Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hverrar tegundar eru fallegu hvítu steinarnir sem finnast í Glerhallavík í Skagafirði?

Sigurður Steinþórsson

Glerhallur (draugasteinn, holtaþór) nefnist öðru nafni kalsedón (e. chalcedony). Hann er dulkornótt afbrigði af kvarsi (SiO2) og er þétt sambreyskja örsmárra kristalla. Raunar kom í ljós nýlega að kalsedón er samgróningur tveggja kísilsteinda, kvars (sem kristallast í þríhyrnda kerfinu) og móganíts (einhalla kerfi).

Algengast er að kalsedón sé hvítleitur eða grár að lit, hálfgagnsær með daufan gler- eða fitugljáa og hörkuna 7. Ýmis afbrigði eru til af kalsedón, bæði eftir lit og innri gerð, til dæmis röndóttur ónyx, lauklaga (með sammiðja hringjum) agat, jaspis og (eld)tinna.



Glerhallur til vinstri og agat til hægri.

Kalsedón fellur út úr jarðhitavatni djúpt í jarðlögum og myndar dropasteina eða holufyllingar. Hann hefur, eins og aðrir kvars-steinar, eiginleika sem nefnist triboluminescence – þeir gefa frá sér ljós (greinilegast í myrkri) þegar þeir eru nuddaðir eða þeim nuddað saman, og nafnið draugasteinn kann að stafa frá því.

Önnur svör eftir sama höfund um skyld efni:

Mynd: Safnasvæðið á Akranesi

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

5.10.2007

Spyrjandi

Sigurbjörn Friðriksson

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hverrar tegundar eru fallegu hvítu steinarnir sem finnast í Glerhallavík í Skagafirði?“ Vísindavefurinn, 5. október 2007. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6832.

Sigurður Steinþórsson. (2007, 5. október). Hverrar tegundar eru fallegu hvítu steinarnir sem finnast í Glerhallavík í Skagafirði? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6832

Sigurður Steinþórsson. „Hverrar tegundar eru fallegu hvítu steinarnir sem finnast í Glerhallavík í Skagafirði?“ Vísindavefurinn. 5. okt. 2007. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6832>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hverrar tegundar eru fallegu hvítu steinarnir sem finnast í Glerhallavík í Skagafirði?
Glerhallur (draugasteinn, holtaþór) nefnist öðru nafni kalsedón (e. chalcedony). Hann er dulkornótt afbrigði af kvarsi (SiO2) og er þétt sambreyskja örsmárra kristalla. Raunar kom í ljós nýlega að kalsedón er samgróningur tveggja kísilsteinda, kvars (sem kristallast í þríhyrnda kerfinu) og móganíts (einhalla kerfi).

Algengast er að kalsedón sé hvítleitur eða grár að lit, hálfgagnsær með daufan gler- eða fitugljáa og hörkuna 7. Ýmis afbrigði eru til af kalsedón, bæði eftir lit og innri gerð, til dæmis röndóttur ónyx, lauklaga (með sammiðja hringjum) agat, jaspis og (eld)tinna.



Glerhallur til vinstri og agat til hægri.

Kalsedón fellur út úr jarðhitavatni djúpt í jarðlögum og myndar dropasteina eða holufyllingar. Hann hefur, eins og aðrir kvars-steinar, eiginleika sem nefnist triboluminescence – þeir gefa frá sér ljós (greinilegast í myrkri) þegar þeir eru nuddaðir eða þeim nuddað saman, og nafnið draugasteinn kann að stafa frá því.

Önnur svör eftir sama höfund um skyld efni:

Mynd: Safnasvæðið á Akranesi

...