Er til mynd/málverk/teikning af Öskju fyrir eldgosið 1875? Var þarna strýtulaga fjall svipað og Vesuvius?Það er engin mynd til af Öskju fyrir gosið árið 1875. Það er til lýsing af Öskju frá því að Björn Gunnlaugsson (1788–1876) landmælingamaður kom í Öskju, fyrstur manna, árið 1838. En þá var Askja að nokkru leyti hulin þoku. Hann gat samt sem áður lýst miklum dal, sem er hin stóra Askja. Öskjuvatn myndaðist síðar, í gosinu 1875.

Gervitunglamynd frá tímabilinu 2002-2007. Þegar Öskju er lýst í fyrsta skipti var Öskjuvatn ekki myndað.

Myndir úr Náttúrufræðingnum 1942 teiknaðar eftir lýsingu sjónarvotta. 1. mynd. Askja í byrjun goss 1875. 2. mynd Askja í júlí 1875, eftir að gosi lauk.
- Gervitunglamynd af Öskju: Landmælingar Íslands - Kortasjá.
- Ólafur Jónsson. Öskjuvatn. Náttúrufræðingurinn, 12. árgangur 1942, 2. tölublað, bls. 58 - Timarit.is.