Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er ritskýring?

Hugtökin ritskýring og ritskýrendur vísa yfirleitt til skýringa fræðimanna á guðfræðilegum texta. Það er fyrst og fremst hefð sem veldur því.

Í ritinu Hugtök og heiti í bókmenntafræði segir þetta um túlkunarfræði:

Túlkunarfræði (hermeneutik) var upphaflega tengd ritskýringu Biblíunnar, en á nýöld þegar rannsóknir hefjast á öðrum fornum ritum er gerður greinarmunur á hermeneutica sacra og hermenutic profana. Friedrich Scheiermacher (1768-1834) var meðal þeirra fyrstu til þess að hafna þessum greinarmun: túlkun heilagrar ritningar er reist á sama grunni og túlkun annnarra texta; það er engin fræðilegur munur á ritskýringu Biblíunnar og klassískri textafræði eða fílológíu; (bls. 287).

Hugtök af sama toga, en notuð á almennari hátt, eru túlkun (e. interpretation) og greining (e. analysis).

Heilagur Ágústínus, málverk frá 1502.

Í stuttu máli má segja að ritskýring felist í túlkun og greiningu á guðfræðilegum texta í ljósi ákveðinnar aðferðarfræði. Hugtakið mætti hins vegar allt eins nota um greiningu á annars konar textum.

Heimild:
  • Jakob Benediktsson (ritstj.), Hugtök og heiti í bókmenntafræði, Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, Reykjavík, 1983.

Mynd:

Útgáfudagur

23.10.2014

Spyrjandi

Heiðar Högni Guðnason

Höfundur

Tilvísun

JGÞ. „Hvað er ritskýring?“ Vísindavefurinn, 23. október 2014. Sótt 16. júlí 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=68353.

JGÞ. (2014, 23. október). Hvað er ritskýring? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=68353

JGÞ. „Hvað er ritskýring?“ Vísindavefurinn. 23. okt. 2014. Vefsíða. 16. júl. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=68353>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Þuríður Jóna Jóhannsdóttir

1952

Þuríður Jóna Jóhannsdóttir er dósent við Deild faggreinakennslu á Menntavísindasviði HÍ og formaður námsbrautar um menntun framhaldsskólakennara. Rannsóknir hennar hafa m.a. snúist um notkun upplýsingatækni í námi og kennslu.