Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Af hverju heitir fjallið Hekla kvenkynsnafni?

Spurningin í heild hljóðar svona:
Hvað þýðir nafnið Hekla (fjallið)? Er til útskýring á því hvers vegna fjöll hafa kvenkyns nöfn svo sem Katla, Esja og svo framvegis?

Nafnið Hekla hefur oft verið talið merkja ‚kápa með hettu‘ en einnig ‚kambur til að kemba hör eða lín‘. Á þeim tíma sem fjallið fékk nafnið hefur það litið öðruvísi út en nú er. Endurtekin gos síðan hafa hækkað það en við landnám var það lægra og gígaröðin á því hefði getað minnt á kamb.

Til frekari fróðleiks má benda á að Árni Hjartarson hefur rætt nafnið í Árbók Ferðafélags Íslands 1995, Á Hekluslóðum, bls. 8, og Tryggvi Gíslason nýlega í grein í vefritinu Nefni, www.nefnir.is.Kannski hefur Hekla einhvern tíma minnt á kamb.

Engin sérstök skýring er á því hvers vegna þessi fjöll bera kvenkyns nöfn. Eins má finna karlkyns fjallanöfn, til dæmi Bjólfur, Eilífur, Jörundur, Eggert, Hálfdan, Tálkni og Loðmundur.

Á Vísindavefnum má finna fleiri svör um Heklu, til dæmis:

Mynd: Mats Íslandsmyndasafn

Útgáfudagur

11.10.2007

Spyrjandi

Þórhildur Ída Þórarinsdóttir

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Af hverju heitir fjallið Hekla kvenkynsnafni?“ Vísindavefurinn, 11. október 2007. Sótt 27. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=6842.

Svavar Sigmundsson. (2007, 11. október). Af hverju heitir fjallið Hekla kvenkynsnafni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6842

Svavar Sigmundsson. „Af hverju heitir fjallið Hekla kvenkynsnafni?“ Vísindavefurinn. 11. okt. 2007. Vefsíða. 27. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6842>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Jón Gunnar Bernburg

1973

Jón Gunnar Bernburg er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir Jóns Gunnars spanna fjölmörg svið félagsfræðinnar. Núverandi rannsóknarefni hans eru fjöldamótmæli í samtímanum, en hann hefur einnig fengist við rannsóknir sem tengjast vandamálum ungmenna og afbrotum, svo dæmi séu tekin.