Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Er rétt að Skotar hefðu þurft að taka upp evru ef þeir hefðu kosið sjálfstæði?

Þórhildur Hagalín

Ef Skotar hefðu kosið sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór 18. september 2014 hefðu komið upp fordæmislausar aðstæður bæði í Bretlandi og í Evrópusambandinu. Engin núgildandi bresk lög eða evrópskar reglur hefðu getað leyst úr öllum þeim úrlausnarefnum sem slík niðurstaða hefði haft í för með sér. Í hönd hefðu farið margvíslegar viðræður um framtíðarskipan mála í Skotlandi, meðal annars um gjaldmiðilsmál.

Spurningin um hvaða gjaldmiðill yrði notaður í sjálfstæðu Skotlandi var mikið rædd í aðdraganda kosninganna. Umræðan var af tvennum toga. Annars vegar sneri hún að möguleikanum á áframhaldandi notkun breska sterlingspundsins í sjálfstæðu Skotlandi og hins vegar um hvort sjálfstæð aðild Skotlands að Evrópusambandinu fæli í sér skyldu til að taka upp evru sem gjaldmiðil.

Kosningaskilti til stuðnings sjálfstæðu Skotlandi.

Yfirlýst stefna Skoska þjóðarflokksins, sem situr við stjórnvölinn í Skotlandi og stóð fyrir því að þjóðaratkvæðagreiðslan færi fram, var að sjálfstætt Skotland myndi halda áfram að nota breska sterlingspundið og semja um formlegt myntsamstarf við Breta. Hugmyndinni um formlegt myntbandalag Breta og Skota var hins vegar alfarið hafnað af bresku ríkisstjórninni. Þrír stærstu stjórnmálaflokkar Bretlands, Íhaldsflokkurinn, Frjálslyndi demókrataflokkurinn og Verkamannaflokkurinn, sameinuðust raunar í þeirri afstöðu að útiloka möguleikann á myntbandalagi við Skota í framtíðinni en flokkarnir stóðu saman að herferðinni Better together gegn sjálfstæðu Skotlandi.

Sjálfstæðir Skotar hefðu átt ýmsa valkosti í gjaldmiðilsmálum aðra en myntbandalag við Breta. Þeir hefðu til dæmis getað tekið upp eigin gjaldmiðil, hvort sem væri á fljótandi gengi eða föstu gengi gagnvart sterlingspundi, eða tekið stefnuna á upptöku evrunnar með þátttöku í gengissamstarfi Evrópu. Þá er alls ekki útilokað að hægt hefði verið að semja um einhvers konar myntsamstarf milli Breta og Skota þrátt fyrir yfirlýsingar breskra stjórnvalda um annað.

Ef meirihluti Skota hefði kosið sjálfstæði hefði Skotland eftir sem áður verið hluti af breska konungsdæminu þar til sambandinu hefði verið formlega slitið. Fram að þeim degi hefðu Bretar og Skotar verið tilneyddir að semja um fjöldann allan af málum, meðal annars um skuldir sameinaða breska konungsdæmisins. Alex Salmond, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, fullyrti ítrekað í aðdraganda kosninganna að ef Bretar héldu því til streitu að semja ekki við Skota um áframhaldandi notkun pundsins þá myndu Skotar yfirgefa sambandið án þess að borga sinn hluta af skuldum þjóðarbúsins. Af þessu má glöggt sjá að jákvæð niðurstaða úr þjóðaratkvæðagreiðslunni hefði ekki leitt sjálfkrafa til fyrirfram ákveðinnar niðurstöðu í gjaldeyrismálum heldur komið af stað flóknum samningaviðræðum.

