Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er uppruni tungumála Finna og Ungverja, sem eru gjörólík öllum öðrum í Evrópu?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Finnska og ungverska teljast til svonefndra finnsk-úgrískra mála af úrölsku málaættinni en til hennar telst einnig önnur grein, samójedíska. Mál af úrölsku málaættinni eru talin eiga uppruna sinn að rekja til frumúrölsku, sem töluð hafi verið í norðanverðum Úralfjöllunum í Rússlandi fyrir rúmum 7,000 árum og borist þaðan í vesturátt, en innri skipan úrölsku málafjölskyldunnar hefur lengi verið umdeild.

Mál af úrölsku málaættinni eru talin eiga uppruna sinn að rekja til frumúrölsku, sem töluð hafi verið í norðanverðum Úralfjöllunum í Rússlandi fyrir rúmum 7.000 árum.

Finnsku greininni er oft skipt í:
  1. samísku sem töluð er í norðanverðum Noregi, Norður-Svíþjóð og -Finnlandi og á Kólaskaga
  2. eystrasaltsfinnsku sem aftur greinist í finnsku og eistnesku
  3. mordvínsku (einnig nefnd erza) sem er töluð við mynni Volgu
  4. tsjeremissísku (einnig nefnd Mari) sem einnig er töluð við mynni Volgu
  5. votjakísku (einnig nefnd udmurt), kamí og vógúlsku sem töluð eru við Volgu norðanverða.
Ungversku greininni er skipt í:
  1. ungversku
  2. óbúgrísk mál (ostjakísku og vógúlsku) sem töluð eru í Síberíu við ána Ob og aðrennslisár hennar.
Til samójedísku teljast ýmis mál og mállýskur sem talaðar eru nyrst í Rússlandi og í Síberíu.

Unnt er að greina málin eða mállýskurnar nánar. Mállýskum á Kólaskaga suðureftir í átt að Rígaflóa er til dæmis skipt í kirjálsku, vepsísku, ingrísku, líflensku og votísku. Skipting af þessu tagi fer eftir því hversu nákvæmlega mállýskurnar eru greindar. Finnska og ungverska eiga því fjölda ættingja í austri ef litið er til sameiginlegs uppruna en miklar breytingar hafa orðið á báðum málunum vegna utanaðkomandi áhrifa.

Tengt efni:

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

3.8.2007

Síðast uppfært

10.7.2018

Spyrjandi

Pétur Gordon Hermannsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni tungumála Finna og Ungverja, sem eru gjörólík öllum öðrum í Evrópu?“ Vísindavefurinn, 3. ágúst 2007, sótt 27. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6739.

Guðrún Kvaran. (2007, 3. ágúst). Hver er uppruni tungumála Finna og Ungverja, sem eru gjörólík öllum öðrum í Evrópu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6739

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni tungumála Finna og Ungverja, sem eru gjörólík öllum öðrum í Evrópu?“ Vísindavefurinn. 3. ágú. 2007. Vefsíða. 27. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6739>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er uppruni tungumála Finna og Ungverja, sem eru gjörólík öllum öðrum í Evrópu?
Finnska og ungverska teljast til svonefndra finnsk-úgrískra mála af úrölsku málaættinni en til hennar telst einnig önnur grein, samójedíska. Mál af úrölsku málaættinni eru talin eiga uppruna sinn að rekja til frumúrölsku, sem töluð hafi verið í norðanverðum Úralfjöllunum í Rússlandi fyrir rúmum 7,000 árum og borist þaðan í vesturátt, en innri skipan úrölsku málafjölskyldunnar hefur lengi verið umdeild.

Mál af úrölsku málaættinni eru talin eiga uppruna sinn að rekja til frumúrölsku, sem töluð hafi verið í norðanverðum Úralfjöllunum í Rússlandi fyrir rúmum 7.000 árum.

Finnsku greininni er oft skipt í:
  1. samísku sem töluð er í norðanverðum Noregi, Norður-Svíþjóð og -Finnlandi og á Kólaskaga
  2. eystrasaltsfinnsku sem aftur greinist í finnsku og eistnesku
  3. mordvínsku (einnig nefnd erza) sem er töluð við mynni Volgu
  4. tsjeremissísku (einnig nefnd Mari) sem einnig er töluð við mynni Volgu
  5. votjakísku (einnig nefnd udmurt), kamí og vógúlsku sem töluð eru við Volgu norðanverða.
Ungversku greininni er skipt í:
  1. ungversku
  2. óbúgrísk mál (ostjakísku og vógúlsku) sem töluð eru í Síberíu við ána Ob og aðrennslisár hennar.
Til samójedísku teljast ýmis mál og mállýskur sem talaðar eru nyrst í Rússlandi og í Síberíu.

Unnt er að greina málin eða mállýskurnar nánar. Mállýskum á Kólaskaga suðureftir í átt að Rígaflóa er til dæmis skipt í kirjálsku, vepsísku, ingrísku, líflensku og votísku. Skipting af þessu tagi fer eftir því hversu nákvæmlega mállýskurnar eru greindar. Finnska og ungverska eiga því fjölda ættingja í austri ef litið er til sameiginlegs uppruna en miklar breytingar hafa orðið á báðum málunum vegna utanaðkomandi áhrifa.

Tengt efni:

Mynd:...