Sólin Sólin Rís 10:47 • sest 15:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:25 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:26 • Síðdegis: 21:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:05 • Síðdegis: 15:48 í Reykjavík

Hvað er mór og hvernig myndast hann?

EDS

Mór er jarðlag úr jurtaleifum sem myndast hefur í votlendi og hægt er að nota sem eldsneyti. Í bók Þorleifs Einarssonar Myndun og mótun lands (1991, bls. 195) er stuttlega fjallað um mó. Þar segir:
Á hverju hausti falla jurtir og visna. Á þurrlendi rotna plöntuleifarnar og blandast smám saman jarðveginum, en í mýrum, en þar fellur grunnvatnsflöturinn saman við yfirborðið, og í stöðuvötnum rotna þær ekki að neinu ráði að óbreyttum ytri aðstæðum svo að jurtaleifarnar safnast fyrir og mynda mólög. Loftfælnir gerlar og sveppir vinna síðan að umbreytingu plöntuleifanna í mó. Þeir taka til sín súrefni úr plöntuleifum og auka þannig smám saman kolefnisinnihalds mósins. Besti mórinn er því ávallt í neðstu lögum mýra enda elstur og mest umbreyttur.

Í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvað eru steinkol og til hvers eru þau notuð? kemur fram að mór er fyrsta stig steinkolamyndunar, með um 60% kolefni. Þegar mórinn grefst undir fargi jarðlaga verða margvísleg efnahvörf þar sem mikill hluti vatns, súrefnis, köfnunarefnis og annarra efna hverfa brott. Hinn upprunalegi mór ummyndast í æ kolefnisríkara efni, brúnkol, steinkol og loks antrasít, sem nefna mætti reyklaus steinkol.

Mór er stunginn og síðan þarf að þurrka hann áður en hægt er að nota hann sem eldsneyti.

Á Íslandi hefur mór hefur verið stunginn, þurrkaður og notaður sem eldsneyti í gegnum aldirnar. Nánar er fjallað um mó og mógrafir, en svo kallast grafir sem myndast við mógröft, í svari Birnu Lárusdóttur við spurningunni Hvað eru mógrafir og til hvers voru þær grafnar?

Mynd:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

14.11.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

EDS. „Hvað er mór og hvernig myndast hann?“ Vísindavefurinn, 14. nóvember 2018. Sótt 2. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=76459.

EDS. (2018, 14. nóvember). Hvað er mór og hvernig myndast hann? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76459

EDS. „Hvað er mór og hvernig myndast hann?“ Vísindavefurinn. 14. nóv. 2018. Vefsíða. 2. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76459>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er mór og hvernig myndast hann?
Mór er jarðlag úr jurtaleifum sem myndast hefur í votlendi og hægt er að nota sem eldsneyti. Í bók Þorleifs Einarssonar Myndun og mótun lands (1991, bls. 195) er stuttlega fjallað um mó. Þar segir:

Á hverju hausti falla jurtir og visna. Á þurrlendi rotna plöntuleifarnar og blandast smám saman jarðveginum, en í mýrum, en þar fellur grunnvatnsflöturinn saman við yfirborðið, og í stöðuvötnum rotna þær ekki að neinu ráði að óbreyttum ytri aðstæðum svo að jurtaleifarnar safnast fyrir og mynda mólög. Loftfælnir gerlar og sveppir vinna síðan að umbreytingu plöntuleifanna í mó. Þeir taka til sín súrefni úr plöntuleifum og auka þannig smám saman kolefnisinnihalds mósins. Besti mórinn er því ávallt í neðstu lögum mýra enda elstur og mest umbreyttur.

Í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvað eru steinkol og til hvers eru þau notuð? kemur fram að mór er fyrsta stig steinkolamyndunar, með um 60% kolefni. Þegar mórinn grefst undir fargi jarðlaga verða margvísleg efnahvörf þar sem mikill hluti vatns, súrefnis, köfnunarefnis og annarra efna hverfa brott. Hinn upprunalegi mór ummyndast í æ kolefnisríkara efni, brúnkol, steinkol og loks antrasít, sem nefna mætti reyklaus steinkol.

Mór er stunginn og síðan þarf að þurrka hann áður en hægt er að nota hann sem eldsneyti.

Á Íslandi hefur mór hefur verið stunginn, þurrkaður og notaður sem eldsneyti í gegnum aldirnar. Nánar er fjallað um mó og mógrafir, en svo kallast grafir sem myndast við mógröft, í svari Birnu Lárusdóttur við spurningunni Hvað eru mógrafir og til hvers voru þær grafnar?

Mynd:

...