Spurningunni um hugsanlega skyldu sjálfstæðs Skotlands, sem sjálfstæðs aðila að Evrópusambandinu, til að taka upp evru er tiltölulega auðsvarað - þótt sambandssinnar í Skotlandi hafi haldið öðru fram. Aðildarríkjum Evrópusambandsins ber að taka upp sameiginlegan gjaldmiðil sambandsins, evru, en þeim er í sjálfsvald sett hvenær þau gerast aðilar að ERM II gengissamstarfinu en tveggja ára þátttaka í því er eitt svonefndra Maastricht-skilyrða fyrir upptöku evru. Nánar er fjallað um þetta í svari Evrópuvefsins við spurningunni Gæti Ísland gengið í ESB án þess að taka upp evru?

Við þetta má bæta að stefna Skoska þjóðarflokksins var að sjálfstætt Skotland mundi semja við Evrópusambandið um sjálfstæða aðild á grundvelli þeirra skilmála sem gilda nú þegar um aðild Skotlands að ESB sem hluti af Bretlandi. Í því fælist ekki eingöngu varanleg undanþága frá þátttöku í myntbandalagi ESB heldur einnig undanþága frá Schengen-samkomulaginu. Óvíst er að Evrópusambandið hefði verið tilbúið til að semja á þessum forsendum enda krefðist slíkt samkomulag samþykkis allra aðildarríkja sambandsins. Ljóst er að á meðal þeirra er lítill vilji til að skapa fordæmi fyrir því að svæði sem tilheyra núverandi aðildarríkjum geti slitið sig frá þeim, lýst yfir sjálfstæði og gengið í ESB án nokkurra vandkvæða. Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Skotlandi var því ekki aðeins léttir fyrir ráðamenn í London heldur einnig í Brussel.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Þórhildur Hagalín

Evrópufræðingur og fyrrverandi ritstjóri Evrópuvefsins

Útgáfudagur

7.10.2014

Spyrjandi

Jón Ingólfur Magnússon

Tilvísun

Þórhildur Hagalín. „Er rétt að Skotar hefðu þurft að taka upp evru ef þeir hefðu kosið sjálfstæði?“ Vísindavefurinn, 7. október 2014. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=68155.

Þórhildur Hagalín. (2014, 7. október). Er rétt að Skotar hefðu þurft að taka upp evru ef þeir hefðu kosið sjálfstæði? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=68155

Þórhildur Hagalín. „Er rétt að Skotar hefðu þurft að taka upp evru ef þeir hefðu kosið sjálfstæði?“ Vísindavefurinn. 7. okt. 2014. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=68155>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er rétt að Skotar hefðu þurft að taka upp evru ef þeir hefðu kosið sjálfstæði?
Ef Skotar hefðu kosið sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór 18. september 2014 hefðu komið upp fordæmislausar aðstæður bæði í Bretlandi og í Evrópusambandinu. Engin núgildandi bresk lög eða evrópskar reglur hefðu getað leyst úr öllum þeim úrlausnarefnum sem slík niðurstaða hefði haft í för með sér. Í hönd hefðu farið margvíslegar viðræður um framtíðarskipan mála í Skotlandi, meðal annars um gjaldmiðilsmál.

Spurningin um hvaða gjaldmiðill yrði notaður í sjálfstæðu Skotlandi var mikið rædd í aðdraganda kosninganna. Umræðan var af tvennum toga. Annars vegar sneri hún að möguleikanum á áframhaldandi notkun breska sterlingspundsins í sjálfstæðu Skotlandi og hins vegar um hvort sjálfstæð aðild Skotlands að Evrópusambandinu fæli í sér skyldu til að taka upp evru sem gjaldmiðil.

Kosningaskilti til stuðnings sjálfstæðu Skotlandi.

