Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Geta Rússi og Búlgari skilið tungumál hvor annars? En Pólverji og Hvítrússi?

Rússneska, búlgarska, pólska og hvítrússneska teljast allar til slavneskra mála. Búlgarska er suðurslavneskt mál, pólska er vesturslavneskt mál en rússneska og hvítrússneska eru austurslavnesk mál.

Hver málaætt hefur þróast á sinn hátt og orðið fyrir utanaðkomandi áhrifum. Skyldust eru rússneska og hvítrússneska. Rússi og Búlgari gætu því ekki skilið hvor annan nema að hafa lagt sig eftir máli hins og sama gildir um Pólverja og Hvítrússa.

Rússneska og hvítrússneska eru skyldust af tungumálunum fjórum sem spurt er um. Á þessu korti má sjá hvar Hvíta Rússland (rautt) og Rússland (appelsínugult) liggja.

Fleiri svör um tengd efni:

Mynd:

Útgáfudagur

4.8.2007

Spyrjandi

Jóhann Grétar Kröyer Gizurarson

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Geta Rússi og Búlgari skilið tungumál hvor annars? En Pólverji og Hvítrússi?“ Vísindavefurinn, 4. ágúst 2007. Sótt 20. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=6740.

Guðrún Kvaran. (2007, 4. ágúst). Geta Rússi og Búlgari skilið tungumál hvor annars? En Pólverji og Hvítrússi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6740

Guðrún Kvaran. „Geta Rússi og Búlgari skilið tungumál hvor annars? En Pólverji og Hvítrússi?“ Vísindavefurinn. 4. ágú. 2007. Vefsíða. 20. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6740>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Ingibjörg V. Kaldalóns

1968

Ingibjörg V. Kaldalóns er lektor í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið HÍ. Í rannsóknum sínum hefur Ingibjörg einkum beint sjónum að starfsháttum í grunnskólum, velfarnaði nemenda og kennara í skólastarfi og hvernig hagnýta megi rannsóknir jákvæðrar sálfræði í uppeldi og menntastarfi.