Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur orðið mötuneyti?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðið mötuneyti er sett saman af orðunum mata ‛fæða, matur, nesti (í verið)’ og -neyti sem leitt er af sögninni neyta ‛njóta, eta, drekka’. Orðið þekkist þegar í fornu máli í merkingunni ‛hafa sameiginlegt ferðanesti, njóta matar með öðrum’. Mötunautur var þá sá sem var í mötuneyti með einhverjum, það er þeir áttu saman kost og mötuðust saman. Virðast hafa verið fastar reglur um hverjir voru saman í mötuneyti. Í hinni fornu lögbók Grágás segir til dæmis (1992: 54)

Ef sá maður … andast út hér er engi á frænda hér á landi, … þá á félagi hans að taka arf … En ef hann á eigi félaga þá skal taka mötunautur hans. En ef mötunautar hans eru fleiri en einn þá skal sá taka er oftast hefur átt mat við hann.

Um borð í skipi til forna gátu verið fleiri en eitt mötuneyti, það er nokkrir menn voru saman um mat og matseld. Í Fóstbræðra sögu segir til dæmis (ÍF VI: 198 (stafsetningu breytt)):

Þá er Þorgeir kom norður í höfnina, setti hann fram skipið og bjó. Gautur Sleituson var til skips kominn og hafði annað mötuneyti en Þorgeir. Þar var illt til eldiviðar, og fóru sinn dag hvárir að afla eldibranda, Þorgeir og hans förunautar, Gautur og hans förunautar.

Í mötuneyti nýtur fólk matar saman.

Þessi gamla merking orðsins mötuneyti er nú að mestu horfin en í staðinn er orðið notað um stað þar sem matur er seldur, oftast á stórum vinnustöðum, og eingöngu ætlaður starfsmönnum. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er þetta dæmi að finna:

fengu svo verktakar leigðan stóran verkamannaskála með mötuneyti fyrir 150 manns.
Menn matast vissulega saman eins og áður en kaupa matinn af fyrirtækinu sem þeir vinna við og neyta hans í matsalnum.

Heimildir og mynd:


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

9.9.2013

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið mötuneyti?“ Vísindavefurinn, 9. september 2013, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65640.

Guðrún Kvaran. (2013, 9. september). Hvaðan kemur orðið mötuneyti? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65640

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið mötuneyti?“ Vísindavefurinn. 9. sep. 2013. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65640>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur orðið mötuneyti?
Orðið mötuneyti er sett saman af orðunum mata ‛fæða, matur, nesti (í verið)’ og -neyti sem leitt er af sögninni neyta ‛njóta, eta, drekka’. Orðið þekkist þegar í fornu máli í merkingunni ‛hafa sameiginlegt ferðanesti, njóta matar með öðrum’. Mötunautur var þá sá sem var í mötuneyti með einhverjum, það er þeir áttu saman kost og mötuðust saman. Virðast hafa verið fastar reglur um hverjir voru saman í mötuneyti. Í hinni fornu lögbók Grágás segir til dæmis (1992: 54)

Ef sá maður … andast út hér er engi á frænda hér á landi, … þá á félagi hans að taka arf … En ef hann á eigi félaga þá skal taka mötunautur hans. En ef mötunautar hans eru fleiri en einn þá skal sá taka er oftast hefur átt mat við hann.

Um borð í skipi til forna gátu verið fleiri en eitt mötuneyti, það er nokkrir menn voru saman um mat og matseld. Í Fóstbræðra sögu segir til dæmis (ÍF VI: 198 (stafsetningu breytt)):

Þá er Þorgeir kom norður í höfnina, setti hann fram skipið og bjó. Gautur Sleituson var til skips kominn og hafði annað mötuneyti en Þorgeir. Þar var illt til eldiviðar, og fóru sinn dag hvárir að afla eldibranda, Þorgeir og hans förunautar, Gautur og hans förunautar.

Í mötuneyti nýtur fólk matar saman.

Þessi gamla merking orðsins mötuneyti er nú að mestu horfin en í staðinn er orðið notað um stað þar sem matur er seldur, oftast á stórum vinnustöðum, og eingöngu ætlaður starfsmönnum. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er þetta dæmi að finna:

fengu svo verktakar leigðan stóran verkamannaskála með mötuneyti fyrir 150 manns.
Menn matast vissulega saman eins og áður en kaupa matinn af fyrirtækinu sem þeir vinna við og neyta hans í matsalnum.

Heimildir og mynd:


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi....