Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=
Hjartað skiptist í fjögur hólf. Efri hólfin tvö kallast gáttir og þau taka við blóðinu frá líkamanum. Neðri hólfin tvö kallast sleglar eða hvolf og þaðan er blóðinu dælt út í líkamann.

Tvö efri hólf hjartans kallast gáttir. Þau taka við blóðinu frá líkamanum. Neðri hólfin tvö kallast sleglar eða hvolf og þau sjá um að dæla blóðinu út í líkamann.

Sérhæfðar vöðvafrumur í svonefndum sínushnúti (e. sinus node) í hægri gátt hjartans stýra hjartslættinum. Vöðvafrumurnar mynda boðspennu sem berst niður eftir hjartanu. Boðspennan veldur afskautun hjartavöðvafrumna og samdrætti hjartahólfa. Við samdráttinn dælist blóð frá gáttum niður í slegla og þaðan út í líkamann. Hægri slegill dælir blóðinu til lungna þar sem loftskipti fara fram og sá vinstri dælir blóði til allra vefja líkamans.

Ýmsar truflanir geta orðið á þessu ferli og um þær er fjallað ýtarlega í svari Þórdísar Kristinsdóttur við spurningunni Hvað eru hjartsláttartruflanir? en þetta svar byggir einmitt á því.

Sleglatif kemur fram á hjartalínuriti sem óregluleg rafvirkni.

Sleglatif (e. ventricular fibrillation) er ein tegund hjartsláttartrufluna. Við sleglatif verður rafleiðni í sleglum tilviljanakennd. Sleglarnir titra þá í stað þess að dragast saman. Af þessu leiðir að ekkert blóð dælist til líkamans og menn missa meðvitundund. Sleglatif getur leitt til hjartastopps (e. asystole).

Myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

5.11.2014

Spyrjandi

Helga María Vilhjálmsdóttir, f. 1995

Tilvísun

JGÞ. „Hvað er sleglatif?“ Vísindavefurinn, 5. nóvember 2014, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=68470.

JGÞ. (2014, 5. nóvember). Hvað er sleglatif? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=68470

JGÞ. „Hvað er sleglatif?“ Vísindavefurinn. 5. nóv. 2014. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=68470>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er sleglatif?
Hjartað skiptist í fjögur hólf. Efri hólfin tvö kallast gáttir og þau taka við blóðinu frá líkamanum. Neðri hólfin tvö kallast sleglar eða hvolf og þaðan er blóðinu dælt út í líkamann.

Tvö efri hólf hjartans kallast gáttir. Þau taka við blóðinu frá líkamanum. Neðri hólfin tvö kallast sleglar eða hvolf og þau sjá um að dæla blóðinu út í líkamann.

Sérhæfðar vöðvafrumur í svonefndum sínushnúti (e. sinus node) í hægri gátt hjartans stýra hjartslættinum. Vöðvafrumurnar mynda boðspennu sem berst niður eftir hjartanu. Boðspennan veldur afskautun hjartavöðvafrumna og samdrætti hjartahólfa. Við samdráttinn dælist blóð frá gáttum niður í slegla og þaðan út í líkamann. Hægri slegill dælir blóðinu til lungna þar sem loftskipti fara fram og sá vinstri dælir blóði til allra vefja líkamans.

Ýmsar truflanir geta orðið á þessu ferli og um þær er fjallað ýtarlega í svari Þórdísar Kristinsdóttur við spurningunni Hvað eru hjartsláttartruflanir? en þetta svar byggir einmitt á því.

Sleglatif kemur fram á hjartalínuriti sem óregluleg rafvirkni.

Sleglatif (e. ventricular fibrillation) er ein tegund hjartsláttartrufluna. Við sleglatif verður rafleiðni í sleglum tilviljanakennd. Sleglarnir titra þá í stað þess að dragast saman. Af þessu leiðir að ekkert blóð dælist til líkamans og menn missa meðvitundund. Sleglatif getur leitt til hjartastopps (e. asystole).

Myndir:

...