1994).
 • Wilbur, J. B. og Allen, H. J., The Worlds of the Early Greek Philosophers (Buffalo: Prometheus Books, 1979).

Myndir

...