Sólin Sólin Rís 03:49 • sest 23:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:41 • Sest 03:14 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:38 • Síðdegis: 18:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:46 • Síðdegis: 24:13 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvenær fóru Íslendingar að tala um karamellur?

Guðrún Kvaran

Orðið karamella hefur verið notað hérlendis að minnsta kosti frá því í upphafi 20. aldar. Í Morgunblaðinu 28. desember 1913 var verið að skammast út í orðið og þá var skrifað:

"Karamellur." Þetta ótætis orð, sem fyrir nokkrum árum var að eins þekt af örfáum reykvískum sætindabelgjum sem ill danska, gjörir nú kröfu til þess að smeygja sér inn í orðabók Jóns Ólafssonar, sem hefðhelguð íslenzka.

Ekki komst orðið inn í orðabókina þar sem aðeins komu út tvö hefti á árunum 1912-1915 sem náðu yfir stafbilið a-brýnn. Það var ekki tekið með í orðabók Sigfúsar Blöndals (1920-1924) þótt karamellur væru þá oft auglýstar í blöðum með öðru sælgæti. Til dæmis birtist auglýsing í Ægi 1924 með þessari upptalningu:
 • Lakkrís, síróp, hunang, brjóstsykur, karamellur, konfekt, marsipan.

Í orðabók Menningarsjóðs (1963, 1983) er karamella merkt með spurningarmerki sem þýðir að ritstjórnin leit á það sem vont mál sem forðast ber í íslensku (1983:xiv). Ekki var þó mælt með öðru orði í staðinn en skýringin við orðið er: ,,sælgæti unnið úr brenndum sykri o.fl."

Orðið karamella hefur verið notað á Íslandi í yfir 100 ár. Upphaflega þótti það ekki fínt orð.

Ýmsir ömuðust við orðinu á sínum tíma en aðrir vörðu það. Í bók Gísla Ástþórssonar, Hlýjar hjartarætur, stendur:

ofstopamenn óðu um landið og reyndu að þröngva almenningi til að kalla karamellur töggur (1958:94).

Orðið töggur, (kvk.ft.) er að finna í Menningarsjóðsorðabókinni (1983:1074) og er skýringin við það 'karamellur'. Það náði aldrei að festast í málinu þótt tilraunir hafi verið gerðar til þess. Jóninna Sigurðardóttir notar til dæmis töggurbætingur og töggursósa í matreiðslubók sinni frá 1945 (bls. 110) í stað orðanna karamellubúðingur og karamellusósa.

Karamella er tökuorð í íslensku úr dönsku karamel. Í dönsku er orðið aftur talið komið úr frönsku caramel en þangað barst það úr spænsku caramelo. Að baki liggur líklegast orðið calamellus í miðaldalatínu. Það er aftur smækkunarmynd af calamus 'hálmur'. Calamellus er talið hafa orðið fyrir áhrifum frá canna mellis 'reyr með hunangi', þ.e. 'sykurreyr', af canna 'reyr' og mel 'hunang', í eignarfalli mellis.

Heimildir og mynd:
 • Ásgeir Blöndal Magnússon. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík 1989.
 • Íslensk orðabók handa skólum og almenningi. Ritstj. Árni Böðvarsson. Menningarsjóður, Reykjavík 1963, önnur útgáfa aukin 1983.
 • Gísli Ástþórsson. Hlýjar hjartarætur. Akranes 1945.
 • Jóninna Sigurðardóttir. Matreiðslubók. Með heilsufræðilegum inngangi eftir Steingrím Matthíasson lækni. Akureyri 1945.
 • Morgunblaðið 28. 12. 1913.
 • Ritmálssafn Orðabókar Háskólans.
 • Sigfús Blöndal. Íslensk-dönsk orðabók. Reykjavík 1920-1924.
 • Mynd: Cinnamon Apple Caramels - keviniscooking.com. (Sótt 17. 9. 2014).


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

13.10.2014

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvenær fóru Íslendingar að tala um karamellur?“ Vísindavefurinn, 13. október 2014. Sótt 22. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=68063.

