Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað þýðir eiginlega kumpáni?

Orðið kumpán(n), kumpáni, einnig ritað kompáni og í eldra máli kompán(n), merkir 'félagi, náungi, kunningi' og í eldra máli 'maki'. Elst dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans er um ritháttinn kompán frá miðri 16. öld sem bendir til að orðið geti verið eldra í málinu þar sem söfnun Orðabókarinnar hefst við 1540. Ef að er gáð koma báðir rithættirnir, -o- og -i- fyrir í fornu máli.

Kumpáni kemur úr latínu þar sem orðið þýðir orðrétt 'sá sem deilir brauði með öðrum'.

Orðið er tökuorð í íslensku. Það á rætur að rekja til miðlágþýsku kumpān, annaðhvort beint eða um gamla dönsku kompan, kumpan. Í miðlágþýsku er orðið komið úr fornfrönsku compaign, samanber ítölsku compagno 'félagi', en upprunamálið er miðaldalatína companio 'félagi', eiginlega 'mötunautur', af com- 'sam-, með-' og pānis 'brauð', það er 'sá sem deilir brauði með öðrum'.

Mynd:

Útgáfudagur

11.9.2014

Spyrjandi

Þorgeir

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir eiginlega kumpáni?“ Vísindavefurinn, 11. september 2014. Sótt 23. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=67657.

Guðrún Kvaran. (2014, 11. september). Hvað þýðir eiginlega kumpáni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=67657

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir eiginlega kumpáni?“ Vísindavefurinn. 11. sep. 2014. Vefsíða. 23. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=67657>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Valdimar Sigurðsson

1978

Valdimar Sigurðsson er prófessor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður Rannsóknarseturs HR í markaðsfræði og neytendasálfræði. Rannsóknir Valdimars hafa einkum beinst að neytendahegðun og markaðssetningu á stafrænum miðlum og í verslunarumhverfi tengt matvælum og hollustu.