Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru mógrafir og til hvers voru þær grafnar?

Birna Lárusdóttir

Mógrafir, það er grafir sem myndast við mógröft, eru meðal algengustu fornleifa á Íslandi og sjást oft í mýrlendi. Úr þeim fékkst mór sem var mikilvægt eldsneyti hér á landi allt fram á 20. öld. Grafirnar láta oft lítið yfir sér en eru stórmerkilegar heimildir um eldsneytisnotkun Íslendinga áður fyrr. Flestar mógrafir sem enn sjást hafa sennilega verið í notkun fram á 19. eða 20. öld.

Mór hefur verið notaður sem eldsneyti öldum saman.

Grafirnar eru langoftast í mýrlendi eða á stöðum þar sem hefur verið mýri en land ræst fram. Stundum leyna þær sér ekki heldur líkjast tjörnum með reglulegum brúnum, það er ef vatn situr í þeim sem oft er raunin. Í öðrum tilfellum eru þær mjög óskýrar og sjást jafnvel ekki nema í tiltekinni birtu eða jafnvel úr lofti. Jarðvegur er yfirleitt fljótur að síga saman í mýrum en einnig hefur oft verið fyllt upp í grafirnar að meira eða minna leyti til að skepnur og börn færu sér ekki að voða. Þá sjást stundum merki um að þær hafi verið ræstar fram til að hleypa úr þeim vatninu.[1] Stærð mógrafa er afar mismunandi og getur flatarmál þeirra verið allt frá fáeinum fermetrum upp í mörg hundruð. Ef um samfelld svæði er að ræða eru grafirnar oft aðskildar, með bökkum á milli, sennilega til að hafa hemil á vatnsrennsli. Ekki er óalgengt að mógrafir séu allt að 2 m á dýpt en nýgrafnar gátu þær verið mun dýpri. Í Aðalvík á Hornströndum mun til dæmis mórinn sjálfur hafa verið allt að ein og hálf mannhæð á þykkt og við það bætast svo jarðlögin sem grafa þurfti burt áður en komið var niður á móinn.[2]

Stundum sjást tóftir í námunda við grafirnar, oft litlar upphækkanir með óverulegum vegghleðslum. Þetta eru mótóftir eða móstæði og munu hafa gengt svipuðu hlutverki og heystæði. Þurrum mó var hlaðið í þær og síðan tyrft yfir og hann geymdur til vetrar.[3] Sums staðar sjást mótóftir fjarri bæjum, líkast til af því að auðveldara var að geyma móinn þar fram á vetur og flytja síðan heim á sleða. Sennilega eru mótóftirnar mun algengari á Norðurlandi en það hefur þó ekki verið kannað sérstaklega. Einnig hefur mór verið geymdur heima við í eldiviðageymslum eða sérstökum mókofum. Mókofatóftir eru til dæmis þekktar á Dröngum í Árneshreppi og í Papey í Djúpavogshreppi og virðast líkjast öðrum útihúsatóftum hvað stærð og gerð varðar. Í sumum sveitum finnast mógrafir á hverjum bæ. Þó eru til svæði þar sem mór er annaðhvort ekki aðgengilegur, til dæmis vegna hraunþekju eins og á Reykjanesskaga, eða finnst ekki í jarðlögum nema í litlum mæli, eins og til dæmis í Skaftafellssýslum.[4] Þá eru lögin misþykk og mórinn misgóður. Ef hann er blandaður sandi og þykkum gjóskulögum reynist hann til dæmis ekki vel.

Mynd af mógröfum í Ólafsdal við Gilsfjörð. Mógrafir í forgrunni en frá þeim liggur upphlaðinn vagnvegur inn á svonefnt Móhústún, þar sem mór var geymdur.

