Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 17:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 11:17 • Sest 02:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:28 • Síðdegis: 23:58 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:09 • Síðdegis: 17:41 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvenær má ég eiga von á að öll kurl séu komin til grafar?

Guðrún Kvaran

Orðið kurl er notað um trjámylsnu, smáhöggna viðarkvisti til eldsneytis eða kolagerðar og sögnin kurla merkir að 'höggva smátt, kvista niður'. Eldri myndir eru kurfl og kurfla sem báðar koma fyrir í sömu merkingu í fornu máli og nafnorðið kurfur merkti meðal annars 'smábútur, kubbur af einhverju'.

Orðasambandið ekki eru öll kurl komin til grafar þekkist að minnsta kosti frá því snemma á 17. öld samkvæmt gögnum Orðabókar Háskólans og er notað í merkingunni 'ekki er enn allt fullljóst'. Önnur mynd orðasambandsins er þegar öll kurl koma/eru komin til grafar og er merkingin þá 'þegar alls er gætt, þegar allt er fullljóst'.

Hér má sjá brennandi viðarkol.

Líkingin er fengin frá því er viðarkol voru unnin í sérstökum kolagröfum og er víða sagt frá slíku í Íslendingasögum, meðal annars í Njálu. Trjágreinar voru höggnar smátt og brenndar í kolagröfinni en trjábolirnir væntalega hafðir til smíða og húsagerðar. Eiginleg merking orðasambandsins ekki eru öll kurl komin til grafar er því að ekki hafi allir viðarbútarnir verið lagðir í kolagröfina en merking sambandsins þegar öll kurl koma/eru komin til grafar er aftur á móti sú að allir viðarbútarnir verða eða hafa verið lagðir í kolagröfina til brennslu.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

20.8.2007

Spyrjandi

Jónas Jónasson
Ingvar Gíslason

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvenær má ég eiga von á að öll kurl séu komin til grafar?“ Vísindavefurinn, 20. ágúst 2007. Sótt 28. janúar 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=6765.

Guðrún Kvaran. (2007, 20. ágúst). Hvenær má ég eiga von á að öll kurl séu komin til grafar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6765

Guðrún Kvaran. „Hvenær má ég eiga von á að öll kurl séu komin til grafar?“ Vísindavefurinn. 20. ágú. 2007. Vefsíða. 28. jan. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6765>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær má ég eiga von á að öll kurl séu komin til grafar?
Orðið kurl er notað um trjámylsnu, smáhöggna viðarkvisti til eldsneytis eða kolagerðar og sögnin kurla merkir að 'höggva smátt, kvista niður'. Eldri myndir eru kurfl og kurfla sem báðar koma fyrir í sömu merkingu í fornu máli og nafnorðið kurfur merkti meðal annars 'smábútur, kubbur af einhverju'.

Orðasambandið ekki eru öll kurl komin til grafar þekkist að minnsta kosti frá því snemma á 17. öld samkvæmt gögnum Orðabókar Háskólans og er notað í merkingunni 'ekki er enn allt fullljóst'. Önnur mynd orðasambandsins er þegar öll kurl koma/eru komin til grafar og er merkingin þá 'þegar alls er gætt, þegar allt er fullljóst'.

Hér má sjá brennandi viðarkol.

Líkingin er fengin frá því er viðarkol voru unnin í sérstökum kolagröfum og er víða sagt frá slíku í Íslendingasögum, meðal annars í Njálu. Trjágreinar voru höggnar smátt og brenndar í kolagröfinni en trjábolirnir væntalega hafðir til smíða og húsagerðar. Eiginleg merking orðasambandsins ekki eru öll kurl komin til grafar er því að ekki hafi allir viðarbútarnir verið lagðir í kolagröfina en merking sambandsins þegar öll kurl koma/eru komin til grafar er aftur á móti sú að allir viðarbútarnir verða eða hafa verið lagðir í kolagröfina til brennslu.

Mynd:...