Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvað merkir að kaga, samanber orðið Kögunarhóll?

JGÞ

Orðið kaga merkir 'skyggnast um, horfa yfir'. Kögunarhóll er þess vegna hóll sem gott að fara upp á til að skyggnast um.

Í Íslenskri orðsifjabók er sagt að uppruni orðsins sé óljós. Hugsanlega er það skylt sögninni kóka sem merkir samkvæmt sömu bók 'gægjast, rísa og litast um, voka yfir, standa rétt upp úr vatnsborðinu (um dufl)'. Uppruni sagnarinnar kóka er líka óljós.


Hér sést Kögunarhóll fyrir miðri mynd, milli Suðurlandsvegar og suðvesturodda Ingólfsfjalls.

Í fornu máli var til orðið köguður sem merkir 'varðmaður, sá sem skyggnist um'. Sá sem fer upp á Kögunarhól til að kaga, er þar af leiðandi köguður.

Frekara lesefni:

Heimild og mynd:
    Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók, Orðabók Háskólans, Reykjavík, 1989.
  • Gmaps Pedometer

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

12.9.2007

Spyrjandi

Jóhanna Gunnlaugsdóttir

Tilvísun

JGÞ. „Hvað merkir að kaga, samanber orðið Kögunarhóll?“ Vísindavefurinn, 12. september 2007. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6797.

JGÞ. (2007, 12. september). Hvað merkir að kaga, samanber orðið Kögunarhóll? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6797

JGÞ. „Hvað merkir að kaga, samanber orðið Kögunarhóll?“ Vísindavefurinn. 12. sep. 2007. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6797>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað merkir að kaga, samanber orðið Kögunarhóll?
Orðið kaga merkir 'skyggnast um, horfa yfir'. Kögunarhóll er þess vegna hóll sem gott að fara upp á til að skyggnast um.

Í Íslenskri orðsifjabók er sagt að uppruni orðsins sé óljós. Hugsanlega er það skylt sögninni kóka sem merkir samkvæmt sömu bók 'gægjast, rísa og litast um, voka yfir, standa rétt upp úr vatnsborðinu (um dufl)'. Uppruni sagnarinnar kóka er líka óljós.


Hér sést Kögunarhóll fyrir miðri mynd, milli Suðurlandsvegar og suðvesturodda Ingólfsfjalls.

Í fornu máli var til orðið köguður sem merkir 'varðmaður, sá sem skyggnist um'. Sá sem fer upp á Kögunarhól til að kaga, er þar af leiðandi köguður.

Frekara lesefni:

Heimild og mynd:
    Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók, Orðabók Háskólans, Reykjavík, 1989.
  • Gmaps Pedometer
...