Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvenær byrjaði fólk að keppa í sundi?

EDS

Ýmsar heimildir frá fyrri tíð sýna að menn hafa kunnað að synda frá örófi alda þótt kunnáttan hafi vitanlega verið misútbreidd meðal almennings. Menn hafa sjálfsagt reynt með sér í sundi fyrr á tímum en lítið er um aðgengilegar heimildir um slíkt. Sund varð eiginleg keppnisíþrótt í Bretlandi snemma á 19. öld. Árið 1828 var fyrsta innilaugin í Bretlandi opnuð almenningi. Á næstu árum og áratugum fjölgaði laugum og iðkendum og þegar langt var liðið á 19. öldina var sund orðið nokkuð vinsæl íþrótt.

Keppendur stinga sér til sunds í ánni Signu á Ólympíuleikunum í París árið 1900. Synt var með straumnum og því náðust nokkuð góðir tímar.

Fljótlega eftir að sundlaugum tók að fjölga var farið að keppa í sundi þótt ekki fari miklum sögum af þeim eða framkvæmd þeirra. Fræg er þó keppni frá árinu 1844 í London þar sem frumbyggjar Ameríku öttu kappi við Breta. Í Bretlandi iðkuðu menn fyrst og fremst bringusund en frumbyggjarnir syntu einhvers konar útgáfu af skriðsundi. Hinum fáguðu Bretum þótti sundstíll Ameríkananna ekki fallegur en hann var þó mun hraðskreiðari og skilaði sigri.

Frá því að Ólympíuleikarnir voru endurvaktir hefur sund alltaf verið á meðal keppnisgreina. Á fyrstu nútíma Ólympíuleikunum sem haldnir voru í Aþenu árið 1896 var keppt var í fjórum greinum, 100, 500 og 1200 m sundi og 100 m sundi fyrir sjómenn sem aðeins var opið mönnum úr gríska sjóhernum. Keppt var með frjálsri aðferð sem þýddi að beita mátti hvaða sundaðferð sem mönnum hugnaðist best. Alls voru þátttakendur í sundkeppninni 19 talsins frá fjórum löndum, flestir frá Grikklandi.

Á leikunum í París árið 1900 voru keppnisgreinarnar orðnar sjö, 200, 400 og 1000 m sund með frjálsri aðferð, 200 m baksund, 200 m liðasund, 200 m hindrunarsund og kafsund. Þetta var í eina skiptið sem keppt var í hindrunarsundi og kafsundi á Ólympíuleikum. Á leikunum 1904 var fyrst keppt sérstaklega í bringusundi þar sem flestir voru farnir að nota skriðsund í frjálsri aðferð, en flugsund varð ekki keppnisgrein á Ólympíuleikum fyrr en árið 1956.

Konur kepptu í fyrsta skipti í sundi á Ólympíuleikunum í Stokkhólmi árið 1912.

Íslendingar tóku fyrst þátt í sundkeppni Ólympíuleikanna árið 1948 og hafa alltaf átt keppendur í sundi eftir það að undanskildum leikunum í Helsinki 1952, Melbourne 1956 og Moskvu 1980.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

16.8.2016

Spyrjandi

Heiður Kristín Sigurgeirsdóttir

Tilvísun

EDS. „Hvenær byrjaði fólk að keppa í sundi?“ Vísindavefurinn, 16. ágúst 2016. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=68338.

EDS. (2016, 16. ágúst). Hvenær byrjaði fólk að keppa í sundi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=68338

EDS. „Hvenær byrjaði fólk að keppa í sundi?“ Vísindavefurinn. 16. ágú. 2016. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=68338>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær byrjaði fólk að keppa í sundi?
Ýmsar heimildir frá fyrri tíð sýna að menn hafa kunnað að synda frá örófi alda þótt kunnáttan hafi vitanlega verið misútbreidd meðal almennings. Menn hafa sjálfsagt reynt með sér í sundi fyrr á tímum en lítið er um aðgengilegar heimildir um slíkt. Sund varð eiginleg keppnisíþrótt í Bretlandi snemma á 19. öld. Árið 1828 var fyrsta innilaugin í Bretlandi opnuð almenningi. Á næstu árum og áratugum fjölgaði laugum og iðkendum og þegar langt var liðið á 19. öldina var sund orðið nokkuð vinsæl íþrótt.

Keppendur stinga sér til sunds í ánni Signu á Ólympíuleikunum í París árið 1900. Synt var með straumnum og því náðust nokkuð góðir tímar.

Fljótlega eftir að sundlaugum tók að fjölga var farið að keppa í sundi þótt ekki fari miklum sögum af þeim eða framkvæmd þeirra. Fræg er þó keppni frá árinu 1844 í London þar sem frumbyggjar Ameríku öttu kappi við Breta. Í Bretlandi iðkuðu menn fyrst og fremst bringusund en frumbyggjarnir syntu einhvers konar útgáfu af skriðsundi. Hinum fáguðu Bretum þótti sundstíll Ameríkananna ekki fallegur en hann var þó mun hraðskreiðari og skilaði sigri.

Frá því að Ólympíuleikarnir voru endurvaktir hefur sund alltaf verið á meðal keppnisgreina. Á fyrstu nútíma Ólympíuleikunum sem haldnir voru í Aþenu árið 1896 var keppt var í fjórum greinum, 100, 500 og 1200 m sundi og 100 m sundi fyrir sjómenn sem aðeins var opið mönnum úr gríska sjóhernum. Keppt var með frjálsri aðferð sem þýddi að beita mátti hvaða sundaðferð sem mönnum hugnaðist best. Alls voru þátttakendur í sundkeppninni 19 talsins frá fjórum löndum, flestir frá Grikklandi.

Á leikunum í París árið 1900 voru keppnisgreinarnar orðnar sjö, 200, 400 og 1000 m sund með frjálsri aðferð, 200 m baksund, 200 m liðasund, 200 m hindrunarsund og kafsund. Þetta var í eina skiptið sem keppt var í hindrunarsundi og kafsundi á Ólympíuleikum. Á leikunum 1904 var fyrst keppt sérstaklega í bringusundi þar sem flestir voru farnir að nota skriðsund í frjálsri aðferð, en flugsund varð ekki keppnisgrein á Ólympíuleikum fyrr en árið 1956.

Konur kepptu í fyrsta skipti í sundi á Ólympíuleikunum í Stokkhólmi árið 1912.

Íslendingar tóku fyrst þátt í sundkeppni Ólympíuleikanna árið 1948 og hafa alltaf átt keppendur í sundi eftir það að undanskildum leikunum í Helsinki 1952, Melbourne 1956 og Moskvu 1980.

Heimildir og myndir:

...