Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur orðið grameðla, á flestum öðrum tungumálum heitir þessi risaeðla tyrannosaurus?

Jón Már Halldórsson

Það er rík hefð fyrir því á Íslandi að taka ekki beint upp erlend heiti heldur íslenska þau. Það á einnig við við um heiti dýra. Þegar að er gáð er alls ekki út í hött að nota heitið grameðla yfir risaeðlutegundina sem á latínu kallast Tyrannosaurus rex.

Grameðla (Tyrannosaurus rex). Gramur er gamalt orð yfir konung eða þjóðhöfðingja en getur einnig verið óvættur.

'Tyrannos' (í samsetningum 'tyranno-') kemur úr grísku og er oft notað í merkingunni alvaldur konungur, óbundinn af stjórnarskrá og óháður aðli eða ættarveldi. Stundum væri það einvaldur sem hefur hrifsað völdin, það er einhvers konar harðstjóri, en ekki endilega.

'Sauros' (í kvk. saura / saure eftir mállýskum) merkir eðla á grísku. Endingin -us í 'saurus' er komin í enskuna í gegnum latínuna þar sem grískar -os endingar verða að -us í tökuorðum. 'Rex' er svo venjulega latneska orðið fyrir konung.

Latneska heiti tegundarinnar vísar því greinilega til þess að um sé að ræða einhvers konar konungseðlu, leiðtoga eða harðstjóra. Gramur er gamalt orð yfir konung eða þjóðhöfðingja en getur einnig verið óvættur. Það má því segja að hér sé í raun bráðsnjöll íslensk þýðing á latneska heiti hinnar fornsögulegu ráneðlu Tyrannosaurus rex.

Mynd:


Geir Þ. Þórarinsson doktorsnemi í heimspeki og klassískum fræðum fær bestu þakkir fyrir aðstoð við þetta svar.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

2.12.2014

Spyrjandi

Bjarki

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvaðan kemur orðið grameðla, á flestum öðrum tungumálum heitir þessi risaeðla tyrannosaurus?“ Vísindavefurinn, 2. desember 2014, sótt 14. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=68288.

Jón Már Halldórsson. (2014, 2. desember). Hvaðan kemur orðið grameðla, á flestum öðrum tungumálum heitir þessi risaeðla tyrannosaurus? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=68288

Jón Már Halldórsson. „Hvaðan kemur orðið grameðla, á flestum öðrum tungumálum heitir þessi risaeðla tyrannosaurus?“ Vísindavefurinn. 2. des. 2014. Vefsíða. 14. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=68288>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur orðið grameðla, á flestum öðrum tungumálum heitir þessi risaeðla tyrannosaurus?
Það er rík hefð fyrir því á Íslandi að taka ekki beint upp erlend heiti heldur íslenska þau. Það á einnig við við um heiti dýra. Þegar að er gáð er alls ekki út í hött að nota heitið grameðla yfir risaeðlutegundina sem á latínu kallast Tyrannosaurus rex.

Grameðla (Tyrannosaurus rex). Gramur er gamalt orð yfir konung eða þjóðhöfðingja en getur einnig verið óvættur.

'Tyrannos' (í samsetningum 'tyranno-') kemur úr grísku og er oft notað í merkingunni alvaldur konungur, óbundinn af stjórnarskrá og óháður aðli eða ættarveldi. Stundum væri það einvaldur sem hefur hrifsað völdin, það er einhvers konar harðstjóri, en ekki endilega.

'Sauros' (í kvk. saura / saure eftir mállýskum) merkir eðla á grísku. Endingin -us í 'saurus' er komin í enskuna í gegnum latínuna þar sem grískar -os endingar verða að -us í tökuorðum. 'Rex' er svo venjulega latneska orðið fyrir konung.

Latneska heiti tegundarinnar vísar því greinilega til þess að um sé að ræða einhvers konar konungseðlu, leiðtoga eða harðstjóra. Gramur er gamalt orð yfir konung eða þjóðhöfðingja en getur einnig verið óvættur. Það má því segja að hér sé í raun bráðsnjöll íslensk þýðing á latneska heiti hinnar fornsögulegu ráneðlu Tyrannosaurus rex.

Mynd:


Geir Þ. Þórarinsson doktorsnemi í heimspeki og klassískum fræðum fær bestu þakkir fyrir aðstoð við þetta svar.

...