Guðrún Kvaran. (2014, 13. október). Hvenær fóru Íslendingar að tala um karamellur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=68063

Guðrún Kvaran. „Hvenær fóru Íslendingar að tala um karamellur?“ Vísindavefurinn. 13. okt. 2014. Vefsíða. 22. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=68063>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær fóru Íslendingar að tala um karamellur?
Orðið karamella hefur verið notað hérlendis að minnsta kosti frá því í upphafi 20. aldar. Í Morgunblaðinu 28. desember 1913 var verið að skammast út í orðið og þá var skrifað:

"Karamellur." Þetta ótætis orð, sem fyrir nokkrum árum var að eins þekt af örfáum reykvískum sætindabelgjum sem ill danska, gjörir nú kröfu til þess að smeygja sér inn í orðabók Jóns Ólafssonar, sem hefðhelguð íslenzka.

Ekki komst orðið inn í orðabókina þar sem aðeins komu út tvö hefti á árunum 1912-1915 sem náðu yfir stafbilið a-brýnn. Það var ekki tekið með í orðabók Sigfúsar Blöndals (1920-1924) þótt karamellur væru þá oft auglýstar í blöðum með öðru sælgæti. Til dæmis birtist auglýsing í Ægi 1924 með þessari upptalningu:
 • Lakkrís, síróp, hunang, brjóstsykur, karamellur, konfekt, marsipan.

Í orðabók Menningarsjóðs (1963, 1983) er karamella merkt með spurningarmerki sem þýðir að ritstjórnin leit á það sem vont mál sem forðast ber í íslensku (1983:xiv). Ekki var þó mælt með öðru orði í staðinn en skýringin við orðið er: ,,sælgæti unnið úr brenndum sykri o.fl."

Orðið karamella hefur verið notað á Íslandi í yfir 100 ár. Upphaflega þótti það ekki fínt orð.

Ýmsir ömuðust við orðinu á sínum tíma en aðrir vörðu það. Í bók Gísla Ástþórssonar, Hlýjar hjartarætur, stendur:

ofstopamenn óðu um landið og reyndu að þröngva almenningi til að kalla karamellur töggur (1958:94).

Orðið töggur, (kvk.ft.) er að finna í Menningarsjóðsorðabókinni (1983:1074) og er skýringin við það 'karamellur'. Það náði aldrei að festast í málinu þótt tilraunir hafi verið gerðar til þess. Jóninna Sigurðardóttir notar til dæmis töggurbætingur og töggursósa í matreiðslubók sinni frá 1945 (bls. 110) í stað orðanna karamellubúðingur og karamellusósa.

Karamella er tökuorð í íslensku úr dönsku karamel. Í dönsku er orðið aftur talið komið úr frönsku caramel en þangað barst það úr spænsku caramelo. Að baki liggur líklegast orðið calamellus í miðaldalatínu. Það er aftur smækkunarmynd af calamus 'hálmur'. Calamellus er talið hafa orðið fyrir áhrifum frá canna mellis 'reyr með hunangi', þ.e. 'sykurreyr', af canna 'reyr' og mel 'hunang', í eignarfalli mellis.

Heimildir og mynd:
 • Ásgeir Blöndal Magnússon. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík 1989.
 • Íslensk orðabók handa skólum og almenningi. Ritstj. Árni Böðvarsson. Menningarsjóður, Reykjavík 1963, önnur útgáfa aukin 1983.
 • Gísli Ástþórsson. Hlýjar hjartarætur. Akranes 1945.
 • Jóninna Sigurðardóttir. Matreiðslubók. Með heilsufræðilegum inngangi eftir Steingrím Matthíasson lækni. Akureyri 1945.
 • Morgunblaðið 28. 12. 1913.
 • Ritmálssafn Orðabókar Háskólans.
 • Sigfús Blöndal. Íslensk-dönsk orðabók. Reykjavík 1920-1924.
 • Mynd: Cinnamon Apple Caramels - keviniscooking.com. (Sótt 17. 9. 2014).


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi.

...