Þótt stundum sé minnast á mógrafir í rituðum heimildum er algengara að þær finnist eftir viðtöl við ábúendur eða við könnun á vettvangi. Jafnvel finnast grafir ekki fyrr en farið er að rýna í loftmyndir og eru þá allt að því ósýnilegar á jörðu niðri. Aðrar leyna sér ekki og eru jafnvel enn líklegar til að hremma skepnur og menn. Allra stærstu mógrafirnar eru oftast þar sem sótt hefur verið í mótekjuna af mörgum bæjum eða í námunda við þéttbýlisstaði eða iðnaðarsvæði. Til dæmis sjást víða mikil mógrafarsvæði nálægt braggahverfum úr síðari heimsstyrjöld, eins og í Hvítanesi í Hvalfirði. Miklar mógrafir eru líka oft við síldarvinnslur og lifrarbræðslur frá því á 19. öld. sem dæmi má nefna grafir í næsta nágrenni við síldarvinnslu Evangers á Siglufirði sem tók af í snjóflóði árið 1904. Í Úlfsdölum vestar í sömu sveit, er tilkomumikið mógrafarsvæði innst í Dalabæjardal sem virðist hafa verið vel skipulagt með fjölda mótófta í næsta nágrenni. Sennilega tengjast þær útgerð og lifrarbræðslu Þorvaldar ríka, sem bjó á Dalabæ á 19. öldinni.[5] Geysimikil mótekja var í útjaðri Reykjavíkur á 19. öld, til dæmis var mór tekinn í Vatnsmýri og Kaplaskjólsmýri.[6] Bernhöft bakari átti mótak suðvestur af Skólavörðu og lét leggja þangað veg.[7] Meira að segja lifðu margar fjölskyldur á að taka upp mó og selja bæjarbúum.[8] Mótekjan fór dvínandi upp úr aldamótunum 1900 vegna innflutnings á steinkolum en jókst að nýju þegar heimsstyrjaldirnar, bæði sú fyrri og síðari, ollu hækkandi kolaverði og heftu innflutning.

Tilvísanir:
  1. ^ Dæmi um þetta sjást t.d. á Narfastöðum í Reykjadal og á Dröngum í Árneshreppi á Ströndum. Sjá Birna Lárusdóttir og Elín Ósk Hreiðarsdóttir. 2005. Fornleifaskráning á Narfastöðum í Reykjadal. Fyrri hluti. FS261-04151. Fornleifastofnun Íslands, bls. 34 og Birna Lárusdóttir, Guðrún Alda Gísladóttir og Uggi Ævarsson. 2005. Fornleifaskráning í Árneshreppi II: Fornleifar frá Kolbeinsvík til Kjörvogs og frá Seljanesi til Skjaldabjarnarvíkur. FS206-02053. Forleifastofnun Íslands, bls. 193.
  2. ^ Þorvaldur Thoroddsen. 1919-1922. Lýsing Íslands III-IV. Hið íslenzka Bókmenntafélag. Kaupmannahöfn, bls. 162.
  3. ^ Kristján Eldjárn. 1989. „Papey. Fornleifarannsóknir 1967-1981.“ Guðrún Sveinbjarnardóttir bjó til prentunar og samdi viðauka. Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1988, bls. 106.
  4. ^ Þorvaldur Thoroddsen 1919-1922. Lýsing Íslands III-IV. Hið íslenzka Bókmenntafélag. Kaupmannahöfn, bls. 160-161.
  5. ^ Birna Lárusdóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir. 2005. Fornleifaskráning í Hvanneyrarhreppi I. Minjar á Úlfsdölum og í Siglufjarðarbæ. FS284-04041. Fornleifastofnun Íslands, bls. 39.
  6. ^ Árni Óla. 1965. „Úr sögu Reykjavíkur: Mótaka og mómýrar. Seinni hluti.“ Lesbók Morgunblaðsins 31. október, bls. 4.
  7. ^ Þorvaldur Thoroddsen. 1919-1922. Lýsing Íslands III-IV. Hið íslenzka Bókmenntafélag. Kaupmannahöfn, bls. 172.
  8. ^ Þorvaldur Thoroddsen. 1919-1922. Lýsing Íslands III-IV. Hið íslenzka Bókmenntafélag. Kaupmannahöfn, bls. 171.

Myndir:


Þetta svar er hluti af lengri umfjöllun um mógrafir í bókinni Mannvist. Sýnisbók íslenskra fornleifa og birt með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Birna Lárusdóttir

fornleifafræðingur og sérfræðingur hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

13.11.2018

Síðast uppfært

18.2.2021

Spyrjandi

Ásgerður Ásgrímsdóttir

Tilvísun

Birna Lárusdóttir. „Hvað eru mógrafir og til hvers voru þær grafnar?“ Vísindavefurinn, 13. nóvember 2018, sótt 5. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=67202.

