Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig sitja menn eftir með sárt ennið?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Spurningin í fullri lengd hljóðar svona:
Hvaðan er máltækið að sitja eftir með sárt ennið komið? Hvernig er hægt að sitja eftir með sárt enni?

Orðasambandið þekkist að minnsta kosti frá miðri 18. öld og er merkingin 'missa af feng, verða fyrir vonbrigðum'. Í seðlasafni Orðabókar Háskólans er elst dæmi úr þýðingu á verki sem gefið var út á Hólum 1756.

let hann Kaupmanns-Konu sitia epter med sart Enne.

Verkið var Þess Svenska Gustav Landkrons Og Þess Engelska Bertholds Faabreitileger Robinsons, Edur Lijfs og Æfe Søgur. Þýtt var úr dönsku og þýðandinn, Þorsteinn Ketilsson, var hugsanlega að koma dönsku orðtaki til skila. Ekki gat ég samt fundið sambærilegt orðtak í dönskum orðabókum.

Orðasambandið þekkist að minnsta kosti frá miðri 18. öld.

Ef orðtakið er íslenskt gæti einhver saga legið að baki en hún hefur ekki fundist. Í Mergi málsins, riti Jóns G. Friðjónssonar um íslensk orðatiltæki, stendur: „Líkingin er óljós, e.t.v. dregin af e-s konar refsingu“ (2006:172) og í riti Halldórs Halldórssonar um íslensk orðtök stendur (1968:128): „Uppruni óvís“.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

28.8.2014

Spyrjandi

Helgi Einar Karlsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvernig sitja menn eftir með sárt ennið?“ Vísindavefurinn, 28. ágúst 2014, sótt 13. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=67744.

Guðrún Kvaran. (2014, 28. ágúst). Hvernig sitja menn eftir með sárt ennið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=67744

Guðrún Kvaran. „Hvernig sitja menn eftir með sárt ennið?“ Vísindavefurinn. 28. ágú. 2014. Vefsíða. 13. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=67744>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig sitja menn eftir með sárt ennið?
Spurningin í fullri lengd hljóðar svona:

Hvaðan er máltækið að sitja eftir með sárt ennið komið? Hvernig er hægt að sitja eftir með sárt enni?

Orðasambandið þekkist að minnsta kosti frá miðri 18. öld og er merkingin 'missa af feng, verða fyrir vonbrigðum'. Í seðlasafni Orðabókar Háskólans er elst dæmi úr þýðingu á verki sem gefið var út á Hólum 1756.

let hann Kaupmanns-Konu sitia epter med sart Enne.

Verkið var Þess Svenska Gustav Landkrons Og Þess Engelska Bertholds Faabreitileger Robinsons, Edur Lijfs og Æfe Søgur. Þýtt var úr dönsku og þýðandinn, Þorsteinn Ketilsson, var hugsanlega að koma dönsku orðtaki til skila. Ekki gat ég samt fundið sambærilegt orðtak í dönskum orðabókum.

Orðasambandið þekkist að minnsta kosti frá miðri 18. öld.

Ef orðtakið er íslenskt gæti einhver saga legið að baki en hún hefur ekki fundist. Í Mergi málsins, riti Jóns G. Friðjónssonar um íslensk orðatiltæki, stendur: „Líkingin er óljós, e.t.v. dregin af e-s konar refsingu“ (2006:172) og í riti Halldórs Halldórssonar um íslensk orðtök stendur (1968:128): „Uppruni óvís“.

Mynd:

...