Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Getið þið sagt mér allt um Borðeyri?

Vignir Már Lýðsson

Borðeyri er kauptún sem stendur við vestanverðan Hrútafjörð í Strandasýslu. Borðeyri er eitt fámennasta kauptún Íslands, þar voru 32 íbúar árið 2005. Ingimundur gamli, sem sagt er frá í Vatnsdælasögu, gaf bæði eyrinni og firðinum nafn sitt. Þegar hann var í firðinum ásamt mönnum sínum sá hann tvo hrúta koma hlaupandi niður hlíð og nefndi hann fjörðinn þess vegna Hrútafjörð. Þegar Ingimundur gekk út eftir firðinum kom hann á eyri eina og sá þar þá hvar stóreflis borð lá í flæðarmálinu. Þá nefndi hann eyrina Borðeyri.



Borðeyri við austanverðan Hrútafjörð séð úr lofti.

Borðeyri má muna sinn fífil fegurri en á þjóðveldisöld var hún einn helsti verslunarstaður Íslands og árið 1846 varð hún löggiltur verslunarstaður. Eftir það blómstraði verslun þar út 19. öldina og í upphafi þeirrar 20. Elsta hús kauptúnsins er frá þeim tíma en það er Riis-húsið, járnklætt timburhús, sem byggt var árið 1862 í kjölfar þess að fyrsti verslunarstjórinn kom til Borðeyrar. Hann hét Pétur Eggers og kom til Borðeyrar árið 1858, en þá hófst einmitt föst búseta þar. Upphaflega var Riis-húsið kallað Faktorshús upp á dönsku því þar bjó verslunarstjóri Borðeyrar á hverjum tíma en faktor þýðir verslunarstjóri. Um 1880 komst verslun á Borðeyri í hendur Hans A. Clausen en árið 1890 keypti Richard Peter Riis verslunina. Síðan hefur húsið verið kennt við hann.

Árið 1930 keypti Kaupfélag Hrútfirðinga Riis-verslunina og lauk þar með kaupmannsverslun á Borðeyri. Árið eftir brann nýlegt verslunarhús Kaupfélagsins og fluttu menn sig þá yfir í gömlu hús Riis-verslunarinnar. Kaupfélagið var lengi starfandi á Borðeyri og lengi vel hafði Kaupfélagið á Hvammstanga þar útibú en nú er þar ekkert kaupfélag lengur heldur verslun sem kallast Lækjargarður.

Þann 7. maí árið 1934 spruttu upp miklar kjaradeilur í kjölfar kjarasamninga nýstofnaðs Verkalýðs- og smábændafélags Hrútfirðinga. Deilurnar snerust um forgangsrétt félagsmanna til vinnu en þann 7. maí sáu utanfélagsmenn á vegum Kaupfélagsins um uppskipun úr Lagarfossi Eimskipafélags Íslands. Verkalýðssamband Norðurlands lagði í kjölfarið bann á afgreiðslu Lagarfoss á Akureyri, Húsavík, Eskifirði og Siglufirði. Nokkrum dögum síðar lagði Verkalýðssambandið afgreiðslubann á öll skip Eimskipafélagsins eftir átök við uppskipun á Akureyri. Á Siglufirði urðu svo mestu átökin þann 13. maí, við uppskipun úr Dettifossi, jafnan nefnt Dettifossslagurinn, en eftir það var samið um kaup og kjör sem kjarasamningur Verkalýðsfélagsins kvað á um ásamt því að forgangsréttur félagsmanna var ákveðinn sem 7/10 hlutar. Þessar deilur voru einu nafni nefndar Borðeyrardeilan og er hún ein sú hatrammasta í íslenskri verkalýðssögu.

Frá Borðeyri eru ættaðir að minnsta kosti þrír þjóðþekktir einstaklingar. Sigurður Eggerz fæddist þar árið 1875 en hann var ráðherra Íslands 1914-15 og forsætisráðherra í Borgarastjórn II á árunum 1922-24. Einnig er fæddur á Borðeyri við Hrútafjörð listmálarinn Þorvaldur Skúlason (1906), frumkvöðull í íslenskri afstraktmálun, en hann var sonur Skúla Jónssonar, faktors í Riis-versluninni og Elínar Theodórsdóttur. Karl Kvaran (1924-1989) listmálari er þriðji þjóðþekkti einstaklingurinn sem fæddist á Borðeyri. Hann var einn meðlima í svokölluðum Septem-hópi myndlistarmana.

Þorvaldur Skúlason málari (vinstra megin) og Sigurður Eggerz ráðherra.

Á Borðeyri er starfrækt útibú Sparisjóðs Húnaþings og Stranda, bifreiðaverkstæði og barnaskóli.

Heimildir:

Myndir

Höfundur

Útgáfudagur

9.8.2007

Spyrjandi

Jón Daði

Tilvísun

Vignir Már Lýðsson. „Getið þið sagt mér allt um Borðeyri?“ Vísindavefurinn, 9. ágúst 2007. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6747.

Vignir Már Lýðsson. (2007, 9. ágúst). Getið þið sagt mér allt um Borðeyri? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6747

Vignir Már Lýðsson. „Getið þið sagt mér allt um Borðeyri?“ Vísindavefurinn. 9. ágú. 2007. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6747>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getið þið sagt mér allt um Borðeyri?
Borðeyri er kauptún sem stendur við vestanverðan Hrútafjörð í Strandasýslu. Borðeyri er eitt fámennasta kauptún Íslands, þar voru 32 íbúar árið 2005. Ingimundur gamli, sem sagt er frá í Vatnsdælasögu, gaf bæði eyrinni og firðinum nafn sitt. Þegar hann var í firðinum ásamt mönnum sínum sá hann tvo hrúta koma hlaupandi niður hlíð og nefndi hann fjörðinn þess vegna Hrútafjörð. Þegar Ingimundur gekk út eftir firðinum kom hann á eyri eina og sá þar þá hvar stóreflis borð lá í flæðarmálinu. Þá nefndi hann eyrina Borðeyri.



Borðeyri við austanverðan Hrútafjörð séð úr lofti.

Borðeyri má muna sinn fífil fegurri en á þjóðveldisöld var hún einn helsti verslunarstaður Íslands og árið 1846 varð hún löggiltur verslunarstaður. Eftir það blómstraði verslun þar út 19. öldina og í upphafi þeirrar 20. Elsta hús kauptúnsins er frá þeim tíma en það er Riis-húsið, járnklætt timburhús, sem byggt var árið 1862 í kjölfar þess að fyrsti verslunarstjórinn kom til Borðeyrar. Hann hét Pétur Eggers og kom til Borðeyrar árið 1858, en þá hófst einmitt föst búseta þar. Upphaflega var Riis-húsið kallað Faktorshús upp á dönsku því þar bjó verslunarstjóri Borðeyrar á hverjum tíma en faktor þýðir verslunarstjóri. Um 1880 komst verslun á Borðeyri í hendur Hans A. Clausen en árið 1890 keypti Richard Peter Riis verslunina. Síðan hefur húsið verið kennt við hann.

Árið 1930 keypti Kaupfélag Hrútfirðinga Riis-verslunina og lauk þar með kaupmannsverslun á Borðeyri. Árið eftir brann nýlegt verslunarhús Kaupfélagsins og fluttu menn sig þá yfir í gömlu hús Riis-verslunarinnar. Kaupfélagið var lengi starfandi á Borðeyri og lengi vel hafði Kaupfélagið á Hvammstanga þar útibú en nú er þar ekkert kaupfélag lengur heldur verslun sem kallast Lækjargarður.

Þann 7. maí árið 1934 spruttu upp miklar kjaradeilur í kjölfar kjarasamninga nýstofnaðs Verkalýðs- og smábændafélags Hrútfirðinga. Deilurnar snerust um forgangsrétt félagsmanna til vinnu en þann 7. maí sáu utanfélagsmenn á vegum Kaupfélagsins um uppskipun úr Lagarfossi Eimskipafélags Íslands. Verkalýðssamband Norðurlands lagði í kjölfarið bann á afgreiðslu Lagarfoss á Akureyri, Húsavík, Eskifirði og Siglufirði. Nokkrum dögum síðar lagði Verkalýðssambandið afgreiðslubann á öll skip Eimskipafélagsins eftir átök við uppskipun á Akureyri. Á Siglufirði urðu svo mestu átökin þann 13. maí, við uppskipun úr Dettifossi, jafnan nefnt Dettifossslagurinn, en eftir það var samið um kaup og kjör sem kjarasamningur Verkalýðsfélagsins kvað á um ásamt því að forgangsréttur félagsmanna var ákveðinn sem 7/10 hlutar. Þessar deilur voru einu nafni nefndar Borðeyrardeilan og er hún ein sú hatrammasta í íslenskri verkalýðssögu.

Frá Borðeyri eru ættaðir að minnsta kosti þrír þjóðþekktir einstaklingar. Sigurður Eggerz fæddist þar árið 1875 en hann var ráðherra Íslands 1914-15 og forsætisráðherra í Borgarastjórn II á árunum 1922-24. Einnig er fæddur á Borðeyri við Hrútafjörð listmálarinn Þorvaldur Skúlason (1906), frumkvöðull í íslenskri afstraktmálun, en hann var sonur Skúla Jónssonar, faktors í Riis-versluninni og Elínar Theodórsdóttur. Karl Kvaran (1924-1989) listmálari er þriðji þjóðþekkti einstaklingurinn sem fæddist á Borðeyri. Hann var einn meðlima í svokölluðum Septem-hópi myndlistarmana.

Þorvaldur Skúlason málari (vinstra megin) og Sigurður Eggerz ráðherra.

Á Borðeyri er starfrækt útibú Sparisjóðs Húnaþings og Stranda, bifreiðaverkstæði og barnaskóli.

Heimildir:

Myndir