Birna Lárusdóttir. (2018, 13. nóvember). Hvað eru mógrafir og til hvers voru þær grafnar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=67202

Birna Lárusdóttir. „Hvað eru mógrafir og til hvers voru þær grafnar?“ Vísindavefurinn. 13. nóv. 2018. Vefsíða. 5. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=67202>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru mógrafir og til hvers voru þær grafnar?
Mógrafir, það er grafir sem myndast við mógröft, eru meðal algengustu fornleifa á Íslandi og sjást oft í mýrlendi. Úr þeim fékkst mór sem var mikilvægt eldsneyti hér á landi allt fram á 20. öld. Grafirnar láta oft lítið yfir sér en eru stórmerkilegar heimildir um eldsneytisnotkun Íslendinga áður fyrr. Flestar mógrafir sem enn sjást hafa sennilega verið í notkun fram á 19. eða 20. öld.

Mór hefur verið notaður sem eldsneyti öldum saman.

Grafirnar eru langoftast í mýrlendi eða á stöðum þar sem hefur verið mýri en land ræst fram. Stundum leyna þær sér ekki heldur líkjast tjörnum með reglulegum brúnum, það er ef vatn situr í þeim sem oft er raunin. Í öðrum tilfellum eru þær mjög óskýrar og sjást jafnvel ekki nema í tiltekinni birtu eða jafnvel úr lofti. Jarðvegur er yfirleitt fljótur að síga saman í mýrum en einnig hefur oft verið fyllt upp í grafirnar að meira eða minna leyti til að skepnur og börn færu sér ekki að voða. Þá sjást stundum merki um að þær hafi verið ræstar fram til að hleypa úr þeim vatninu.[1] Stærð mógrafa er afar mismunandi og getur flatarmál þeirra verið allt frá fáeinum fermetrum upp í mörg hundruð. Ef um samfelld svæði er að ræða eru grafirnar oft aðskildar, með bökkum á milli, sennilega til að hafa hemil á vatnsrennsli. Ekki er óalgengt að mógrafir séu allt að 2 m á dýpt en nýgrafnar gátu þær verið mun dýpri. Í Aðalvík á Hornströndum mun til dæmis mórinn sjálfur hafa verið allt að ein og hálf mannhæð á þykkt og við það bætast svo jarðlögin sem grafa þurfti burt áður en komið var niður á móinn.[2]

Stundum sjást tóftir í námunda við grafirnar, oft litlar upphækkanir með óverulegum vegghleðslum. Þetta eru mótóftir eða móstæði og munu hafa gengt svipuðu hlutverki og heystæði. Þurrum mó var hlaðið í þær og síðan tyrft yfir og hann geymdur til vetrar.[3] Sums staðar sjást mótóftir fjarri bæjum, líkast til af því að auðveldara var að geyma móinn þar fram á vetur og flytja síðan heim á sleða. Sennilega eru mótóftirnar mun algengari á Norðurlandi en það hefur þó ekki verið kannað sérstaklega. Einnig hefur mór verið geymdur heima við í eldiviðageymslum eða sérstökum mókofum. Mókofatóftir eru til dæmis þekktar á Dröngum í Árneshreppi og í Papey í Djúpavogshreppi og virðast líkjast öðrum útihúsatóftum hvað stærð og gerð varðar. Í sumum sveitum finnast mógrafir á hverjum bæ. Þó eru til svæði þar sem mór er annaðhvort ekki aðgengilegur, til dæmis vegna hraunþekju eins og á Reykjanesskaga, eða finnst ekki í jarðlögum nema í litlum mæli, eins og til dæmis í Skaftafellssýslum.[4] Þá eru lögin misþykk og mórinn misgóður. Ef hann er blandaður sandi og þykkum gjóskulögum reynist hann til dæmis ekki vel.

Mynd af mógröfum í Ólafsdal við Gilsfjörð. Mógrafir í forgrunni en frá þeim liggur upphlaðinn vagnvegur inn á svonefnt Móhústún, þar sem mór var geymdur.