Yfirlýst stefna Skoska þjóðarflokksins, sem situr við stjórnvölinn í Skotlandi og stóð fyrir því að þjóðaratkvæðagreiðslan færi fram, var að sjálfstætt Skotland myndi halda áfram að nota breska sterlingspundið og semja um formlegt myntsamstarf við Breta. Hugmyndinni um formlegt myntbandalag Breta og Skota var hins vegar alfarið hafnað af bresku ríkisstjórninni. Þrír stærstu stjórnmálaflokkar Bretlands, Íhaldsflokkurinn, Frjálslyndi demókrataflokkurinn og Verkamannaflokkurinn, sameinuðust raunar í þeirri afstöðu að útiloka möguleikann á myntbandalagi við Skota í framtíðinni en flokkarnir stóðu saman að herferðinni Better together gegn sjálfstæðu Skotlandi.

Sjálfstæðir Skotar hefðu átt ýmsa valkosti í gjaldmiðilsmálum aðra en myntbandalag við Breta. Þeir hefðu til dæmis getað tekið upp eigin gjaldmiðil, hvort sem væri á fljótandi gengi eða föstu gengi gagnvart sterlingspundi, eða tekið stefnuna á upptöku evrunnar með þátttöku í gengissamstarfi Evrópu. Þá er alls ekki útilokað að hægt hefði verið að semja um einhvers konar myntsamstarf milli Breta og Skota þrátt fyrir yfirlýsingar breskra stjórnvalda um annað.

Ef meirihluti Skota hefði kosið sjálfstæði hefði Skotland eftir sem áður verið hluti af breska konungsdæminu þar til sambandinu hefði verið formlega slitið. Fram að þeim degi hefðu Bretar og Skotar verið tilneyddir að semja um fjöldann allan af málum, meðal annars um skuldir sameinaða breska konungsdæmisins. Alex Salmond, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, fullyrti ítrekað í aðdraganda kosninganna að ef Bretar héldu því til streitu að semja ekki við Skota um áframhaldandi notkun pundsins þá myndu Skotar yfirgefa sambandið án þess að borga sinn hluta af skuldum þjóðarbúsins. Af þessu má glöggt sjá að jákvæð niðurstaða úr þjóðaratkvæðagreiðslunni hefði ekki leitt sjálfkrafa til fyrirfram ákveðinnar niðurstöðu í gjaldeyrismálum heldur komið af stað flóknum samningaviðræðum.

Spurningunni um hugsanlega skyldu sjálfstæðs Skotlands, sem sjálfstæðs aðila að Evrópusambandinu, til að taka upp evru er tiltölulega auðsvarað - þótt sambandssinnar í Skotlandi hafi haldið öðru fram. Aðildarríkjum Evrópusambandsins ber að taka upp sameiginlegan gjaldmiðil sambandsins, evru, en þeim er í sjálfsvald sett hvenær þau gerast aðilar að ERM II gengissamstarfinu en tveggja ára þátttaka í því er eitt svonefndra Maastricht-skilyrða fyrir upptöku evru. Nánar er fjallað um þetta í svari Evrópuvefsins við spurningunni Gæti Ísland gengið í ESB án þess að taka upp evru?

Við þetta má bæta að stefna Skoska þjóðarflokksins var að sjálfstætt Skotland mundi semja við Evrópusambandið um sjálfstæða aðild á grundvelli þeirra skilmála sem gilda nú þegar um aðild Skotlands að ESB sem hluti af Bretlandi. Í því fælist ekki eingöngu varanleg undanþága frá þátttöku í myntbandalagi ESB heldur einnig undanþága frá Schengen-samkomulaginu. Óvíst er að Evrópusambandið hefði verið tilbúið til að semja á þessum forsendum enda krefðist slíkt samkomulag samþykkis allra aðildarríkja sambandsins. Ljóst er að á meðal þeirra er lítill vilji til að skapa fordæmi fyrir því að svæði sem tilheyra núverandi aðildarríkjum geti slitið sig frá þeim, lýst yfir sjálfstæði og gengið í ESB án nokkurra vandkvæða. Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Skotlandi var því ekki aðeins léttir fyrir ráðamenn í London heldur einnig í Brussel.

Heimildir og mynd:

...