Sólin Sólin Rís 04:25 • sest 22:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:41 • Sest 12:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:03 • Síðdegis: 22:25 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík

Hver er stærsti tannhvalur í heimi?

Jón Már Halldórsson

Búrhvalurinn (Physeter macrocephalus) er langstærsti tannhvalur (Odontoceti) í heimi. Búrhvalir geta orðið allt að 20 metrar á lengd og vegið allt að 57 tonn. Meðallengdin er þó nokkuð minni eða um 16-17 metrar. Til eru heimildir um enn stærri einstaklinga, eða allt að 24 metra langa, en slíkt hefur ekki verið staðfest.

Búrhvalir eru stærstu tannhvalirnir. Þeir eiga þó nokkuð í land með að ná steypireyð að stærð en fullvaxin steypireyður getur orðið allt að 30 metra löng og vegið um 100-190 tonn.

Næst stærsti tannhvalur heims kallast Baird‘s-hvalur (Berardius arnuxii) en einstaklingar þessarar tegundar verða vart lengri en rúmir 12 metrar og vega um 15 tonn. Þessi tegund finnst í Suðurhöfum og er okkur Íslendingum því lítt kunn.

Heimild og mynd:

  • Whitehead, H. "Sperm whale Physeter macrocephalus", bls. 1165–1172 í ritinu Perrin, William F.; Würsig, Bernd og Thewissen, J.G.M., ritstj. (2002). Encyclopedia of Marine Mammals. San Diego, Calif.: Academic Press.
  • Mynd: Sperm whale - Wikipedia, the free encyclopedia. Höfundur myndar: Gabriel Barathieu. (Sótt 27. 8. 2014).

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

14.10.2014

Spyrjandi

Örn Kjartansson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hver er stærsti tannhvalur í heimi?“ Vísindavefurinn, 14. október 2014. Sótt 29. júlí 2021. http://visindavefur.is/svar.php?id=67206.

Jón Már Halldórsson. (2014, 14. október). Hver er stærsti tannhvalur í heimi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=67206

Jón Már Halldórsson. „Hver er stærsti tannhvalur í heimi?“ Vísindavefurinn. 14. okt. 2014. Vefsíða. 29. júl. 2021. <http://visindavefur.is/svar.php?id=67206>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er stærsti tannhvalur í heimi?
Búrhvalurinn (Physeter macrocephalus) er langstærsti tannhvalur (Odontoceti) í heimi. Búrhvalir geta orðið allt að 20 metrar á lengd og vegið allt að 57 tonn. Meðallengdin er þó nokkuð minni eða um 16-17 metrar. Til eru heimildir um enn stærri einstaklinga, eða allt að 24 metra langa, en slíkt hefur ekki verið staðfest.

Búrhvalir eru stærstu tannhvalirnir. Þeir eiga þó nokkuð í land með að ná steypireyð að stærð en fullvaxin steypireyður getur orðið allt að 30 metra löng og vegið um 100-190 tonn.

Næst stærsti tannhvalur heims kallast Baird‘s-hvalur (Berardius arnuxii) en einstaklingar þessarar tegundar verða vart lengri en rúmir 12 metrar og vega um 15 tonn. Þessi tegund finnst í Suðurhöfum og er okkur Íslendingum því lítt kunn.

Heimild og mynd:

  • Whitehead, H. "Sperm whale Physeter macrocephalus", bls. 1165–1172 í ritinu Perrin, William F.; Würsig, Bernd og Thewissen, J.G.M., ritstj. (2002). Encyclopedia of Marine Mammals. San Diego, Calif.: Academic Press.
  • Mynd: Sperm whale - Wikipedia, the free encyclopedia. Höfundur myndar: Gabriel Barathieu. (Sótt 27. 8. 2014).

...