Þótt stundum sé minnast á mógrafir í rituðum heimildum er algengara að þær finnist eftir viðtöl við ábúendur eða við könnun á vettvangi. Jafnvel finnast grafir ekki fyrr en farið er að rýna í loftmyndir og eru þá allt að því ósýnilegar á jörðu niðri. Aðrar leyna sér ekki og eru jafnvel enn líklegar til að hremma skepnur og menn. Allra stærstu mógrafirnar eru oftast þar sem sótt hefur verið í mótekjuna af mörgum bæjum eða í námunda við þéttbýlisstaði eða iðnaðarsvæði. Til dæmis sjást víða mikil mógrafarsvæði nálægt braggahverfum úr síðari heimsstyrjöld, eins og í Hvítanesi í Hvalfirði. Miklar mógrafir eru líka oft við síldarvinnslur og lifrarbræðslur frá því á 19. öld. sem dæmi má nefna grafir í næsta nágrenni við síldarvinnslu Evangers á Siglufirði sem tók af í snjóflóði árið 1904. Í Úlfsdölum vestar í sömu sveit, er tilkomumikið mógrafarsvæði innst í Dalabæjardal sem virðist hafa verið vel skipulagt með fjölda mótófta í næsta nágrenni. Sennilega tengjast þær útgerð og lifrarbræðslu Þorvaldar ríka, sem bjó á Dalabæ á 19. öldinni.[5] Geysimikil mótekja var í útjaðri Reykjavíkur á 19. öld, til dæmis var mór tekinn í Vatnsmýri og Kaplaskjólsmýri.[6] Bernhöft bakari átti mótak suðvestur af Skólavörðu og lét leggja þangað veg.[7] Meira að segja lifðu margar fjölskyldur á að taka upp mó og selja bæjarbúum.[8] Mótekjan fór dvínandi upp úr aldamótunum 1900 vegna innflutnings á steinkolum en jókst að nýju þegar heimsstyrjaldirnar, bæði sú fyrri og síðari, ollu hækkandi kolaverði og heftu innflutning.

Tilvísanir:
  1. ^ Dæmi um þetta sjást t.d. á Narfastöðum í Reykjadal og á Dröngum í Árneshreppi á Ströndum. Sjá Birna Lárusdóttir og Elín Ósk Hreiðarsdóttir. 2005. Fornleifaskráning á Narfastöðum í Reykjadal. Fyrri hluti. FS261-04151. Fornleifastofnun Íslands, bls. 34 og Birna Lárusdóttir, Guðrún Alda Gísladóttir og Uggi Ævarsson. 2005. Fornleifaskráning í Árneshreppi II: Fornleifar frá Kolbeinsvík til Kjörvogs og frá Seljanesi til Skjaldabjarnarvíkur. FS206-02053. Forleifastofnun Íslands, bls. 193.
  2. ^ Þorvaldur Thoroddsen. 1919-1922. Lýsing Íslands III-IV. Hið íslenzka Bókmenntafélag. Kaupmannahöfn, bls. 162.
  3. ^ Kristján Eldjárn. 1989. „Papey. Fornleifarannsóknir 1967-1981.“ Guðrún Sveinbjarnardóttir bjó til prentunar og samdi viðauka. Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1988, bls. 106.
  4. ^ Þorvaldur Thoroddsen 1919-1922. Lýsing Íslands III-IV. Hið íslenzka Bókmenntafélag. Kaupmannahöfn, bls. 160-161.
  5. ^ Birna Lárusdóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir. 2005. Fornleifaskráning í Hvanneyrarhreppi I. Minjar á Úlfsdölum og í Siglufjarðarbæ. FS284-04041. Fornleifastofnun Íslands, bls. 39.
  6. ^ Árni Óla. 1965. „Úr sögu Reykjavíkur: Mótaka og mómýrar. Seinni hluti.“ Lesbók Morgunblaðsins 31. október, bls. 4.
  7. ^ Þorvaldur Thoroddsen. 1919-1922. Lýsing Íslands III-IV. Hið íslenzka Bókmenntafélag. Kaupmannahöfn, bls. 172.
  8. ^ Þorvaldur Thoroddsen. 1919-1922. Lýsing Íslands III-IV. Hið íslenzka Bókmenntafélag. Kaupmannahöfn, bls. 171.

Myndir:


Þetta svar er hluti af lengri umfjöllun um mógrafir í bókinni Mannvist. Sýnisbók íslenskra fornleifa og birt með góðfúslegu leyfi.

...